Virkjanamálin enn í óvissu Heimir Már Pétursson skrifar 26. maí 2015 13:24 Meirihluti atvinnuveganefndar vill gefa Landsvirkjun svör sem duga fyrirtækinu til að ljúka samingum um stóriðju á Grundartanga og í Helguvík. vísir/vilhelm Ekkert samkomulag liggur fyrir um breytingar á virkjanatillögu meirihluta atvinnuveganefndar eftir aukafund nefndarinnar í morgun. Þá liggur ekki fyrir með hvaða hætti þingstörf verða næstu vikurnar eftir að ákveðið var að framlengja þingstörfin. Atvinnuveganefnd koma saman til aukafundar klukkan hálf níu í morgun til að ræða tillögu meirihluta nefndarinnar um þrjá nýja virkjanakosti. Virkjanakostirnir höfðu áður verið fjórir en meirhlutinn gerði samkomulag umhverfisráðherra um að taka Hagavatnsvirkjun út. Verkefnisstjórn rammaáætlunar sat fyrir svörum hjá nefndinni í morgun ásamt fulltrúum Landsvirkjunar og embættismönnum úr umhverfisráðuneytinu. Samkomulag varð á föstudag um þennan fund að tillögu Kristjáns L. Möller fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar segir þennan fund hafa undirstrikað mikilvægi málsins. „Við höfum t.d. farið yfir það með fulltrúum Landsvirkjunar hversu mikilvægt er fyrir þá að fá sýn á það hverju þeir geti svarað þeim fyrirtækjum sem hér vilja hefja starfsemi. Vilja hefja hér uppbyggingu bæði uppi á Grundartanga og í Helguvík,“ segir Jón. Ekki sé við núverandi aðstæður hægt að ljúka þjóðahagslega mikilvægum samningum við þessi fyrirtæki. Þá hafi verið farið yfir málin með formanni verkefnastjórnar rammaáætlunar. „Þá er ekki hægt að skilja það öðruvísi af þeim viðræðum öðruvísi en þótt virkjanakostir í virkjanakostir í neðri Þjórsá verði færðir í nýtingarflokk uppfylli það að öllu leyti málsmeðferð samkvæmt gildandi lögum. Þótt hann (formaður verkefnastjórnar) telji að virkjanakostur í Skrokköldu sé á heldur grárra svæði,“ segir Jón. Þingstörfum átti að ljúka næst komandi föstudag samkvæmt starfsáætlun þingsins en fyrir helgi tilkynnti Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis að starfsáætlunin gilti ekki lengur. Klukkan tólf á hádegi hófst fundur með þingflokksformönnum og klukkan hálf eitt er fyrirhugaður fundur í forsætisnefnd áður en þingfundur hefst klukkan eitt. Að loknum minningarorðum um Skúla Alexandersson fyrrverandi þingmann, á þingfundur að hefjast á óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra og að þeim loknum koma virkjanamálin aftur til umræðu, áttunda daginn í röð. Ekkert samkomulag um þinglega meðferð málsins liggur fyrir eftir fundinn í atvinnuveganefnd. „Afstaða meirihlutans er alveg skýr. Við viljum gefa orkufyrirtækjunum , í þessu tilviki Landsvirkjun, þau svör að þau geti lokið þeim samningum og þeim viðræðum sem þau eru í um þessi mikilvægu verkefni,“ segir Jón. Hins vegar sé erfitt að átta sig á afstöðu minnihlutans. Hún bjóði ekki upp á neina samninga; eingöngu að tillaga meirhlutans í heild verði dregin til baka. „Málsmeðferðin af hálfu stjórnarminnihlutans hér hefur auðvitað að mínu mati verið til háborinnar skammar hvernig hefur verið á því haldið. Ég hef ekki upplifað annað eins rugl eins og hefur átt sér stað hér í þinginu. Sérstaklega þegar leið á síðustu viku,“ segir Jón Gunnarsson. Alþingi Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Ekkert samkomulag liggur fyrir um breytingar á virkjanatillögu meirihluta atvinnuveganefndar eftir aukafund nefndarinnar í morgun. Þá liggur ekki fyrir með hvaða hætti þingstörf verða næstu vikurnar eftir að ákveðið var að framlengja þingstörfin. Atvinnuveganefnd koma saman til aukafundar klukkan hálf níu í morgun til að ræða tillögu meirihluta nefndarinnar um þrjá nýja virkjanakosti. Virkjanakostirnir höfðu áður verið fjórir en meirhlutinn gerði samkomulag umhverfisráðherra um að taka Hagavatnsvirkjun út. Verkefnisstjórn rammaáætlunar sat fyrir svörum hjá nefndinni í morgun ásamt fulltrúum Landsvirkjunar og embættismönnum úr umhverfisráðuneytinu. Samkomulag varð á föstudag um þennan fund að tillögu Kristjáns L. Möller fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar segir þennan fund hafa undirstrikað mikilvægi málsins. „Við höfum t.d. farið yfir það með fulltrúum Landsvirkjunar hversu mikilvægt er fyrir þá að fá sýn á það hverju þeir geti svarað þeim fyrirtækjum sem hér vilja hefja starfsemi. Vilja hefja hér uppbyggingu bæði uppi á Grundartanga og í Helguvík,“ segir Jón. Ekki sé við núverandi aðstæður hægt að ljúka þjóðahagslega mikilvægum samningum við þessi fyrirtæki. Þá hafi verið farið yfir málin með formanni verkefnastjórnar rammaáætlunar. „Þá er ekki hægt að skilja það öðruvísi af þeim viðræðum öðruvísi en þótt virkjanakostir í virkjanakostir í neðri Þjórsá verði færðir í nýtingarflokk uppfylli það að öllu leyti málsmeðferð samkvæmt gildandi lögum. Þótt hann (formaður verkefnastjórnar) telji að virkjanakostur í Skrokköldu sé á heldur grárra svæði,“ segir Jón. Þingstörfum átti að ljúka næst komandi föstudag samkvæmt starfsáætlun þingsins en fyrir helgi tilkynnti Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis að starfsáætlunin gilti ekki lengur. Klukkan tólf á hádegi hófst fundur með þingflokksformönnum og klukkan hálf eitt er fyrirhugaður fundur í forsætisnefnd áður en þingfundur hefst klukkan eitt. Að loknum minningarorðum um Skúla Alexandersson fyrrverandi þingmann, á þingfundur að hefjast á óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra og að þeim loknum koma virkjanamálin aftur til umræðu, áttunda daginn í röð. Ekkert samkomulag um þinglega meðferð málsins liggur fyrir eftir fundinn í atvinnuveganefnd. „Afstaða meirihlutans er alveg skýr. Við viljum gefa orkufyrirtækjunum , í þessu tilviki Landsvirkjun, þau svör að þau geti lokið þeim samningum og þeim viðræðum sem þau eru í um þessi mikilvægu verkefni,“ segir Jón. Hins vegar sé erfitt að átta sig á afstöðu minnihlutans. Hún bjóði ekki upp á neina samninga; eingöngu að tillaga meirhlutans í heild verði dregin til baka. „Málsmeðferðin af hálfu stjórnarminnihlutans hér hefur auðvitað að mínu mati verið til háborinnar skammar hvernig hefur verið á því haldið. Ég hef ekki upplifað annað eins rugl eins og hefur átt sér stað hér í þinginu. Sérstaklega þegar leið á síðustu viku,“ segir Jón Gunnarsson.
Alþingi Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira