Uppskriftin er afar einföld. Byrjið á því að útbúa meðlætið og í lokin er orly deigið útbúið og fiskurinn djúpsteiktur. Þið getið notað hvaða fisk sem þið viljið í þennan rétt, prófið ykkur endilega áfram.
Bragðmikil Chipotle sósa
150 ml sýrður rjómi
3 msk majónes
2 hvítlauksrif
½ tsk paprikukrydd
salt og nýmalaður
2 – 3 msk Chipotle salsa (magnið fer eftir smekk)
1 msk sítrónusafi
Aðferð:
Setjið allt í matvinnsluvél eða maukið með töfrasprota. Kælið í að minnsta kosti 30 mínútur áður en þið berið hana fram.
Mangósalsa
1 mangó
3 tómatar
½ rauð paprika
1/2 rauðlaukur
handfylli kóríander
jalepenos, magn eftir smekk
salt og nýmalaður pipar
smá ólífuolía
safinn úr 1 límónu
Aðferð:
Skerið allt hráefnið mjög smátt, blandið öllu saman í skál og bætið vökvanum við. Kryddið til með salti og pipar. Kælið í smástund áður en þið berið fram með fiskinum
Djúpsteiktur fiskur
200 ml hveiti
200 ml bjór
salt og nýmalaður pipar
500 g ýsa, skorin í bita
Aðferð:
Hrærið saman hveiti, bjór, salti og pipar í skál. Skerið fiskinn í bita og dýfið ofan í deigið. Hitið olíu í stórum potti, athugið að nota olíu sem þolir djúpsteikingu. Þið getið athugað hvort olían sé tilbúin með því að setja smávegis af deiginu út í og ef deigið flýtur upp er hún tilbúin. Setjið nokkra bita ofan í pottinn og djúpsteikið í nokkrar mínútur, gott er að snúa bitunum við að minnsta kosti einu sinni. Þegar fiskurinn er orðinn gullinbrúnn er hann tilbúinn og veiddur upp úr pottinum, setjið á eldhúspappír og kryddið til með salti og pipar. Berið fiskinn fram með tortilla kökum, Chipotle sósu og mangó salsa.