Eru engar konur meðal hæfustu lögfræðinga landsins? Jón Sigurgeirsson skrifar 15. október 2015 07:00 Jón Steinar Gunnlaugsson hefur haldið því fram að aðeins ein rétt niðurstaða sé í hverju dómsmáli og skipta því engu aðrir eiginleikar dómara en þeir að hann sé „góður lögfræðingur“. Jón segir að lögskýringareglum séu þröngur stakkur skorinn og því ekki um mikið val að ræða fyrir dómara. Almenningur sér svo að lögfræðingar eru ekki sammála um niðurstöður og Hæstiréttur breytir oft dómum héraðsdóms. Jafnvel hæstaréttardómarar komast ekki að sömu niðurstöðu. Það sem Jón nefnir ekki í sinni grein er að leiðin að niðurstöðu er mörkuð af matskenndum ákvörðunum. Meta þarf sönnunargögn, vitnisburði og jafnvel vægi lagaákvæða. Dæmi um það eru mörk frelsisins til að tjá sig annars vegar og sjónarmið um verndun æru hins vegar. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur stundum verið Hæstarétti ósammála um það mat. Hversu vísindalegum aðferðum sem beitt er þá er mat háð persónugerð þess sem metur. Þó ein rétt niðurstaða í dómsmáli sé e.t.v. fræðilega rétt markmið þá þarf ekki lögfræðinga til að sjá að hún stenst ekki í raun. Engu að síður er dómari bundinn af lögum og skýringarreglum eins og Jón segir. Lýðræði er á Íslandi. Það byggir á þeirri heimspeki sem franska byltingin byggði á, þ.e. að völdin séu hjá fólkinu. Fólkið velur sér fulltrúa til fjögurra ára í senn sem fara með þessi völd. Allt ríkisvald er sem sagt hjá fólkinu og aðeins má stjórna í umboði þess.Grunnregla brotin Dómstólar eru ein af þremur greinum ríkisvalds og er ofangreind grunnregla brotin við skipan dómara í Hæstarétt. Við alla túlkun á lögum verður að leita að vilja almennings eins og hann birtist hjá kjörnum fulltrúum hans á Alþingi. Konur eru um helmingur þjóðarinnar og hafa haft mikil áhrif á vissa löggjöf. Eru einhverjir sem halda því fram að karlar séu almennt hæfari til að skilja þann vilja en blönduð samkoma? Rannsóknir sýna að fjölbreyttur hópur sem vinnur saman að lausn mála kemst að jafnaði að betri niðurstöðu en einsleitur. Það á ekki síst við eðli máls samkvæmt þegar leitað er að vilja annars mjög fjölbreytts hóps. Umræða þessi er sprottin af skipun nefndar sem velur hæstaréttardómara. Það má deila um það hvort í einstökum tilfellum eigi að velja karl eða konu í embætti en það getur ekki verið umdeilanlegt að nefnd sem hefur það hlutverk að velja á ólýðræðislegan hátt menn í eina af þremur greinum ríkisvaldsins – og þá mikilvægustu vegna tengsla hinna – sé eingöngu skipuð körlum. Ég tel það lögbrot að skipa aðeins karla í nefndina. Þar eiga hæfileikamennirnir í Hæstarétti sök eins og hinir. Þar hafa þeir ekki fundið réttu lögfræðilegu niðurstöðuna að mínu áliti. Ef til vill hefðu þeir nálgast hana betur ef fleiri konur væru meðal þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson hefur haldið því fram að aðeins ein rétt niðurstaða sé í hverju dómsmáli og skipta því engu aðrir eiginleikar dómara en þeir að hann sé „góður lögfræðingur“. Jón segir að lögskýringareglum séu þröngur stakkur skorinn og því ekki um mikið val að ræða fyrir dómara. Almenningur sér svo að lögfræðingar eru ekki sammála um niðurstöður og Hæstiréttur breytir oft dómum héraðsdóms. Jafnvel hæstaréttardómarar komast ekki að sömu niðurstöðu. Það sem Jón nefnir ekki í sinni grein er að leiðin að niðurstöðu er mörkuð af matskenndum ákvörðunum. Meta þarf sönnunargögn, vitnisburði og jafnvel vægi lagaákvæða. Dæmi um það eru mörk frelsisins til að tjá sig annars vegar og sjónarmið um verndun æru hins vegar. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur stundum verið Hæstarétti ósammála um það mat. Hversu vísindalegum aðferðum sem beitt er þá er mat háð persónugerð þess sem metur. Þó ein rétt niðurstaða í dómsmáli sé e.t.v. fræðilega rétt markmið þá þarf ekki lögfræðinga til að sjá að hún stenst ekki í raun. Engu að síður er dómari bundinn af lögum og skýringarreglum eins og Jón segir. Lýðræði er á Íslandi. Það byggir á þeirri heimspeki sem franska byltingin byggði á, þ.e. að völdin séu hjá fólkinu. Fólkið velur sér fulltrúa til fjögurra ára í senn sem fara með þessi völd. Allt ríkisvald er sem sagt hjá fólkinu og aðeins má stjórna í umboði þess.Grunnregla brotin Dómstólar eru ein af þremur greinum ríkisvalds og er ofangreind grunnregla brotin við skipan dómara í Hæstarétt. Við alla túlkun á lögum verður að leita að vilja almennings eins og hann birtist hjá kjörnum fulltrúum hans á Alþingi. Konur eru um helmingur þjóðarinnar og hafa haft mikil áhrif á vissa löggjöf. Eru einhverjir sem halda því fram að karlar séu almennt hæfari til að skilja þann vilja en blönduð samkoma? Rannsóknir sýna að fjölbreyttur hópur sem vinnur saman að lausn mála kemst að jafnaði að betri niðurstöðu en einsleitur. Það á ekki síst við eðli máls samkvæmt þegar leitað er að vilja annars mjög fjölbreytts hóps. Umræða þessi er sprottin af skipun nefndar sem velur hæstaréttardómara. Það má deila um það hvort í einstökum tilfellum eigi að velja karl eða konu í embætti en það getur ekki verið umdeilanlegt að nefnd sem hefur það hlutverk að velja á ólýðræðislegan hátt menn í eina af þremur greinum ríkisvaldsins – og þá mikilvægustu vegna tengsla hinna – sé eingöngu skipuð körlum. Ég tel það lögbrot að skipa aðeins karla í nefndina. Þar eiga hæfileikamennirnir í Hæstarétti sök eins og hinir. Þar hafa þeir ekki fundið réttu lögfræðilegu niðurstöðuna að mínu áliti. Ef til vill hefðu þeir nálgast hana betur ef fleiri konur væru meðal þeirra.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar