Innlent

Fjórir fluttir á slysadeild eftir árekstur

Birgir Olgeirsson skrifar
Sjúkrabíll kom á vettvang slyssins ásamt lögreglu.
Sjúkrabíll kom á vettvang slyssins ásamt lögreglu. Vísir/Pjetur
Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á mótum Lönguhlíðar og Miklubrautar laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Engin mun þó vera alvarlega slasaður. Eru tildrög slyssins til rannsóknar.

Hins vegar sluppu allir ómeiddir úr hörðum árekstri þriggja bíla á Borgarbraut við Skarðshlíð á Akureyri um svipað leyti í gærkvöldi. Mikil hálka var þar á vettvangi og má rekja óhappið til hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×