Flóabandalagið treystir ekki stjórnvöldum til lengri tíma en eins árs Heimir Már Pétursson skrifar 11. febrúar 2015 20:16 Flóabandalagið krefst þess að laun hækki að lágmarki um 35 þúsund krónur í kjarasamningi til eins árs, auk þess sem þau verði leiðrétt miðað við hækkanir hjá öðrum umfram forsendur síðustu kjarasamninga. Formaður Eflingar segir bandalagið ekki treysta stjórnvöldum og því sé ekki óhætt að semja til lengri tíma. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins komu í húsakynni eflingar í dag til að taka á móti kröfum þriggja aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins, eða Flóabandalagsins svo kallaða, en áður höfðu atvinnurekendur tekið á móti kröfum sextán aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins við litlar undirtektir. Kröfur félaganna sextán byggja á samningi til þriggja ára og því vekja körfur Flóabandalagsins um skammtímasamning athygli. „Það er mjög einföld skýring á því. Við treystum ekki stjórnvöldum til næstu þriggja ára. Við teljum að síðast liðið ár hafi sýnt okkur það að það er sá óstöðugleiki á vinnumarkaði að við teljum okkar hlutum betur borgið með því að gera eingöngu kjarasamning til eins árs,“ segir Sigurður Bessason formaður Eflingar og talsmaður Flóabandalagsins. Flóabandalagið krefst þess að tveir neðstu launaflokkar samninga verði strikaðir út, laun hækki aldrei minna en um 35 þúsund krónur, en hækkanir í einstökum flokkum að teknu tilliti til þess og fleira gætu orðið á bilinu 35 til 47 þúsund krónur og lágmarkslaun sem nú eru 201 þúsund á mánuði verði 240 þúsund krónur. Þá verði leiðrétt sérstaklega fyrir mismuninum á hækkun sem aðrir hafi fengið undanfarið ár umfram félagsfólk Flóabandalagsins. Sigurður segir að það ætti að vera svigrúm til þessara hækkana miðað við það sem samið hafi verið um við aðra á undanförnum vikum og mánuðum. „Við teljum einfaldlega að við eigum sama réttlæti og aðrir þjóðfélagsþegnar í þessu samfélagi. Ef það er rými til verulegra umframhækkana gagnvart öðrum hópum, þá er sannarlega til rými fyrir þá sem eru á lægstu laununum,“ segir Sigurður. Hvort þetta rýmist innan þess svigrúm sem Seðlabankinn hafi talað um fari eftir því hvernig bankinn reikni. „Læknar og kennarar eru um 11 þúsund sem hópur. Innan Flóans erum við 17-18 þúsund. Ætli kostnaðarlega sé ekki meiri kostnaður af samningum lækna og kennara? Þeir samningar eru ekkert reiknaðir út,“ segir Sigurður Bessason. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Sjá meira
Flóabandalagið krefst þess að laun hækki að lágmarki um 35 þúsund krónur í kjarasamningi til eins árs, auk þess sem þau verði leiðrétt miðað við hækkanir hjá öðrum umfram forsendur síðustu kjarasamninga. Formaður Eflingar segir bandalagið ekki treysta stjórnvöldum og því sé ekki óhætt að semja til lengri tíma. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins komu í húsakynni eflingar í dag til að taka á móti kröfum þriggja aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins, eða Flóabandalagsins svo kallaða, en áður höfðu atvinnurekendur tekið á móti kröfum sextán aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins við litlar undirtektir. Kröfur félaganna sextán byggja á samningi til þriggja ára og því vekja körfur Flóabandalagsins um skammtímasamning athygli. „Það er mjög einföld skýring á því. Við treystum ekki stjórnvöldum til næstu þriggja ára. Við teljum að síðast liðið ár hafi sýnt okkur það að það er sá óstöðugleiki á vinnumarkaði að við teljum okkar hlutum betur borgið með því að gera eingöngu kjarasamning til eins árs,“ segir Sigurður Bessason formaður Eflingar og talsmaður Flóabandalagsins. Flóabandalagið krefst þess að tveir neðstu launaflokkar samninga verði strikaðir út, laun hækki aldrei minna en um 35 þúsund krónur, en hækkanir í einstökum flokkum að teknu tilliti til þess og fleira gætu orðið á bilinu 35 til 47 þúsund krónur og lágmarkslaun sem nú eru 201 þúsund á mánuði verði 240 þúsund krónur. Þá verði leiðrétt sérstaklega fyrir mismuninum á hækkun sem aðrir hafi fengið undanfarið ár umfram félagsfólk Flóabandalagsins. Sigurður segir að það ætti að vera svigrúm til þessara hækkana miðað við það sem samið hafi verið um við aðra á undanförnum vikum og mánuðum. „Við teljum einfaldlega að við eigum sama réttlæti og aðrir þjóðfélagsþegnar í þessu samfélagi. Ef það er rými til verulegra umframhækkana gagnvart öðrum hópum, þá er sannarlega til rými fyrir þá sem eru á lægstu laununum,“ segir Sigurður. Hvort þetta rýmist innan þess svigrúm sem Seðlabankinn hafi talað um fari eftir því hvernig bankinn reikni. „Læknar og kennarar eru um 11 þúsund sem hópur. Innan Flóans erum við 17-18 þúsund. Ætli kostnaðarlega sé ekki meiri kostnaður af samningum lækna og kennara? Þeir samningar eru ekkert reiknaðir út,“ segir Sigurður Bessason.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Sjá meira