Innlent

Tvöfalt fleiri fylgjandi lögleiðingu en fyrir fjórum árum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Á annað hundrað manns söfnuðust saman á Austurvelli þann 20. apríl í tilefni 4/20 dagsins.
Á annað hundrað manns söfnuðust saman á Austurvelli þann 20. apríl í tilefni 4/20 dagsins. Vísir
24,3% þjóðarinnar eru fylgjandi því að neysla kannabisefna verði gerð lögleg á Íslandi. Fyrir fjórum árum var hlutfallið 12,7%. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR.

Karlar voru frekar hlynntir því að neysla kannabisefna yrði gerð lögleg á Íslandi en konur. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 31,4% karla vera fylgjandi lögleiðingu á neyslu kannabisefna, borið saman við 16,5% kvenna.

Stuðningur við lögleiðingu á neyslu kannabisefna fór minnkandi með hærri aldri. Þannig sögðust 42,6% þeirra sem tilheyrðu yngsta aldurshópnum (18-29 ára) vera fylgjandi lögleiðingu á neyslu kannabisefna, borið saman við 22,6% þeirra sem tilheyrðu aldurshópnum 30-49 ára, 14,6% þeirra sem tilheyrðu aldurshópnum 50-67 ára og 3,0% þeirra sem tilheyrðu elsta aldurshópnum (68 ára og eldri).

Smella má á grafið til að sjá það stærra.Graf/MMR
Tekjulægri frekar fylgjandi

Þeir sem höfðu lægri heimilistekjur voru líklegri til að vera fylgjandi lögleiðingu á neyslu kannabisefna en þeir sem höfðu hærri heimilistekjur. Þannig sögðust 44,3% þeirra sem tilheyrðu lægsta tekjuhópnum (heimilistekjur undir 250 þúsund krónur á mánuði) vera fylgjandi lögleiðingu á neyslu kannbisefna, borið saman við 23,6% þeirra sem tilheyrðu hæsta tekjuhópnum (heimilistekjur yfir milljón á mánuði).

Þeir sem ekki sögðust styðja ríkisstjórnina voru líklegri til að vera fylgjndi lögleiðingu á neyslu kannabisefna en þeir sem sögðust styðja ríkisstjórnina. Þannig sögðust 28,0% þeirra sem ekki studdu ríkisstjórnina vera fylgjandi lögleiðingu á neyslu kannabisefna á Íslandi, borið saman við 12,9% þeirra sem studdu ríkisstjórnina.

Þeir sem sögðust styðja Pírata voru líklegri en þeir sem studdu aðra flokka til að vera fylgjandi lögleiðingu á neyslu kannabisefna á Íslandi. Af þeim sem tóku afstöðu og sögðust styðja Pírata voru 46,2% fylgjandi því að lögleiða Kannabisefni, borið saman við 11,2% þeirra sem studdu Vinstri-græn.

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR

Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR

Svarfjöldi: 1001 einstaklingar 

Dagsetning framkvæmdar: 16. til 21. apríl 2015

Eldri kannanir sama efnis:

2011 nóvember: MMR könnun: Afstaða til lögleiðingar á neyslu kannabisefna á Íslandi

2010 nóvember: MMR könnun: Afstaða til lögleiðingar á neyslu kannabisefna á Íslandi


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×