Garðabær ætlar að byggja íþróttahöll Ingvar Haraldsson skrifar 13. júní 2015 07:00 Til greina kemur að íþróttahúsið verði í Vetrarmýri við Vífilsstaðarveg, milli Reykjanesbrautar og golfvalla GKG. vísir/GVa Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við fjölnota íþróttahús í Garðabæ á kjörtímabilinu sem lýkur árið 2018. Ekki er búið að taka ákvörðun um staðsetningu eða stærð byggingarinnar. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir skiptar skoðanir á meðal bæjarbúa um hvar húsið eigi að rísa. Valið standi helst milli Vetrarmýrar við Vífilsstaðarveg milli Reykjanesbrautar og golfvalla Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar og Ásgarðssvæðisins milli Stjörnuvallar og Flataskóla. Aðalsstjórn Stjörnunnar hefur lagt mikla áherslu á að húsið rísi á Ásgarðssvæðinu. „Við viljum hafa þetta í Ásgarði. Þá nýtist þetta best fyrir starfsemi félagsins í heild sinni. Þá geta allar deildir fengið að njóta hússins,“ segir Sigurður Bjarnason, formaður aðalstjórnar Stjörnunnar. Hann segir að í áætlunum þeirra sé gert ráð fyrir að húsið verði bæði tengt Sundlaug Garðabæjar og félagsheimili Stjörnunnar svo húsið nýtist bæjarbúum sem best. Það sem helst hefur verið talið því til fyrirstöðu að íþróttahúsið rísi í Ásgarði er plássleysi á svæðinu. Sigurður segir að það ætti ekki að vera vandamál. „Það er búið að hanna líkan af svæðinu með húsinu á þar sem þetta fellur algjörlega inn í þau mannvirki sem eru á svæðinu,“ segir Sigurður.Gunnar Einarsson Þar sem ekki er búið að ákveða endanlega stærð hússins og staðsetningu liggur endanleg kostnaðaráætlun ekki fyrir. Miðað við kostnaðargreiningu sem lögð var fyrir bæjarráð þann 19. maí má gera ráð fyrir að kostnaður við byggingu hússins geti hlaupið á bilinu 650 milljónir til 1.850 milljóna króna eftir því hve stórt hús verður byggt. Þá er búist við að kostnaður við rekstur hússins geti verið ríflega 200 milljónir króna á ári. Gunnar segir að gert sé ráð fyrir að gervigrasvöllur verði í húsinu sem og aðstaða fyrir aðrar boltaíþróttir. Þá verði hægt að nýta húsið undir leikfimitíma grunnskóla bæjarins. Einnig er til skoðunar að hafa frjálsíþróttaaðstöðu í húsinu. Gunnar segir jafnframt að horft sé til þess að eldri borgarar hafi tækifæri til íþróttariðkunar í húsinu. „Við höfum notað þetta ár sem liðið er frá kosningum til að safna upplýsingum um stærðir og staðsetningu,“ segir Gunnar, enda sé að mörgu að huga áður en endanleg ákvörðun verði tekin. Ekki liggur fyrir hvenær sú ákvörðun verður tekin. Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við fjölnota íþróttahús í Garðabæ á kjörtímabilinu sem lýkur árið 2018. Ekki er búið að taka ákvörðun um staðsetningu eða stærð byggingarinnar. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir skiptar skoðanir á meðal bæjarbúa um hvar húsið eigi að rísa. Valið standi helst milli Vetrarmýrar við Vífilsstaðarveg milli Reykjanesbrautar og golfvalla Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar og Ásgarðssvæðisins milli Stjörnuvallar og Flataskóla. Aðalsstjórn Stjörnunnar hefur lagt mikla áherslu á að húsið rísi á Ásgarðssvæðinu. „Við viljum hafa þetta í Ásgarði. Þá nýtist þetta best fyrir starfsemi félagsins í heild sinni. Þá geta allar deildir fengið að njóta hússins,“ segir Sigurður Bjarnason, formaður aðalstjórnar Stjörnunnar. Hann segir að í áætlunum þeirra sé gert ráð fyrir að húsið verði bæði tengt Sundlaug Garðabæjar og félagsheimili Stjörnunnar svo húsið nýtist bæjarbúum sem best. Það sem helst hefur verið talið því til fyrirstöðu að íþróttahúsið rísi í Ásgarði er plássleysi á svæðinu. Sigurður segir að það ætti ekki að vera vandamál. „Það er búið að hanna líkan af svæðinu með húsinu á þar sem þetta fellur algjörlega inn í þau mannvirki sem eru á svæðinu,“ segir Sigurður.Gunnar Einarsson Þar sem ekki er búið að ákveða endanlega stærð hússins og staðsetningu liggur endanleg kostnaðaráætlun ekki fyrir. Miðað við kostnaðargreiningu sem lögð var fyrir bæjarráð þann 19. maí má gera ráð fyrir að kostnaður við byggingu hússins geti hlaupið á bilinu 650 milljónir til 1.850 milljóna króna eftir því hve stórt hús verður byggt. Þá er búist við að kostnaður við rekstur hússins geti verið ríflega 200 milljónir króna á ári. Gunnar segir að gert sé ráð fyrir að gervigrasvöllur verði í húsinu sem og aðstaða fyrir aðrar boltaíþróttir. Þá verði hægt að nýta húsið undir leikfimitíma grunnskóla bæjarins. Einnig er til skoðunar að hafa frjálsíþróttaaðstöðu í húsinu. Gunnar segir jafnframt að horft sé til þess að eldri borgarar hafi tækifæri til íþróttariðkunar í húsinu. „Við höfum notað þetta ár sem liðið er frá kosningum til að safna upplýsingum um stærðir og staðsetningu,“ segir Gunnar, enda sé að mörgu að huga áður en endanleg ákvörðun verði tekin. Ekki liggur fyrir hvenær sú ákvörðun verður tekin.
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira