Erla vonar að árásir og þöggunartilburðir gegn blaðamönnum hætti Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 2. júní 2015 10:20 Erla Hlynsdóttir hefur unnið þrjú mál fyrir Mannréttindadómstólnum. Vísir/Valli Erla Hlynsdóttir, blaðakona, hyggst fagna niðurstöðu þriðja dómsins með kampavínsflösku í kvöld en dómurinn markar lok málaferla hennar við íslenska ríkið. „Ég er mjög ánægð,“ sagði Erla þegar Vísir náði af henni tali. Hún segist vilja að árásir og þöggunartilburðir gegn blaðamönnum hætti. „Að vera að reyna að þagga niður umræðu, því það er það sem þetta er.“ Þetta var þriðja málið sem Erla fer með fyrir Mannréttindadómstólinn og verður það síðasta. Íslenska ríkið var dæmt bótaskylt gagnvart Erlu í dag og niðurstaðan sú að það hefði gerst brotlegt við tjáningarfrelsisákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu með því að dæma Erlu fyrir meiðyrði í grein sinni í DV árið 2007. Grein Erlu sem um ræddi í dóminum í dag fjallaði um málaferli í smyglmáli undir fyrirsögninni: „Hræddir kókaínsmyglarar.“ Erla var dæmd hér á landi fyrir greinina í mars 2010. Taldi dómurinn hana ekki hafa gert fyrirvara við textabrot sem hún hafði upp úr ákæru í málinu.Þrír óréttlátir dómar íslenska dómstólsins Erla hefur tvisvar sinnum áður unnið mál gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstólnum, fyrst árið 2012 fyrir skrif sín um Strawberries og aftur síðastliðið haust fyrir skrif sín um svokallað Byrgismál. Greinin sem dómur dagsins í dag fjallar um var skrifuð 5. Júlí 2007. Því hefur ferlið verið afskaplega langt. Hún sagðist í samtali við Fréttablaðið í gær frekar sigurviss. „Ég var einmitt mjög sigurviss. En samt var ég að fara í taugum á morgun þegar ég var að bíða eftir niðurstöðunni. Eins og að fara í próf, maður er svo kvíðinn. En um leið og ég sá niðurstöðuna þá var þetta svo mikill léttir. Þetta er bara búið.“ Traust Erlu á íslenskum dómstólum er löngu farið fyrir bí. „Þetta er auðvitað ótrúlegt. Ég er dæmd þrisvar og þrisvar sinnum kemst Mannréttindadómstóllinn að þeirri niðurstöðu að þetta hafi ekki verið réttlátt.“ Blaðakonan hafði sjálf ekki náð að lesa dóminn í heild sinni. Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Erla Hlynsdóttir, blaðakona, hyggst fagna niðurstöðu þriðja dómsins með kampavínsflösku í kvöld en dómurinn markar lok málaferla hennar við íslenska ríkið. „Ég er mjög ánægð,“ sagði Erla þegar Vísir náði af henni tali. Hún segist vilja að árásir og þöggunartilburðir gegn blaðamönnum hætti. „Að vera að reyna að þagga niður umræðu, því það er það sem þetta er.“ Þetta var þriðja málið sem Erla fer með fyrir Mannréttindadómstólinn og verður það síðasta. Íslenska ríkið var dæmt bótaskylt gagnvart Erlu í dag og niðurstaðan sú að það hefði gerst brotlegt við tjáningarfrelsisákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu með því að dæma Erlu fyrir meiðyrði í grein sinni í DV árið 2007. Grein Erlu sem um ræddi í dóminum í dag fjallaði um málaferli í smyglmáli undir fyrirsögninni: „Hræddir kókaínsmyglarar.“ Erla var dæmd hér á landi fyrir greinina í mars 2010. Taldi dómurinn hana ekki hafa gert fyrirvara við textabrot sem hún hafði upp úr ákæru í málinu.Þrír óréttlátir dómar íslenska dómstólsins Erla hefur tvisvar sinnum áður unnið mál gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstólnum, fyrst árið 2012 fyrir skrif sín um Strawberries og aftur síðastliðið haust fyrir skrif sín um svokallað Byrgismál. Greinin sem dómur dagsins í dag fjallar um var skrifuð 5. Júlí 2007. Því hefur ferlið verið afskaplega langt. Hún sagðist í samtali við Fréttablaðið í gær frekar sigurviss. „Ég var einmitt mjög sigurviss. En samt var ég að fara í taugum á morgun þegar ég var að bíða eftir niðurstöðunni. Eins og að fara í próf, maður er svo kvíðinn. En um leið og ég sá niðurstöðuna þá var þetta svo mikill léttir. Þetta er bara búið.“ Traust Erlu á íslenskum dómstólum er löngu farið fyrir bí. „Þetta er auðvitað ótrúlegt. Ég er dæmd þrisvar og þrisvar sinnum kemst Mannréttindadómstóllinn að þeirri niðurstöðu að þetta hafi ekki verið réttlátt.“ Blaðakonan hafði sjálf ekki náð að lesa dóminn í heild sinni.
Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels