Innlent

Rammaáætlun enn á dagskrá þingsins: Áttundi dagur umræðna

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Tekist verður á um breytingar á rammaáætlun í dag á Alþingi – eins og síðustu daga.
Tekist verður á um breytingar á rammaáætlun í dag á Alþingi – eins og síðustu daga. Vísir/Stefán
Umræður um breytingar á rammaáætlun halda áfram á þingi í dag. Er þetta áttundi dagurinn sem málið er til umræðu á Alþingi en lítið hefur þokast í átt að niðurstöðu. Sextán eru enn á mælendaskrá, samkvæmt vef þingsins, þar af eru fjórir stjórnarliðar.

Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir því að málið verði tekið af dagskrá til að rýma fyrir öðrum mikilvægari málum. Stærstur tími umræðunnar fer í að ræða um fundarstjórn forseta en ekki sjálft frumvarpið. Þingmenn meirihlutans hafa gagnrýnt stjórnarandstöðuna fyrir málþóf.

Þingfundur hefst klukkan eitt í dag á óundirbúnum fyrirspurnatíma en að honum loknum stendur til að ræða rammaáætlun. Tvo önnur mál eru á dagskránni; raforkulög og stefna stjórnvalda um lagningu raflína. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×