Innlent

Alvarlegt umferðarslys á Snæfellsnesi: Þyrla LHG kölluð út

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á þriðja tímanum í dag eftir að bíll valt rétt vestan við Hellnar á Snæfellsnesi. Tveir voru á leið suður, feðgar samkvæmt Skessuhorni, og hlaut annar þeirra talsverða höfuðáverka. Vegurinn verður því lokaður næstu klukkustundir á meðan rannsókn standur yfir.

Þá varð árekstur á Kömbunum um klukkan hálf fjögur í dag. Tveir bílar, fólksbíll og vörubíll, skullu saman en engan sakaði alvarlega að sögn lögreglunnar á Suðurlandi. Ökumennirnir hafa verið fluttir til aðhlynningar á heilbrigðisstofnun Suðurlands og hafa bílarnir verið dregnir af vettvangi.

Töluverður umferðarþungi var í Kömbunum.

Umferðarslys (bílvelta) átti sér stað rétt vestan við Hellnar á Snæfellsnesi. Tveir á leið suður með þyrlu Landhelgisgæ...

Posted by Lögreglan Vesturlandi on 13. júní 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×