Óbærilegur grátbrosleiki tilverunnar Ari Trausti Guðmundsson skrifar 16. mars 2015 07:00 Auðvelt er að verða að athlægi meðal þjóða næst okkur. Leiðin er sú að láta sem það eðlilega sé óeðlilegt – jafnvel ómögulegt. - Það þótti eðlilegt að hefja umsóknarferli að Evrópusambandinu án þess að hafa um það þjóðaratkvæðagreiðslu líkt og gert var hjá yfir 20 þjóðum. Bindandi vilji Alþingis stóð til þessa, eins og hjá öðrum þjóðþingum. Öryggisventill lýðræðis er bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla um fenginn aðildarsamning. - Það þótti eðlilegt að ekki tækist að ljúka samningum um alla kafla aðildarsamnings á tæplega einu kjörtímabili – en ferlið ekki hnökralaust. - Það þótti eðlilegt, en ekki tiltakanlega vinnusparandi, að fresta viðræðum skömmu fyrir íslenskar þingkosningar til þess að hafa frið um tvö meginmálefni hvað Evrópusambandsaðild varðaði, því nóg var (og er) um önnur deiluefni í sjávarútvegi og landbúnaði. - Það þótti eðlilegt að andstæðingar aðildar lofuðu atkvæðagreiðslu um hvort hefja ætti aðildarviðræður að nýju eftir þingkosningar – eða ekki. - Það þótti eðlilegt að að ný ríkisstjórn, eins þótt hún væri ekki hlynnt sjálfri aðildinni að ESB, léti samninganefnd landsins vinna áfram með her sérfræðinga, gæfi þjóðaratkvæði þann vilja til kynna. Slíkt þótti eðlilegt vegna þess að kröfur Íslendinga í meginmálaflokkum voru og eru ljósar – og lýðræðið leyfir slíkt. - Það þótti eðlilegt verklag vegna þess að kæmi fram aðildarsamningur væri efnt til lýðræðislegra umræðna og þjóðaratkvæðagreiðslu. Íslensk ríkisstjórn væri ekki að hætta yfirlýstri stefnu um of því þjóðin myndi tala. - Það þótti eðlilegt að jafnvel ESB-andstæðingar, jafnt sem efasemdarmenn og ESB-fylgjendur, vildu halda aðildarviðræðum áfram vegna mikilvægisins og óvissu í höfuðmálum heima og heiman. - Það þótti eðlilegt að samkvæmt könnunum væri verulegur meirihluti fyrir áframhaldandi viðræðum við ESB enda þótt skoðanakannanir bentu til naums meirihluta gegn fullri ESB-aðild. Ómöguleikinn í pólitískri fléttu ríkisstjórnarinnar er skyndilega aftur ljós. Hann felst nú í því að taka ranga ákvörðun, sneiða framhjá Alþingi jafnt sem óskum meirihluta landsmanna og líta fram hjá öllu eðlilegu í málefnum ESB-aðildar. Þar með er margfrægur ómöguleiki orðinn að grátbroslegu tilefni til athlægis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Auðvelt er að verða að athlægi meðal þjóða næst okkur. Leiðin er sú að láta sem það eðlilega sé óeðlilegt – jafnvel ómögulegt. - Það þótti eðlilegt að hefja umsóknarferli að Evrópusambandinu án þess að hafa um það þjóðaratkvæðagreiðslu líkt og gert var hjá yfir 20 þjóðum. Bindandi vilji Alþingis stóð til þessa, eins og hjá öðrum þjóðþingum. Öryggisventill lýðræðis er bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla um fenginn aðildarsamning. - Það þótti eðlilegt að ekki tækist að ljúka samningum um alla kafla aðildarsamnings á tæplega einu kjörtímabili – en ferlið ekki hnökralaust. - Það þótti eðlilegt, en ekki tiltakanlega vinnusparandi, að fresta viðræðum skömmu fyrir íslenskar þingkosningar til þess að hafa frið um tvö meginmálefni hvað Evrópusambandsaðild varðaði, því nóg var (og er) um önnur deiluefni í sjávarútvegi og landbúnaði. - Það þótti eðlilegt að andstæðingar aðildar lofuðu atkvæðagreiðslu um hvort hefja ætti aðildarviðræður að nýju eftir þingkosningar – eða ekki. - Það þótti eðlilegt að að ný ríkisstjórn, eins þótt hún væri ekki hlynnt sjálfri aðildinni að ESB, léti samninganefnd landsins vinna áfram með her sérfræðinga, gæfi þjóðaratkvæði þann vilja til kynna. Slíkt þótti eðlilegt vegna þess að kröfur Íslendinga í meginmálaflokkum voru og eru ljósar – og lýðræðið leyfir slíkt. - Það þótti eðlilegt verklag vegna þess að kæmi fram aðildarsamningur væri efnt til lýðræðislegra umræðna og þjóðaratkvæðagreiðslu. Íslensk ríkisstjórn væri ekki að hætta yfirlýstri stefnu um of því þjóðin myndi tala. - Það þótti eðlilegt að jafnvel ESB-andstæðingar, jafnt sem efasemdarmenn og ESB-fylgjendur, vildu halda aðildarviðræðum áfram vegna mikilvægisins og óvissu í höfuðmálum heima og heiman. - Það þótti eðlilegt að samkvæmt könnunum væri verulegur meirihluti fyrir áframhaldandi viðræðum við ESB enda þótt skoðanakannanir bentu til naums meirihluta gegn fullri ESB-aðild. Ómöguleikinn í pólitískri fléttu ríkisstjórnarinnar er skyndilega aftur ljós. Hann felst nú í því að taka ranga ákvörðun, sneiða framhjá Alþingi jafnt sem óskum meirihluta landsmanna og líta fram hjá öllu eðlilegu í málefnum ESB-aðildar. Þar með er margfrægur ómöguleiki orðinn að grátbroslegu tilefni til athlægis.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar