Barn á Ísafirði reyndist ekki vera með mislinga Kolbeinn Tumi Daðason og Stefán Árni Pálsson skrifa 26. febrúar 2015 22:25 Mislingar eru einhver mest smitandi veirusjúkdómur sem til er. vísir/gva/rósa Haraldur Briem sóttvarnarlæknir útilokar að barn hafi greinst með mislinga á Ísafirði. Orðrómur hefur verið í samfélaginu fyrir vestan þess efnis að mislingatilfelli hefði komið upp, umræða skapast og fólk haft áhyggjur. Haraldur staðfestir í samtali við Vísi að tilfelli hafi komið inn á borð til sín og það hafi verið rannsakað. Um er að ræða barn sem var með einkenni sem svipuðu vissulega til mislinga. „Þetta var rannsakað vel og sem betur fer var ekki um mislinga að ræða,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Versti mislingafaraldurinn í fjórtán ár geisar nú í Berlín en á fyrstu sjö vikum ársins var tilkynnt um 447 ný tilfelli. Rúmlega helmingur hinna smituðu eru fullorðnir. Besta vörnin gegn útbreiðslu mislinga er talin vera bólusetning ungbarna. Samt eru dæmi þess að í sumum landshlutum séu allt að 22 prósent barna ekki bólusett. Þá segir heilbrigðisráðherra að rætt hafi verið um að krefjast bólusetningar hjá skólabörnum.Sjá einnig:Fyrsta mislingatilfellið á Íslandi í átján árÚtbrot eru einn af fylgifiskum mislinga.mynd/vísindavefurinnUm mislinga af Doktor.is Mislingar eru einhver mest smitandi veirusjúkdómur sem til er, en veiran sem veldur sjúkdómnum nefnist morbilli. Mislingar eru óþægilegasti barnasjúkdómurinn og sá hættulegasti af þeim sem valda útbrotum, þar sem sjúkdómurinn getur haft alvarlega fylgikvilla. Mislingar eru þó sem betur fer í raun ekki lengur til hér á landi þar sem ungbörn hafa verið bólusett gegn þeim í allmörg ár. Mislingar smitast með úðasmiti í lofti og því getur smit borist á milli herbergja jafnvel þótt sá smitaði sé hafður í einangrun. Allir sem ekki hafa áður fengið mislinga eiga á hættu að smitast, að undanskildum börnum yngri en fjögurra mánaða því þau njóta verndar efna sem þau fá með móðurmjólkinni (að því gefnu að móðirin hafi fengið mislinga). Sá sem fær mislinga getur byrjað að smitað aðra átta dögum eftir smit og áður en veikin brýst út. Hann getur smitað þangað til útbrotin hverfa eða í það minnsta fimm daga eftir að þau birtast. Smit getur ekki borist með dauðum hlutum né fólki sem ekki er móttækilegt fyrir smiti.Besta vörnin gegn útbreiðslu mislinga er talin vera bólusetning ungbarna.vísir/vilhelmMeðgöngutími mislinga, það er tíminn frá því einstaklingur smitast og þar til hann veikist, getur verið mislangur en algengt er að hann sé ein til tvær vikur. Eftir tæpar tvær vikur birtast fyrstu einkennin sem eru: -Hiti, hækkar upp í 39°C -Nefrennsli -Hósti -Roði í augum -Viðkvæmni fyrir ljósi -Stór og aum þykkildi á hálsi eru algeng, svo og eymsli í koki -Einnig geta myndast gráir blettir á stærð við sandkorn í slímhimnu á innanverðum neðri vörum gegnt augntönnum, svonefndar mislingadröfnur, sem eru undanfari útbrotanna sem á eftir fylgja. Eftir þrjá til fjóra daga er ekki ólíklegt að hitinn lækki um stund en hann hækkar þó fljótlega aftur og þá koma útbrotin fram. Viku síðar er barnið orðið hitalaust á ný. Ráðlegt er að halda börnum með mislinga heima og ekki senda þau í skóla fyrr en þau eru orðin hitalaus.Mislingar valda ónæmi, sem stendur ævina á enda.vísir/gettyMislingar valda ónæmi, sem stendur ævina á enda. Því geta menn aðeins fengið mislinga einu sinni á ævinni. Nú orðið stendur börnum til boða fjölónæmisbólusetning við átján mánaða og níu ára aldur, en í henni er meðal annars bóluefni gegn mislingum. Best er að mislingasmitað barn sé rúmliggjandi í svölu herbergi þar sem lýsing er hófleg. Verði barnið veikara eða ef hitinn helst hár er rétt að kalla sem fyrst á lækni. Eingöngu má gefa hóstamixtúru eða hitastillandi lyf samkvæmt læknisráði. Mikilvægt er að tryggja að mislingarnir leiði ekki til fylgikvilla á borð við lungnabólgu, eyrnabólgu í miðeyra eða sýkingar í taugakerfi, sem er til allrar hamingju sjaldgæf og telst til undantekninga. Konur sem hyggja á barneignir ættu að ganga úr skugga um hvort þær hafi fengið mislinga. Mislingar á meðgöngu geta valdið fóstursýkingu og jafnvel fósturláti þegar verst lætur. Séu konur í vafa geta þær leitað læknis og látið bólusetja sig en það má ekki gera eftir að kona er orðin þunguð.Sjá nánar á Doktor.is. Tengdar fréttir Bólusetningar að lögum: Undirskriftarsöfnun hafin Um 900 manns hafa ritað nafn sitt á lista þar sem skorað er á stjórnvöld að gera bólusetningar að lagalegri skyldu. 25. febrúar 2015 11:28 Kíghósti viðvarandi vandamál: Yfir sextíu tilfelli á síðustu þremur árum Kíghóstabólusetning ekki nógu góð segir yfirlæknir sóttvarna hjá Landlækni. 26. febrúar 2015 12:52 Mislingafaraldur í Þýskaland: Eins árs barn lést Mislingafaraldurinn sem nú geisar í Berlín er sá versti í fjórtán ár. 23. febrúar 2015 15:10 Getur ekki bólusett barnið sitt og leggur traust sitt á aðra foreldra Haukur Arnar Óskarsson er tveggja ára, með óþol fyrir einstaka bóluefnum. Móðir hans segir tilhugsunina um að barnið gæti fengið skæða sjúkdóma erfiða. 25. febrúar 2015 15:07 Ekki nógu mörg fjögurra ára börn mæta í bólusetningu Eitt af hverjum fimm fjögurra ára börnum á Suðurlandi voru ekki endurbólusett árið 2013. 25. febrúar 2015 10:57 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Sjá meira
Haraldur Briem sóttvarnarlæknir útilokar að barn hafi greinst með mislinga á Ísafirði. Orðrómur hefur verið í samfélaginu fyrir vestan þess efnis að mislingatilfelli hefði komið upp, umræða skapast og fólk haft áhyggjur. Haraldur staðfestir í samtali við Vísi að tilfelli hafi komið inn á borð til sín og það hafi verið rannsakað. Um er að ræða barn sem var með einkenni sem svipuðu vissulega til mislinga. „Þetta var rannsakað vel og sem betur fer var ekki um mislinga að ræða,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Versti mislingafaraldurinn í fjórtán ár geisar nú í Berlín en á fyrstu sjö vikum ársins var tilkynnt um 447 ný tilfelli. Rúmlega helmingur hinna smituðu eru fullorðnir. Besta vörnin gegn útbreiðslu mislinga er talin vera bólusetning ungbarna. Samt eru dæmi þess að í sumum landshlutum séu allt að 22 prósent barna ekki bólusett. Þá segir heilbrigðisráðherra að rætt hafi verið um að krefjast bólusetningar hjá skólabörnum.Sjá einnig:Fyrsta mislingatilfellið á Íslandi í átján árÚtbrot eru einn af fylgifiskum mislinga.mynd/vísindavefurinnUm mislinga af Doktor.is Mislingar eru einhver mest smitandi veirusjúkdómur sem til er, en veiran sem veldur sjúkdómnum nefnist morbilli. Mislingar eru óþægilegasti barnasjúkdómurinn og sá hættulegasti af þeim sem valda útbrotum, þar sem sjúkdómurinn getur haft alvarlega fylgikvilla. Mislingar eru þó sem betur fer í raun ekki lengur til hér á landi þar sem ungbörn hafa verið bólusett gegn þeim í allmörg ár. Mislingar smitast með úðasmiti í lofti og því getur smit borist á milli herbergja jafnvel þótt sá smitaði sé hafður í einangrun. Allir sem ekki hafa áður fengið mislinga eiga á hættu að smitast, að undanskildum börnum yngri en fjögurra mánaða því þau njóta verndar efna sem þau fá með móðurmjólkinni (að því gefnu að móðirin hafi fengið mislinga). Sá sem fær mislinga getur byrjað að smitað aðra átta dögum eftir smit og áður en veikin brýst út. Hann getur smitað þangað til útbrotin hverfa eða í það minnsta fimm daga eftir að þau birtast. Smit getur ekki borist með dauðum hlutum né fólki sem ekki er móttækilegt fyrir smiti.Besta vörnin gegn útbreiðslu mislinga er talin vera bólusetning ungbarna.vísir/vilhelmMeðgöngutími mislinga, það er tíminn frá því einstaklingur smitast og þar til hann veikist, getur verið mislangur en algengt er að hann sé ein til tvær vikur. Eftir tæpar tvær vikur birtast fyrstu einkennin sem eru: -Hiti, hækkar upp í 39°C -Nefrennsli -Hósti -Roði í augum -Viðkvæmni fyrir ljósi -Stór og aum þykkildi á hálsi eru algeng, svo og eymsli í koki -Einnig geta myndast gráir blettir á stærð við sandkorn í slímhimnu á innanverðum neðri vörum gegnt augntönnum, svonefndar mislingadröfnur, sem eru undanfari útbrotanna sem á eftir fylgja. Eftir þrjá til fjóra daga er ekki ólíklegt að hitinn lækki um stund en hann hækkar þó fljótlega aftur og þá koma útbrotin fram. Viku síðar er barnið orðið hitalaust á ný. Ráðlegt er að halda börnum með mislinga heima og ekki senda þau í skóla fyrr en þau eru orðin hitalaus.Mislingar valda ónæmi, sem stendur ævina á enda.vísir/gettyMislingar valda ónæmi, sem stendur ævina á enda. Því geta menn aðeins fengið mislinga einu sinni á ævinni. Nú orðið stendur börnum til boða fjölónæmisbólusetning við átján mánaða og níu ára aldur, en í henni er meðal annars bóluefni gegn mislingum. Best er að mislingasmitað barn sé rúmliggjandi í svölu herbergi þar sem lýsing er hófleg. Verði barnið veikara eða ef hitinn helst hár er rétt að kalla sem fyrst á lækni. Eingöngu má gefa hóstamixtúru eða hitastillandi lyf samkvæmt læknisráði. Mikilvægt er að tryggja að mislingarnir leiði ekki til fylgikvilla á borð við lungnabólgu, eyrnabólgu í miðeyra eða sýkingar í taugakerfi, sem er til allrar hamingju sjaldgæf og telst til undantekninga. Konur sem hyggja á barneignir ættu að ganga úr skugga um hvort þær hafi fengið mislinga. Mislingar á meðgöngu geta valdið fóstursýkingu og jafnvel fósturláti þegar verst lætur. Séu konur í vafa geta þær leitað læknis og látið bólusetja sig en það má ekki gera eftir að kona er orðin þunguð.Sjá nánar á Doktor.is.
Tengdar fréttir Bólusetningar að lögum: Undirskriftarsöfnun hafin Um 900 manns hafa ritað nafn sitt á lista þar sem skorað er á stjórnvöld að gera bólusetningar að lagalegri skyldu. 25. febrúar 2015 11:28 Kíghósti viðvarandi vandamál: Yfir sextíu tilfelli á síðustu þremur árum Kíghóstabólusetning ekki nógu góð segir yfirlæknir sóttvarna hjá Landlækni. 26. febrúar 2015 12:52 Mislingafaraldur í Þýskaland: Eins árs barn lést Mislingafaraldurinn sem nú geisar í Berlín er sá versti í fjórtán ár. 23. febrúar 2015 15:10 Getur ekki bólusett barnið sitt og leggur traust sitt á aðra foreldra Haukur Arnar Óskarsson er tveggja ára, með óþol fyrir einstaka bóluefnum. Móðir hans segir tilhugsunina um að barnið gæti fengið skæða sjúkdóma erfiða. 25. febrúar 2015 15:07 Ekki nógu mörg fjögurra ára börn mæta í bólusetningu Eitt af hverjum fimm fjögurra ára börnum á Suðurlandi voru ekki endurbólusett árið 2013. 25. febrúar 2015 10:57 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Sjá meira
Bólusetningar að lögum: Undirskriftarsöfnun hafin Um 900 manns hafa ritað nafn sitt á lista þar sem skorað er á stjórnvöld að gera bólusetningar að lagalegri skyldu. 25. febrúar 2015 11:28
Kíghósti viðvarandi vandamál: Yfir sextíu tilfelli á síðustu þremur árum Kíghóstabólusetning ekki nógu góð segir yfirlæknir sóttvarna hjá Landlækni. 26. febrúar 2015 12:52
Mislingafaraldur í Þýskaland: Eins árs barn lést Mislingafaraldurinn sem nú geisar í Berlín er sá versti í fjórtán ár. 23. febrúar 2015 15:10
Getur ekki bólusett barnið sitt og leggur traust sitt á aðra foreldra Haukur Arnar Óskarsson er tveggja ára, með óþol fyrir einstaka bóluefnum. Móðir hans segir tilhugsunina um að barnið gæti fengið skæða sjúkdóma erfiða. 25. febrúar 2015 15:07
Ekki nógu mörg fjögurra ára börn mæta í bólusetningu Eitt af hverjum fimm fjögurra ára börnum á Suðurlandi voru ekki endurbólusett árið 2013. 25. febrúar 2015 10:57