Nýútskrifað fólk fæst ekki til að vinna við hjúkrun aldraðra Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 11. febrúar 2015 19:00 Illa gengur að fá faglært fólk til að starfa á hjúkrunarheimilum, þar sem laun eru allt of lág og álag of mikið. Formaður velferðarráðs hefur áhyggjur af stöðunni og segir að ríki og sveitarfélög þurfi að leggjast á eitt við að endurskipuleggja þjónustu við aldraða. Í fréttum okkar í gær greindum við frá rekstrarvanda hjúkrunarheimilisins Seljahlíðar í Reykjavík. Heimilið var á síðasta ári rekið með þrjátíu og tveggja milljón króna halla, gríðarlegt vinnuálag er á starfsfólki og ekkert gengur að ráða nýtt fólk. Telur starfsfólk að öryggi heimilisfólksins sé stefnt í hættu náist ekki að ráða hjúkrunarfræðinga á heimilið á næstunni. Hjúkrunarfræðingar sem starfa í Seljahlíð sendu í byrjun desember bréf til landlæknis, borgarstjóra, velferðarsviðs og velferðarráðs þar sem vakin var athygli á þeirri stöðu sem upp er komin. Þar kom meðal annars fram að síðastliðið sumar hafi ekki fengist afleysing fyrir hjúkrunarfræðinga í sumarleyfi, og því hafi annars árs læknanemi leyst hjúkrunarfræðing af, og í sumum tilfellum hafi enginn hjúkrunarfræðingur verið í húsinu. Telja hjúkrunarfræðingarnir að aðstæður séu óviðunandi enda ekki hægt að veita fullnægjandi hjúkrun við slíkrar aðstæður. Velferðrráð fundaði með forstöðumönnum Seljahlíðar eftir að erindið barst í desember. Ákveðið var að borgin myndi greiða áfram með heimilnu til að tryggja reksturinn og fallið var frá áformum um niðurskurð vegna rekstrarhallans. Elín Oddný Sigurðardóttir, sitjandi formaður velferðrráðs segir vandann vera að nýútskrifað fagfólk fáist hreinlega ekki til að vinna við hjúkrun aldraðra.„Það almennt hefur verið vandamál hjá okkur að erfitt sé að fá fólk til starfa og við höfum vissulega áhyggjur af því“, segir hún. Mikil eftirspurn er eftir heilbrigðisstarfsfólki og kaup og kjör á hjúkrunarheimilum einfaldlega ekki samkeppnishæf.„Starfsfólkið í þessum geira er að hætta vegna aldurs og unga fólkið hefur ekki verið að skila sér í þessi störf. Ríki og sveitarfélög þurfa líklega bara að leggjast á eitt um hvernig við viljum að þessi þjónusta verði til framtíðar“, segir Elín Oddný. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Illa gengur að fá faglært fólk til að starfa á hjúkrunarheimilum, þar sem laun eru allt of lág og álag of mikið. Formaður velferðarráðs hefur áhyggjur af stöðunni og segir að ríki og sveitarfélög þurfi að leggjast á eitt við að endurskipuleggja þjónustu við aldraða. Í fréttum okkar í gær greindum við frá rekstrarvanda hjúkrunarheimilisins Seljahlíðar í Reykjavík. Heimilið var á síðasta ári rekið með þrjátíu og tveggja milljón króna halla, gríðarlegt vinnuálag er á starfsfólki og ekkert gengur að ráða nýtt fólk. Telur starfsfólk að öryggi heimilisfólksins sé stefnt í hættu náist ekki að ráða hjúkrunarfræðinga á heimilið á næstunni. Hjúkrunarfræðingar sem starfa í Seljahlíð sendu í byrjun desember bréf til landlæknis, borgarstjóra, velferðarsviðs og velferðarráðs þar sem vakin var athygli á þeirri stöðu sem upp er komin. Þar kom meðal annars fram að síðastliðið sumar hafi ekki fengist afleysing fyrir hjúkrunarfræðinga í sumarleyfi, og því hafi annars árs læknanemi leyst hjúkrunarfræðing af, og í sumum tilfellum hafi enginn hjúkrunarfræðingur verið í húsinu. Telja hjúkrunarfræðingarnir að aðstæður séu óviðunandi enda ekki hægt að veita fullnægjandi hjúkrun við slíkrar aðstæður. Velferðrráð fundaði með forstöðumönnum Seljahlíðar eftir að erindið barst í desember. Ákveðið var að borgin myndi greiða áfram með heimilnu til að tryggja reksturinn og fallið var frá áformum um niðurskurð vegna rekstrarhallans. Elín Oddný Sigurðardóttir, sitjandi formaður velferðrráðs segir vandann vera að nýútskrifað fagfólk fáist hreinlega ekki til að vinna við hjúkrun aldraðra.„Það almennt hefur verið vandamál hjá okkur að erfitt sé að fá fólk til starfa og við höfum vissulega áhyggjur af því“, segir hún. Mikil eftirspurn er eftir heilbrigðisstarfsfólki og kaup og kjör á hjúkrunarheimilum einfaldlega ekki samkeppnishæf.„Starfsfólkið í þessum geira er að hætta vegna aldurs og unga fólkið hefur ekki verið að skila sér í þessi störf. Ríki og sveitarfélög þurfa líklega bara að leggjast á eitt um hvernig við viljum að þessi þjónusta verði til framtíðar“, segir Elín Oddný.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira