Skúli Alexandersson látinn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. maí 2015 13:26 Skúli Alexandersson mynd/vefur alþingis Skúli Alexandersson, fyrrverandi alþingismaður, lést á Landspítalanum í Reykjavík síðastliðinn laugardag af völdum hjartaáfalls. Hann var 88 ára að aldri. Skúli var fæddur í Kjós, inn af Djúpuvík í Reykjarfirði á Ströndum, 9. sept. 1926. Foreldrar hans voru Alexander Árnason, bóndi þar, og kona hans, Sveinsína Ágústsdóttir húsfreyja. Hann lauk héraðsskólaprófi í Reykjanesi árið 1942, prófi frá Samvinnuskólanum árið 1950 og námi í framhaldsdeild Samvinnuskólans 1951. Var Skúli síðan veturinn eftir verslunarmaður hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki en féllst þá á fyrir bænastað vinar síns að koma á Hellissand og vinna þar tímabundið í Kaupfélaginu. Varð það upphaf að meira en 60 ára búsetu hans á Hellissandi, eða allt til þess að hann fluttist á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrr á þessu ári. Við Kaupfélagið á Sandi starfaði Skúli til ársins 1955, rak útgerð frá 1954–1969 og var framkvæmdastjóri Jökuls hf. á Hellissandi frá árinu 1961, allt þar til því félagi var slitið um þremur áratugum síðar. Skúli Alexandersson varð þegar á ungum aldri róttækur í skoðunum og skipaði sér í sveit með sósíalistum og síðar Alþýðubandalaginu. Hann var oddviti Neshrepps utan Ennis 1954–1966, 1970–1974 og 1978–1981. Skúli var skipaður í stjórn landshafnar í Rifi, flugráð og stjórn Sementsverksmiðjunnar, svo fátt eitt sé talið af opinberum störfum hans. Þá kom hann enn fremur að undirbúningi að stofnun þjóðgarðs undir Jökli. Skúli Alexandersson varð varaþingmaður Alþýðubandalagsins í Vesturlandskjördæmi við kosningarnar 1971 og sat alloft á þingi sem slíkur, allt þar til hann var kosinn alþingismaður í vetrarkosningunum 1979. Sat hann þá samfellt til ársins 1991; sat á 19 löggjafarþingum alls. Í þingstörfum kom Skúli víða við en mest sinnti hann málefnum sjávarútvegs og samgöngumálum. Hafði hann mikla þekkingu á sjávarútvegi, enda sprottinn úr þannig jarðvegi og útgerð og vinnsla helsta viðfangsefni hans á Hellissandi. Alþingi Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira
Skúli Alexandersson, fyrrverandi alþingismaður, lést á Landspítalanum í Reykjavík síðastliðinn laugardag af völdum hjartaáfalls. Hann var 88 ára að aldri. Skúli var fæddur í Kjós, inn af Djúpuvík í Reykjarfirði á Ströndum, 9. sept. 1926. Foreldrar hans voru Alexander Árnason, bóndi þar, og kona hans, Sveinsína Ágústsdóttir húsfreyja. Hann lauk héraðsskólaprófi í Reykjanesi árið 1942, prófi frá Samvinnuskólanum árið 1950 og námi í framhaldsdeild Samvinnuskólans 1951. Var Skúli síðan veturinn eftir verslunarmaður hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki en féllst þá á fyrir bænastað vinar síns að koma á Hellissand og vinna þar tímabundið í Kaupfélaginu. Varð það upphaf að meira en 60 ára búsetu hans á Hellissandi, eða allt til þess að hann fluttist á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrr á þessu ári. Við Kaupfélagið á Sandi starfaði Skúli til ársins 1955, rak útgerð frá 1954–1969 og var framkvæmdastjóri Jökuls hf. á Hellissandi frá árinu 1961, allt þar til því félagi var slitið um þremur áratugum síðar. Skúli Alexandersson varð þegar á ungum aldri róttækur í skoðunum og skipaði sér í sveit með sósíalistum og síðar Alþýðubandalaginu. Hann var oddviti Neshrepps utan Ennis 1954–1966, 1970–1974 og 1978–1981. Skúli var skipaður í stjórn landshafnar í Rifi, flugráð og stjórn Sementsverksmiðjunnar, svo fátt eitt sé talið af opinberum störfum hans. Þá kom hann enn fremur að undirbúningi að stofnun þjóðgarðs undir Jökli. Skúli Alexandersson varð varaþingmaður Alþýðubandalagsins í Vesturlandskjördæmi við kosningarnar 1971 og sat alloft á þingi sem slíkur, allt þar til hann var kosinn alþingismaður í vetrarkosningunum 1979. Sat hann þá samfellt til ársins 1991; sat á 19 löggjafarþingum alls. Í þingstörfum kom Skúli víða við en mest sinnti hann málefnum sjávarútvegs og samgöngumálum. Hafði hann mikla þekkingu á sjávarútvegi, enda sprottinn úr þannig jarðvegi og útgerð og vinnsla helsta viðfangsefni hans á Hellissandi.
Alþingi Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira