Víkingur og Akureyri eru einu Olís-deildarliðin sem spila í fyrstu umferð Coca Cola-bikars karla í handbolta, en dregið var til fyrstu umferðarinnar í kvöld.
Víkingar, sem eru nýliðar í Olís-deildinni, heimsækja 1. deildar lið ÍH, en Akureyri mætir Gróttu 2 á Seltjarnarnesi.
Öll hin átta liðin úr úrvalsdeildinni sitja hjá en mæta til leiks í 16 liða úrslitum keppninnar.
Drátturinn í fyrstu umferð:
Selfoss - Valur 2
Mílan - Fjölnir 1
Víkingur - ÍH
Haukar 2 - ÍBV 2
Grótta 2 - Akureyri
Þróttur - Stjarnan
ÍR - Fjölnir 2
Þróttur Vogum - KR
Sitja hjá: Haukar, Valur, ÍBV, Afturelding, Grótta, FH, Fram og HK
Leikið verður 25. og 26. október.
Víkingur og Akureyri einu úrvalsdeildarliðin sem spila í 1. umferð bikarsins
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið



Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti

Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn


Mættur aftur tuttugu árum seinna
Körfubolti

„Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “
Íslenski boltinn

Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum
Íslenski boltinn


„Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“
Íslenski boltinn