Meirihluti landsmanna andvígur bjór og léttvíni í matvöruverslunum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 16. mars 2015 07:00 Stjórnmál Meirihluti landsmanna er á móti sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Alls voru 55 prósent þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar á móti því að leyfa bjór og léttvín í matvöruverslunum og 45 prósent voru því hlynnt. Karlar eru líklegri en konur til að vilja leyfa bjór og léttvín í matvöruverslunum en jafnt hlutfall karla er því hlynnt og andvígt. Konur eru meira efins þegar kemur að því að leyfa bjór og léttvín en 39 prósent þeirra eru því hlynntar en 61 prósent andvígar. Yngri kynslóðin er hlynntari málinu. 56 prósent einstaklinga á aldursbilinu 18 til 49 ára eru því hlynnt en 44 prósent andvíg. Alls eru 32 prósent þeirra sem eru 50 ára og eldri málinu hlynnt en 68 prósent því andvíg. Einnig er munur á milli landshluta en meirihluti svarenda í öllum kjördæmum eru andvígir því að leyfa bjór og léttvín í verslunum að Norðvesturkjördæmi undanskildu. Töluverður munur er á afstöðu kjósenda stjórnarflokkanna en kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru hlynntastir því að leyfa bjór og léttvín í matvöruverslunum. Þá er 61 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins hlynnt málinu en 39 prósent andvíg. Stuðningsmenn Framsóknarflokksins eru heldur mótfallnari, en 30 prósent þeirra eru fylgjandi og 70 prósent andvíg. Ekki er heldur samstaða um málið meðal kjósenda stjórnarandstöðuflokkanna. Kjósendur Vinstri grænna eru andvígastir því að leyfa bjór og léttvín í matvöruverslunum en 25 prósent þeirra eru því hlynnt og 75 prósent andvíg. Alls eru 30 prósent kjósenda Samfylkingarinnar hlynnt málinu og 70 prósent andvíg. Meðal kjósenda Bjartrar framtíðar er hnífjafn stuðningur og andstaða við málið og á meðal kjósenda Pírata eru 54 prósent hlynnt og 46 prósent andvíg.Áfengisfrumvarpið á enn eftir að komast á dagskrá þingsinsFréttablaðið/PjeturVilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og aðalflutningsmaður frumvarps um að gefa áfengisverslun frjálsa, segir að niðurstöðurnar komi sér ekki á óvart. „Þetta er auðvitað grundvallarbreyting sem mun alltaf verða umdeild. Umræðurnar á þinginu eru ekki fullkláraðar og ekki hafa allar staðreyndir málsins komið fram,“ segir Vilhjálmur. „Þetta er í raun jákvæðari niðurstaða en áður og það er eðlilegt að hún þróist í þá átt,“ segir hann.Vilhjálmur er að berjast fyrir því að áfengisfrumvarpið fái brautargengi á næstunni en hann mun reyna að koma því að um leið og pláss opnast í dagskrá þingsins. Þá er hann að þrýsta á að fá hagfræðilega úttekt á frumvarpinu til að varpa ljósi á efnahagslegar afleiðingar þess. „Ef að við fáum hagfræðilega úttekt í hús er hægt að meta ávinninginn af frumvarpinu. Munu til dæmis losna fimm milljarðar sem við munum geta nýtt í aðra hluti eins og að greiða niður opinberar skuldir eða til að setja í lýðheilsumál?“spyr Vilhjálmur. Könnunin var gerð dagana 10. og 11. mars. Hringt var í 1.024 manns, þar til 800 svör fengust. Svarhlutfallið er því 78,1 prósent. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
Stjórnmál Meirihluti landsmanna er á móti sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Alls voru 55 prósent þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar á móti því að leyfa bjór og léttvín í matvöruverslunum og 45 prósent voru því hlynnt. Karlar eru líklegri en konur til að vilja leyfa bjór og léttvín í matvöruverslunum en jafnt hlutfall karla er því hlynnt og andvígt. Konur eru meira efins þegar kemur að því að leyfa bjór og léttvín en 39 prósent þeirra eru því hlynntar en 61 prósent andvígar. Yngri kynslóðin er hlynntari málinu. 56 prósent einstaklinga á aldursbilinu 18 til 49 ára eru því hlynnt en 44 prósent andvíg. Alls eru 32 prósent þeirra sem eru 50 ára og eldri málinu hlynnt en 68 prósent því andvíg. Einnig er munur á milli landshluta en meirihluti svarenda í öllum kjördæmum eru andvígir því að leyfa bjór og léttvín í verslunum að Norðvesturkjördæmi undanskildu. Töluverður munur er á afstöðu kjósenda stjórnarflokkanna en kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru hlynntastir því að leyfa bjór og léttvín í matvöruverslunum. Þá er 61 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins hlynnt málinu en 39 prósent andvíg. Stuðningsmenn Framsóknarflokksins eru heldur mótfallnari, en 30 prósent þeirra eru fylgjandi og 70 prósent andvíg. Ekki er heldur samstaða um málið meðal kjósenda stjórnarandstöðuflokkanna. Kjósendur Vinstri grænna eru andvígastir því að leyfa bjór og léttvín í matvöruverslunum en 25 prósent þeirra eru því hlynnt og 75 prósent andvíg. Alls eru 30 prósent kjósenda Samfylkingarinnar hlynnt málinu og 70 prósent andvíg. Meðal kjósenda Bjartrar framtíðar er hnífjafn stuðningur og andstaða við málið og á meðal kjósenda Pírata eru 54 prósent hlynnt og 46 prósent andvíg.Áfengisfrumvarpið á enn eftir að komast á dagskrá þingsinsFréttablaðið/PjeturVilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og aðalflutningsmaður frumvarps um að gefa áfengisverslun frjálsa, segir að niðurstöðurnar komi sér ekki á óvart. „Þetta er auðvitað grundvallarbreyting sem mun alltaf verða umdeild. Umræðurnar á þinginu eru ekki fullkláraðar og ekki hafa allar staðreyndir málsins komið fram,“ segir Vilhjálmur. „Þetta er í raun jákvæðari niðurstaða en áður og það er eðlilegt að hún þróist í þá átt,“ segir hann.Vilhjálmur er að berjast fyrir því að áfengisfrumvarpið fái brautargengi á næstunni en hann mun reyna að koma því að um leið og pláss opnast í dagskrá þingsins. Þá er hann að þrýsta á að fá hagfræðilega úttekt á frumvarpinu til að varpa ljósi á efnahagslegar afleiðingar þess. „Ef að við fáum hagfræðilega úttekt í hús er hægt að meta ávinninginn af frumvarpinu. Munu til dæmis losna fimm milljarðar sem við munum geta nýtt í aðra hluti eins og að greiða niður opinberar skuldir eða til að setja í lýðheilsumál?“spyr Vilhjálmur. Könnunin var gerð dagana 10. og 11. mars. Hringt var í 1.024 manns, þar til 800 svör fengust. Svarhlutfallið er því 78,1 prósent.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira