Innlent

Nokkur útköll í morgun

Vísir/ernir
Björgunarsveitir voru kallaðar út á höfuðborgarsvæðinu í nótt eftir að tilkynningar fóru að berast um fok  á nokkrum stöðum. Slökkviliðið sendi körfubíl til aðstoðar björgunarmönnunum og tókst í öllum tilvikum að koma í veg fyrir alvarlefgt tjón.

Heldur fór að lægja undir morgun, þótt áfram verði hvasst og hættu tilkynningar þá að berast. Spáð er stormi framundir hádegi og varar Veðurstofan við snörpum vindhviðum við fjöll Vestanlands fram undir hádegi.

Það er til dæmis vitlaust veður á norðanverðu Snæfellsnesi. Vegir eru yfirleitt greiðfærir nema hvað flestir fjallvegir á Vestfjörðum eru ófærir og sömuleiðis hringvegurinn um Hvalness- og Þvottárskriður á Austfjörðum þar sem aurskriða lokar veginum. Vegagerðin varar við því að all víða hafi orðið vegaskemmdir í hvassviðrinu, þar sem slitlag hefur hreinlega flest af vegunum.

Innanlandsflug hefur legið niðri það sem af er morgni og fyrri ferð Herjólfs var felld niður.    




Fleiri fréttir

Sjá meira


×