Óbærilegur grátbrosleiki tilverunnar Ari Trausti Guðmundsson skrifar 16. mars 2015 07:00 Auðvelt er að verða að athlægi meðal þjóða næst okkur. Leiðin er sú að láta sem það eðlilega sé óeðlilegt – jafnvel ómögulegt. - Það þótti eðlilegt að hefja umsóknarferli að Evrópusambandinu án þess að hafa um það þjóðaratkvæðagreiðslu líkt og gert var hjá yfir 20 þjóðum. Bindandi vilji Alþingis stóð til þessa, eins og hjá öðrum þjóðþingum. Öryggisventill lýðræðis er bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla um fenginn aðildarsamning. - Það þótti eðlilegt að ekki tækist að ljúka samningum um alla kafla aðildarsamnings á tæplega einu kjörtímabili – en ferlið ekki hnökralaust. - Það þótti eðlilegt, en ekki tiltakanlega vinnusparandi, að fresta viðræðum skömmu fyrir íslenskar þingkosningar til þess að hafa frið um tvö meginmálefni hvað Evrópusambandsaðild varðaði, því nóg var (og er) um önnur deiluefni í sjávarútvegi og landbúnaði. - Það þótti eðlilegt að andstæðingar aðildar lofuðu atkvæðagreiðslu um hvort hefja ætti aðildarviðræður að nýju eftir þingkosningar – eða ekki. - Það þótti eðlilegt að að ný ríkisstjórn, eins þótt hún væri ekki hlynnt sjálfri aðildinni að ESB, léti samninganefnd landsins vinna áfram með her sérfræðinga, gæfi þjóðaratkvæði þann vilja til kynna. Slíkt þótti eðlilegt vegna þess að kröfur Íslendinga í meginmálaflokkum voru og eru ljósar – og lýðræðið leyfir slíkt. - Það þótti eðlilegt verklag vegna þess að kæmi fram aðildarsamningur væri efnt til lýðræðislegra umræðna og þjóðaratkvæðagreiðslu. Íslensk ríkisstjórn væri ekki að hætta yfirlýstri stefnu um of því þjóðin myndi tala. - Það þótti eðlilegt að jafnvel ESB-andstæðingar, jafnt sem efasemdarmenn og ESB-fylgjendur, vildu halda aðildarviðræðum áfram vegna mikilvægisins og óvissu í höfuðmálum heima og heiman. - Það þótti eðlilegt að samkvæmt könnunum væri verulegur meirihluti fyrir áframhaldandi viðræðum við ESB enda þótt skoðanakannanir bentu til naums meirihluta gegn fullri ESB-aðild. Ómöguleikinn í pólitískri fléttu ríkisstjórnarinnar er skyndilega aftur ljós. Hann felst nú í því að taka ranga ákvörðun, sneiða framhjá Alþingi jafnt sem óskum meirihluta landsmanna og líta fram hjá öllu eðlilegu í málefnum ESB-aðildar. Þar með er margfrægur ómöguleiki orðinn að grátbroslegu tilefni til athlægis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Auðvelt er að verða að athlægi meðal þjóða næst okkur. Leiðin er sú að láta sem það eðlilega sé óeðlilegt – jafnvel ómögulegt. - Það þótti eðlilegt að hefja umsóknarferli að Evrópusambandinu án þess að hafa um það þjóðaratkvæðagreiðslu líkt og gert var hjá yfir 20 þjóðum. Bindandi vilji Alþingis stóð til þessa, eins og hjá öðrum þjóðþingum. Öryggisventill lýðræðis er bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla um fenginn aðildarsamning. - Það þótti eðlilegt að ekki tækist að ljúka samningum um alla kafla aðildarsamnings á tæplega einu kjörtímabili – en ferlið ekki hnökralaust. - Það þótti eðlilegt, en ekki tiltakanlega vinnusparandi, að fresta viðræðum skömmu fyrir íslenskar þingkosningar til þess að hafa frið um tvö meginmálefni hvað Evrópusambandsaðild varðaði, því nóg var (og er) um önnur deiluefni í sjávarútvegi og landbúnaði. - Það þótti eðlilegt að andstæðingar aðildar lofuðu atkvæðagreiðslu um hvort hefja ætti aðildarviðræður að nýju eftir þingkosningar – eða ekki. - Það þótti eðlilegt að að ný ríkisstjórn, eins þótt hún væri ekki hlynnt sjálfri aðildinni að ESB, léti samninganefnd landsins vinna áfram með her sérfræðinga, gæfi þjóðaratkvæði þann vilja til kynna. Slíkt þótti eðlilegt vegna þess að kröfur Íslendinga í meginmálaflokkum voru og eru ljósar – og lýðræðið leyfir slíkt. - Það þótti eðlilegt verklag vegna þess að kæmi fram aðildarsamningur væri efnt til lýðræðislegra umræðna og þjóðaratkvæðagreiðslu. Íslensk ríkisstjórn væri ekki að hætta yfirlýstri stefnu um of því þjóðin myndi tala. - Það þótti eðlilegt að jafnvel ESB-andstæðingar, jafnt sem efasemdarmenn og ESB-fylgjendur, vildu halda aðildarviðræðum áfram vegna mikilvægisins og óvissu í höfuðmálum heima og heiman. - Það þótti eðlilegt að samkvæmt könnunum væri verulegur meirihluti fyrir áframhaldandi viðræðum við ESB enda þótt skoðanakannanir bentu til naums meirihluta gegn fullri ESB-aðild. Ómöguleikinn í pólitískri fléttu ríkisstjórnarinnar er skyndilega aftur ljós. Hann felst nú í því að taka ranga ákvörðun, sneiða framhjá Alþingi jafnt sem óskum meirihluta landsmanna og líta fram hjá öllu eðlilegu í málefnum ESB-aðildar. Þar með er margfrægur ómöguleiki orðinn að grátbroslegu tilefni til athlægis.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun