Innlent

Stolið úr Keflavíkurkirkju

Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar
Þjófur lét greipar sópa um Keflavíkurkirkju.
Þjófur lét greipar sópa um Keflavíkurkirkju. Fréttablaðið/Rósa
Lögreglumál Þjófnaður úr Keflavíkurkirkju var nýverið tilkynntur til lögreglunnar á Suðurnesjum.

Þaðan var saknað fartölvu og skjávarpa sem höfðu verið geymd á skrifstofu í kirkjubyggingunni. Þarna höfðu óprúttnir aðilar verið á ferð og látið greipar sópa. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið.

Þetta er í annað sinn í mánuðinum sem þjófar láta greipar sópa í kirkju en kirkjugestir í Áskirkju urðu fyrir barðinu á þjófi í miðri útför nýverið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×