Ólétt Arna Bára keppir hjá mexíkóska Playboy Guðrún Ansnes skrifar 24. ágúst 2015 09:30 Arna Bára Karlsdóttir segist vera fljót að koma sér í samt horf eftir barnsburð. Vísir/GVA Arna Bára Karlsdóttir sat fyrir hjá Playboy í Mexíkó í september í fyrra og vann sér þar með inn réttinn til að keppa um titilinn Playmate of the Year og á þar með möguleika á að prýða desemberhefti tímaritsins. „Svo allt í einu er ég bara orðin dálítið ólétt,“ segir Arna Bára og skellir uppúr. Hún er nú komin rúma sjö mánuði á leið, og barnið væntanlegt í heiminn um miðjan nóvember. „Ég hef samt ekki stórar áhyggjur, ég er mjög fljót að koma mér í samt horf eftir barnsburð,“ útskýrir Arna Bára, en hún á þriggja og hálfs árs son. Er téð myndataka áætluð í byrjun desember svo tíminn er ansi knappur. „Maðurinn minn bakkar mig bara upp og hvetur mig áfram til að borða hollt og hugsa vel um mig, eins og ég geri. Ég get ekkert sagt nei við þessu. Fyrir glamúrfyrirsætu er þetta toppurinn og mig hefur dreymt um að komast þangað,“ segir hún einlæg.Gamlar myndir „Núna erum við því að nota gamlar myndir, en kosningin fer fram á síðunni www.playboy.com.mx. Þar komast efstu þrjár í gegn, en valið er svo í höndum þeirra hjá Playboy um hver verður Playmate of the Year,“ segir Arna Bára og skýtur að, að hún sé nú í óðaönn við að koma sér upp skotheldri hernaðaráætlun á samfélagmiðlunum svo hún geti nælt sér í sem flest atkvæði. „Ég var mjög vinsæl úti í Mexíkó þegar blaðið kom út, og er nú þegar komin með sex hundruð og fjörutíu þúsund fylgjendur á Facebook-aðdáendasíðuna mína. Þegar ég vann Playboy Miss Social 2012 rúllaði ég inn rúmum sautján milljónum atkvæða í gegnum netið á einum sólarhring, svo ég tel mig ansi lunkna.“Peningarnir og ljót ummæli Aðspurð hvort einhverjir peningar séu í þessu, segir hún svo sannarlega vera. „Myndataka fyrir leikfélaga mánaðarins úti í Bandaríkjunum skilar fyrirsætunni tuttugu og fimm þúsund dollurum, eða rúmum þremur milljónum íslenskra króna. Þetta er kannski ekki alveg svona ýkt í Mexíkó,“ útskýrir Arna Bára og gefur lítið upp, annað en að hún hafi fengið hundrað eintök af septemberblaðinu sem hún sat fyrir í, og mátti selja að eigin vild. „Ég seldi þau öll úti, ég er ekki endilega spennt fyrir að nágrannarnir séu að glugga í mig allsbera,“ segir hún og dillandi hlátur fylgir í kjölfarið. „Ég lét Google til dæmis taka til hjá sér svo myndirnar birtast ekki íslenskum notendum.“ Arna Bára segist þó alls ekki hafa farið varhluta af óvæginni gagnrýni á netinu. „Fólk er í alvöru að blanda barninu mínu inn í þetta, er með ljót komment og spyr til dæmis hvort mér finnist allt í lagi að vinir hans komi svo til með að runka sér yfir mömmu hans, og gefur sér að ég sé heimsk. Þetta snýst þó yfirleitt fljótlega í að ég er beðin afsökunar þegar ég svara fyrir mig. Ég er ekki verri mamma fyrir að gera það sem mér finnst skemmtilegt,“ útskýrir Arna Bára í lokin. Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira
Arna Bára Karlsdóttir sat fyrir hjá Playboy í Mexíkó í september í fyrra og vann sér þar með inn réttinn til að keppa um titilinn Playmate of the Year og á þar með möguleika á að prýða desemberhefti tímaritsins. „Svo allt í einu er ég bara orðin dálítið ólétt,“ segir Arna Bára og skellir uppúr. Hún er nú komin rúma sjö mánuði á leið, og barnið væntanlegt í heiminn um miðjan nóvember. „Ég hef samt ekki stórar áhyggjur, ég er mjög fljót að koma mér í samt horf eftir barnsburð,“ útskýrir Arna Bára, en hún á þriggja og hálfs árs son. Er téð myndataka áætluð í byrjun desember svo tíminn er ansi knappur. „Maðurinn minn bakkar mig bara upp og hvetur mig áfram til að borða hollt og hugsa vel um mig, eins og ég geri. Ég get ekkert sagt nei við þessu. Fyrir glamúrfyrirsætu er þetta toppurinn og mig hefur dreymt um að komast þangað,“ segir hún einlæg.Gamlar myndir „Núna erum við því að nota gamlar myndir, en kosningin fer fram á síðunni www.playboy.com.mx. Þar komast efstu þrjár í gegn, en valið er svo í höndum þeirra hjá Playboy um hver verður Playmate of the Year,“ segir Arna Bára og skýtur að, að hún sé nú í óðaönn við að koma sér upp skotheldri hernaðaráætlun á samfélagmiðlunum svo hún geti nælt sér í sem flest atkvæði. „Ég var mjög vinsæl úti í Mexíkó þegar blaðið kom út, og er nú þegar komin með sex hundruð og fjörutíu þúsund fylgjendur á Facebook-aðdáendasíðuna mína. Þegar ég vann Playboy Miss Social 2012 rúllaði ég inn rúmum sautján milljónum atkvæða í gegnum netið á einum sólarhring, svo ég tel mig ansi lunkna.“Peningarnir og ljót ummæli Aðspurð hvort einhverjir peningar séu í þessu, segir hún svo sannarlega vera. „Myndataka fyrir leikfélaga mánaðarins úti í Bandaríkjunum skilar fyrirsætunni tuttugu og fimm þúsund dollurum, eða rúmum þremur milljónum íslenskra króna. Þetta er kannski ekki alveg svona ýkt í Mexíkó,“ útskýrir Arna Bára og gefur lítið upp, annað en að hún hafi fengið hundrað eintök af septemberblaðinu sem hún sat fyrir í, og mátti selja að eigin vild. „Ég seldi þau öll úti, ég er ekki endilega spennt fyrir að nágrannarnir séu að glugga í mig allsbera,“ segir hún og dillandi hlátur fylgir í kjölfarið. „Ég lét Google til dæmis taka til hjá sér svo myndirnar birtast ekki íslenskum notendum.“ Arna Bára segist þó alls ekki hafa farið varhluta af óvæginni gagnrýni á netinu. „Fólk er í alvöru að blanda barninu mínu inn í þetta, er með ljót komment og spyr til dæmis hvort mér finnist allt í lagi að vinir hans komi svo til með að runka sér yfir mömmu hans, og gefur sér að ég sé heimsk. Þetta snýst þó yfirleitt fljótlega í að ég er beðin afsökunar þegar ég svara fyrir mig. Ég er ekki verri mamma fyrir að gera það sem mér finnst skemmtilegt,“ útskýrir Arna Bára í lokin.
Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira