Mögnuð frammistaða á HM hjá 43 ára gömlum Tékka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2015 21:45 Jaromir Jagr fagnar. Vísir/Getty Jaromir Jagr er enn að láta til sín taka á svellinu þrátt fyrir að vera orðinn 43 ára gamall. Hann var nefnilega maðurinn á bak við þegar tékkneska landsliðið tryggði sér sæti í undanúrslitum HM í íshokkí í Tékklandi. Jaromir Jagr skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu þegar Tékkar unnu 5-3 sigur á Finnum í átta liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar og liðið mætir Kanada í undanúrslitunum. Öll mörkin sem Jagr kom að í leiknum komu eftir að liðið lenti 2-1 undir í leiknum. Jaromir Jagr lék á sínu fyrsta heimsmeistaramóti árið 1990 eða fyrir 25 árum síðan. Hann er elsti leikmaðurinn sem hefur skorað á HM í íshokkí og þessi sannkallaði járnmaður er nú að keppa á sínu tíunda HM í íshokkí. Árið 1990 keppti hann fyrst og þá fyrir sameiginlegt lið Tékkóslóvakíu. Jaromir Jagr hætti við að hætta með landsliðinu eftir HM í fyrra og ákvað að taka slaginn á HM á heimavelli þegar landsliðsþjálfarinn biðlaði til hans. Tékkar þakka honum heldur betur fyrir þá ákvörðun í dag. Jagr varð heimsmeistari með tékkneska landsliðinu 2005 og 2001 og vann Ólympíugullið árið 1998. Tékkar urðu í fjórða sæti á síðasta HM en unnu bronsið árið 2011. Hann var að leika sinn 150. landsleik í sigrinum á Finnum. Íshokkí er langt frá því að vera auðveld íþrótt og það þykir ótrúlegt að kappinn sé enn að láta til sín taka meðal þeirra bestu. Hann spilar með liði Florida Panthers í NHL-deildinni en lék sinn fyrsta leik í bandarísku atvinnumannadeildinni með liði Pittsburgh Penguins tímabilið 1990 til 1991. Í undanúrslitunum í ár mætast annarsvegar Tékkland og Kanada og hinsvegar Bandaríkin og Rússland. Undanúrslitaleikirnir fara fram á morgun 16. maí en þeir eru spilaðir í O2 höllinni í Prag.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty Íþróttir Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Fleiri fréttir Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Sjá meira
Jaromir Jagr er enn að láta til sín taka á svellinu þrátt fyrir að vera orðinn 43 ára gamall. Hann var nefnilega maðurinn á bak við þegar tékkneska landsliðið tryggði sér sæti í undanúrslitum HM í íshokkí í Tékklandi. Jaromir Jagr skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu þegar Tékkar unnu 5-3 sigur á Finnum í átta liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar og liðið mætir Kanada í undanúrslitunum. Öll mörkin sem Jagr kom að í leiknum komu eftir að liðið lenti 2-1 undir í leiknum. Jaromir Jagr lék á sínu fyrsta heimsmeistaramóti árið 1990 eða fyrir 25 árum síðan. Hann er elsti leikmaðurinn sem hefur skorað á HM í íshokkí og þessi sannkallaði járnmaður er nú að keppa á sínu tíunda HM í íshokkí. Árið 1990 keppti hann fyrst og þá fyrir sameiginlegt lið Tékkóslóvakíu. Jaromir Jagr hætti við að hætta með landsliðinu eftir HM í fyrra og ákvað að taka slaginn á HM á heimavelli þegar landsliðsþjálfarinn biðlaði til hans. Tékkar þakka honum heldur betur fyrir þá ákvörðun í dag. Jagr varð heimsmeistari með tékkneska landsliðinu 2005 og 2001 og vann Ólympíugullið árið 1998. Tékkar urðu í fjórða sæti á síðasta HM en unnu bronsið árið 2011. Hann var að leika sinn 150. landsleik í sigrinum á Finnum. Íshokkí er langt frá því að vera auðveld íþrótt og það þykir ótrúlegt að kappinn sé enn að láta til sín taka meðal þeirra bestu. Hann spilar með liði Florida Panthers í NHL-deildinni en lék sinn fyrsta leik í bandarísku atvinnumannadeildinni með liði Pittsburgh Penguins tímabilið 1990 til 1991. Í undanúrslitunum í ár mætast annarsvegar Tékkland og Kanada og hinsvegar Bandaríkin og Rússland. Undanúrslitaleikirnir fara fram á morgun 16. maí en þeir eru spilaðir í O2 höllinni í Prag.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
Íþróttir Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Fleiri fréttir Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Sjá meira