Meirihluti landsmanna andvígur bjór og léttvíni í matvöruverslunum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 16. mars 2015 07:00 Stjórnmál Meirihluti landsmanna er á móti sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Alls voru 55 prósent þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar á móti því að leyfa bjór og léttvín í matvöruverslunum og 45 prósent voru því hlynnt. Karlar eru líklegri en konur til að vilja leyfa bjór og léttvín í matvöruverslunum en jafnt hlutfall karla er því hlynnt og andvígt. Konur eru meira efins þegar kemur að því að leyfa bjór og léttvín en 39 prósent þeirra eru því hlynntar en 61 prósent andvígar. Yngri kynslóðin er hlynntari málinu. 56 prósent einstaklinga á aldursbilinu 18 til 49 ára eru því hlynnt en 44 prósent andvíg. Alls eru 32 prósent þeirra sem eru 50 ára og eldri málinu hlynnt en 68 prósent því andvíg. Einnig er munur á milli landshluta en meirihluti svarenda í öllum kjördæmum eru andvígir því að leyfa bjór og léttvín í verslunum að Norðvesturkjördæmi undanskildu. Töluverður munur er á afstöðu kjósenda stjórnarflokkanna en kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru hlynntastir því að leyfa bjór og léttvín í matvöruverslunum. Þá er 61 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins hlynnt málinu en 39 prósent andvíg. Stuðningsmenn Framsóknarflokksins eru heldur mótfallnari, en 30 prósent þeirra eru fylgjandi og 70 prósent andvíg. Ekki er heldur samstaða um málið meðal kjósenda stjórnarandstöðuflokkanna. Kjósendur Vinstri grænna eru andvígastir því að leyfa bjór og léttvín í matvöruverslunum en 25 prósent þeirra eru því hlynnt og 75 prósent andvíg. Alls eru 30 prósent kjósenda Samfylkingarinnar hlynnt málinu og 70 prósent andvíg. Meðal kjósenda Bjartrar framtíðar er hnífjafn stuðningur og andstaða við málið og á meðal kjósenda Pírata eru 54 prósent hlynnt og 46 prósent andvíg.Áfengisfrumvarpið á enn eftir að komast á dagskrá þingsinsFréttablaðið/PjeturVilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og aðalflutningsmaður frumvarps um að gefa áfengisverslun frjálsa, segir að niðurstöðurnar komi sér ekki á óvart. „Þetta er auðvitað grundvallarbreyting sem mun alltaf verða umdeild. Umræðurnar á þinginu eru ekki fullkláraðar og ekki hafa allar staðreyndir málsins komið fram,“ segir Vilhjálmur. „Þetta er í raun jákvæðari niðurstaða en áður og það er eðlilegt að hún þróist í þá átt,“ segir hann.Vilhjálmur er að berjast fyrir því að áfengisfrumvarpið fái brautargengi á næstunni en hann mun reyna að koma því að um leið og pláss opnast í dagskrá þingsins. Þá er hann að þrýsta á að fá hagfræðilega úttekt á frumvarpinu til að varpa ljósi á efnahagslegar afleiðingar þess. „Ef að við fáum hagfræðilega úttekt í hús er hægt að meta ávinninginn af frumvarpinu. Munu til dæmis losna fimm milljarðar sem við munum geta nýtt í aðra hluti eins og að greiða niður opinberar skuldir eða til að setja í lýðheilsumál?“spyr Vilhjálmur. Könnunin var gerð dagana 10. og 11. mars. Hringt var í 1.024 manns, þar til 800 svör fengust. Svarhlutfallið er því 78,1 prósent. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Stjórnmál Meirihluti landsmanna er á móti sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Alls voru 55 prósent þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar á móti því að leyfa bjór og léttvín í matvöruverslunum og 45 prósent voru því hlynnt. Karlar eru líklegri en konur til að vilja leyfa bjór og léttvín í matvöruverslunum en jafnt hlutfall karla er því hlynnt og andvígt. Konur eru meira efins þegar kemur að því að leyfa bjór og léttvín en 39 prósent þeirra eru því hlynntar en 61 prósent andvígar. Yngri kynslóðin er hlynntari málinu. 56 prósent einstaklinga á aldursbilinu 18 til 49 ára eru því hlynnt en 44 prósent andvíg. Alls eru 32 prósent þeirra sem eru 50 ára og eldri málinu hlynnt en 68 prósent því andvíg. Einnig er munur á milli landshluta en meirihluti svarenda í öllum kjördæmum eru andvígir því að leyfa bjór og léttvín í verslunum að Norðvesturkjördæmi undanskildu. Töluverður munur er á afstöðu kjósenda stjórnarflokkanna en kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru hlynntastir því að leyfa bjór og léttvín í matvöruverslunum. Þá er 61 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins hlynnt málinu en 39 prósent andvíg. Stuðningsmenn Framsóknarflokksins eru heldur mótfallnari, en 30 prósent þeirra eru fylgjandi og 70 prósent andvíg. Ekki er heldur samstaða um málið meðal kjósenda stjórnarandstöðuflokkanna. Kjósendur Vinstri grænna eru andvígastir því að leyfa bjór og léttvín í matvöruverslunum en 25 prósent þeirra eru því hlynnt og 75 prósent andvíg. Alls eru 30 prósent kjósenda Samfylkingarinnar hlynnt málinu og 70 prósent andvíg. Meðal kjósenda Bjartrar framtíðar er hnífjafn stuðningur og andstaða við málið og á meðal kjósenda Pírata eru 54 prósent hlynnt og 46 prósent andvíg.Áfengisfrumvarpið á enn eftir að komast á dagskrá þingsinsFréttablaðið/PjeturVilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og aðalflutningsmaður frumvarps um að gefa áfengisverslun frjálsa, segir að niðurstöðurnar komi sér ekki á óvart. „Þetta er auðvitað grundvallarbreyting sem mun alltaf verða umdeild. Umræðurnar á þinginu eru ekki fullkláraðar og ekki hafa allar staðreyndir málsins komið fram,“ segir Vilhjálmur. „Þetta er í raun jákvæðari niðurstaða en áður og það er eðlilegt að hún þróist í þá átt,“ segir hann.Vilhjálmur er að berjast fyrir því að áfengisfrumvarpið fái brautargengi á næstunni en hann mun reyna að koma því að um leið og pláss opnast í dagskrá þingsins. Þá er hann að þrýsta á að fá hagfræðilega úttekt á frumvarpinu til að varpa ljósi á efnahagslegar afleiðingar þess. „Ef að við fáum hagfræðilega úttekt í hús er hægt að meta ávinninginn af frumvarpinu. Munu til dæmis losna fimm milljarðar sem við munum geta nýtt í aðra hluti eins og að greiða niður opinberar skuldir eða til að setja í lýðheilsumál?“spyr Vilhjálmur. Könnunin var gerð dagana 10. og 11. mars. Hringt var í 1.024 manns, þar til 800 svör fengust. Svarhlutfallið er því 78,1 prósent.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira