Innlent

Íslendingurinn sem lést

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Slysið var í bænum Narvik í Noregi.
Slysið var í bænum Narvik í Noregi. Kort frá Google Maps
Íslendingurinn sem lést í lestarslysi í bænum Narvik í Noregi á þriðjudagskvöldið hét Magnús Kristján Magnússon. Hann var frá Hamraendum í Stafholtstungum í Borgarfirði. Skessuhorn greinir frá en fréttaveita Vesturlands var í sambandi við fjölskyldu og prests hins látna.

Magnús Kristján, sem starfaði í Noregi, var fæddur 16. maí 1985 og lætur eftir sig norska unnustu.

Í frétt norska Dagbladet frá því í gær segir að lestarstjóri hafi tilkynnt lögreglu klukkan 23.07 á þriðjudagskvöldið að staðartíma að lestinni hafi verið ekið á mann sem hafi þá verið staddur á lestarteinunum. Hann var úrskurðaður látinn eftir að sjúkralið kom á staðinn.

Svein Tore Engen, talsmaður lögreglu, segir í samtali við Dagbladet að ekki leiki grunur á að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×