Lokaþáttur af sjónvarpsþáttaseríu Evu Laufeyjar Kjaran, Matargleði Evu, fór í loftið á Stöð 2 nú á dögunum. Í þáttunum var farið um víðan völl og eldaður girnilegur matur fyrir öll tækifæri.
Í þættinum grillaði hún humar með hvítlaukschillismjöri , lambaspjót í tortillavefju með salsa og kóríander sósu og að sjálfsögðu var eftirrétturinn á sínum stað en hún grillaði ananas, sem borinn fram með karamellusósu og vanilluís.
Hér að ofan má sjá lokaþáttinn í heild sinni.
Í fréttinni hér fyrir neðan má sjá uppskriftir Evu úr þættinum.
Lokaþáttur Evu Laufeyjar í heild sinni: Grillaði humar, lamb og ananas
Tengdar fréttir

Brakandi ferskt humarsalat
Grillaður humar með hvítlaukssósu á fersku salatbeði og grillaður ananas í eftirrétt með freyðandi piña colada-kokteil