Innlent

Breyttar brautir kosta álíka og nýr flugvöllur

Kristján Már Unnarsson skrifar
Sáttaleið sem margir höfðu talið líklega í flugvallarmálinu, að breyta legu flugbrauta í Reykjavík, er nánast slegin af í skýrslu Rögnunefndar vegna kostnaðar.
 
Hugmyndin gengur út á það að reyna að sameina þau sjónarmið að fá sem landrými undir íbúðabyggð en halda samt notagildi hans. Ómar Ragnarsson er meðal þeirra sem mælt hafa með þessari lausn en til þess þyrfti að láta flugvöllinn að hluta víkja út í Skerjafjörð og breyta legu flugbrauta. 
 

Í skýrslu Rögnunefndar eru sýndar fjórar tillögur um þetta; sú fyrsta að stytta norður-suðurbrautina en lengja austur-vestur brautina vestur yfir Suðurgötu og út í sjó. Önnur að austur-vestur brautin verðu lögð í sjó sunnan við sunnan við byggðina í Skerjafirði en norður-suður brautin stytt á móti, þriðja er að norður-suður brautin verði færð vestur undir byggðina í Skerjafirði og að hluta út í fjörðinn. Austur-vestur brautin yrði öll á uppfyllingu. Loks er það tillagan sem Ómari lýst best á, austur-vestur brautin lengd vestur yfir Suðurgötu og út í sjó og norður-suður braut hliðrað og lögð að hluta út í fjörðinn. 
 

Samkvæmt kostnaðarmati kostar breyttur Reykjavíkurflugvöllur litlu minna, svipað eða jafnvel meira en nýr flugvöllur, eftir því hvaða útfærsla yrði valin. Rögnunefnd reiknast til að breytingar á flugbrautum kosti frá ellefu til átján milljörðum króna en bætir síðan við kostnaði við nýjar flugvallarbyggingar upp á sjö til tíu milljarða króna.
 

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og fulltrúi í Rögnunefnd sagði í fréttum Stöðvar 2 að þetta væri býsna afgerandi. Miðað við þetta væri miklu betri kostur að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×