Innlent

Frjósemi stendur í stað milli ára

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Árið 2014 var frjósemi íslenskra kvenna 1,93 börn yfir ævina.
Árið 2014 var frjósemi íslenskra kvenna 1,93 börn yfir ævina.
Árið 2014 fæddust 4.375 börn á Íslandi, sem er svipaður fjöldi og á árinu 2013 þegar 4.326 börn fæddust. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Það komu 2.233 drengir og 2.142 stúlkur í heiminn árið 2014, sem jafngildir 1.042 drengjum á móti hverjum 1.000 stúlkum.

Árið 2014 var frjósemi íslenskra kvenna 1,93 börn á ævi hverrar konu, eða sú sama og árið 2013, en þá hafði hún farið undir tvö börn í fyrsta sinn frá 2003.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×