Dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að rassskella son sinn Birgir Olgeirsson skrifar 1. júní 2015 16:24 Héraðsdómur Reykjaness. Vísir/Hari Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir líkamsárás og brot á barnaverndarlögum með því að hafa slegið fjögurra ára gamlan son sinn á rassinn með þeim afleiðingum að drengurinn hlaut fjölmargar húðblæðingar og mar á báðum rasskinnum og upp spjaldhryggssvæðið. Atvikið átti sér stað 16. ágúst í fyrra en móðir drengsins kærði barnsföður sinn fyrir hönd ólögráða sonar hennar sex dögum síðar. Móðirin lýsti málsatvikum þannig að eftir að sonur hennar hafði komið frá því að dvelja hjá föður sínum hafi systir drengsins sagt henni frá því að maðurinn hefði rassskellt drenginn. Við skoðun hafi komið í ljós miklir marblettir á rassi brotaþola og neðri hluta baks. Maðurinn neitaði staðfastlega sök en Héraðsdómur Reykjaness taldi ljóst að drengnum hafði verið refsað. Maðurinn gat ekki gefið skýringar á áverkum drengsins en upplýsti að mögulega hafi hann dottið af þríhjóli. Í vitnisburði lækna kom fram að mjög ósennilegt væri að brotaþoli hafi hlotið áverkana við fall og að áverkarnir samrýmist ekki því að brotaþoli hafi fallið á leikfang og að áverkarnir hafi ekki komið til við eitt högg. Þótti sannað að maðurinn hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Auk skilorðsbundins fangelsisdóms var manninum gert að greiða drengnum 250 þúsund krónur í miskabætur. Sjá dóminn hér. Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir líkamsárás og brot á barnaverndarlögum með því að hafa slegið fjögurra ára gamlan son sinn á rassinn með þeim afleiðingum að drengurinn hlaut fjölmargar húðblæðingar og mar á báðum rasskinnum og upp spjaldhryggssvæðið. Atvikið átti sér stað 16. ágúst í fyrra en móðir drengsins kærði barnsföður sinn fyrir hönd ólögráða sonar hennar sex dögum síðar. Móðirin lýsti málsatvikum þannig að eftir að sonur hennar hafði komið frá því að dvelja hjá föður sínum hafi systir drengsins sagt henni frá því að maðurinn hefði rassskellt drenginn. Við skoðun hafi komið í ljós miklir marblettir á rassi brotaþola og neðri hluta baks. Maðurinn neitaði staðfastlega sök en Héraðsdómur Reykjaness taldi ljóst að drengnum hafði verið refsað. Maðurinn gat ekki gefið skýringar á áverkum drengsins en upplýsti að mögulega hafi hann dottið af þríhjóli. Í vitnisburði lækna kom fram að mjög ósennilegt væri að brotaþoli hafi hlotið áverkana við fall og að áverkarnir samrýmist ekki því að brotaþoli hafi fallið á leikfang og að áverkarnir hafi ekki komið til við eitt högg. Þótti sannað að maðurinn hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Auk skilorðsbundins fangelsisdóms var manninum gert að greiða drengnum 250 þúsund krónur í miskabætur. Sjá dóminn hér.
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira