Innlent

Heimilisofbeldi á Höfn - gæsluvarðhalds krafist

Gissur Sigurðsson skrifar
Fréttastofu er ekki kunnugt um líðan þolandans.
Fréttastofu er ekki kunnugt um líðan þolandans. Vísir/Stefán
Karlmaður var handtekinn á Höfn í Hornafirði í gærkvöldi eftir að hafa framið alvarlegt heimilisofbeldi. Honum var ekið til Selfoss í nótt og verður hann leiddur fyrir dómara við Héraðsdóm Suðurlands, þar sem lögreglan á Suðurlandi hefur krafist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir honum.

Nánari upplýsingar um málið liggja ekki fyrir á þessari stundu og er fréttastofu ekki kunnugt um líðan þolandans. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×