Með gamla menn í hópnum sem lærðu að vera saman áður en Facebook varð til Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. september 2015 13:00 Arnar Guðjónsson, fyrir miðju, á æfingu íslenska landsliðsins. vísir/andri marinó Karlandsliðið í körfubolta hefur leik á EM 2015 á laugardaginn þegar liðið mætir heimamönnum í Þýskalandi, en riðill Íslands verður spilaður í Berlín. Ísland á fimm mjög erfiða leiki fyrir höndum, en auk Þýskalands eru í riðlinum Serbía, Spánn, Tyrkland og Ítalía. Íslenska liðið fékk 40 stiga skell gegn Belgíu í síðasta æfingaleikum fyrir EM og er undir það búið að lenda í öðru eins á Evrópumótinu. „Ég ætla að gefa mér það, að við vinnum ekki fimm leiki á mótinu. Við getum alveg örugglega lent í tapi eins gegn Belgum. Körfuboltinn er bara þannig að þú ert mest með boltann 24 sekúndur í einu og svo fá hinir hann,“ sagði Arnar Guðjónsson, annar tveggja aðstoðarþjálfara Íslands, í viðtali í Akraborginni í gær. „Þegar menn eru ekki að spila vel gegn góðum þjóðum er ekki boðið upp á að pakka í vörn. Þegar menn spila á móti liði eins og Spánverjum, sem eru númer tvö á heimslistanum, og Serbum, sem voru í úrslitum á HM í fyrra, er líklegt að litla Ísland verði í vandræðum.“Hörður Axel Vilhjálmsson er á EM en Brynjar Þór Björnsson rétt missti af mótinu.vísir/andri marinóErfitt andlega fyrir strákana Íslenska liðið er búið að vera mikið saman í sumar og spila á tveimur æfingamótum. Allir í liðinu eru að upplifa eitthvað nýtt með landsliðinu, en hvernig hefur það verið að vera svona mikið saman? „Samveran er búin að vera mjög skemmtileg. Þetta er samheldinn hópur. Menn eru mjög duglegir að gera eitthvað saman. Það er enginn bara í sínu horni að horfa á bíómyndir,“ sagði Arnar. „Það vill til að við erum með mikið af gömlum mönnum sem lærðu að vera saman í hóp áður en Facebook varð til og svoleiðis. Það hjálpar rosalega mikið. Menn eru mikið að spila og svo er farið út og setið á kaffihúsum.“ Aðeins tólf íslenskir körfuboltamenn fá að upplifa drauminn að spila á stórmóti en upphaflegi æfingahópurinn taldi 21 leikmann. Á lokasprettinum voru svo Brynjar Þór Björnsson, Sigurður Þorvaldsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson skornir frá hópnum. „Það var auðvitað mjög erfitt andlega fyrir strákana að missa góða vini sína úr hópnum. Ég veit samt að einhverjir af þeim sem voru skornir frá hópnum ætla að koma út og styðja liðið,“ sagði Arnar, en Körfuknattleikssambandið ætlar að bjóða þessum þremur síðustu sem tóku þátt í stærstum hluta undirbúningsins með til Berlínar. „Það er rosalega vel og ríkumannlega gert hjá KKÍ. Þessir strákar eru hluti ástæðunnar að við komumst hingað. Þeir eru enn hluti af þessu liði þó þeir komust ekki í síðustu tólf. Það er samt bara jákvætt fyrir íslenskan körfubolta að eiga svona góða leikmenn fyrir utan hóp,“ sagði Arnar.Ægir Þór Steinarsson og strákarnir okkar eiga erfiða leiki fyrir höndum.vísir/andri marinóEitt besta tækifærið til að vinna leik Fyrsti leikur á EM verður gegn Þýskalandi. Stórstjarnan og NBA-meistarinn Dirk Nowitzki verður með Þjóðverjum á mótinu, en hann ætlar að reyna að kveðja landsliðið með Evrópumeistaratitli. „Þeir eru með nokkra veikleika sem við teljum okkur geta sótt á,“ sagði Arnar um möguleikana gegn Þjóðverjum, en það er leikur þar sem Ísland telur sig geta unnið sigur. „Þeir eru með hægan stóran mann sem hefur oft hentað okkur best. Maður hefur líka heyrt að þeir ætli í einhverja tilfæringar og munu mæta með lítið lið á móti okkur. Við þurfum að undirbúa okkur fyrir það líka.“ „Við förum brattir inn í þennan leik og við ætlum að vinna hann. Þetta er eitt besta tækifærið okkar til að vinna leik.“ „Ef Þjóðverjar spila eins og þeir hafa verið að gera getum við unnið þá. Við vorum túristar í dag en við ætlum að láta það duga. Á morgun ætlum við að halda áfram að vera íþróttamenn í Berlín og ná úrslitum,“ sagði Arnar Guðjónsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. EM 2015 í Berlín Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Fótbolti Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira
Karlandsliðið í körfubolta hefur leik á EM 2015 á laugardaginn þegar liðið mætir heimamönnum í Þýskalandi, en riðill Íslands verður spilaður í Berlín. Ísland á fimm mjög erfiða leiki fyrir höndum, en auk Þýskalands eru í riðlinum Serbía, Spánn, Tyrkland og Ítalía. Íslenska liðið fékk 40 stiga skell gegn Belgíu í síðasta æfingaleikum fyrir EM og er undir það búið að lenda í öðru eins á Evrópumótinu. „Ég ætla að gefa mér það, að við vinnum ekki fimm leiki á mótinu. Við getum alveg örugglega lent í tapi eins gegn Belgum. Körfuboltinn er bara þannig að þú ert mest með boltann 24 sekúndur í einu og svo fá hinir hann,“ sagði Arnar Guðjónsson, annar tveggja aðstoðarþjálfara Íslands, í viðtali í Akraborginni í gær. „Þegar menn eru ekki að spila vel gegn góðum þjóðum er ekki boðið upp á að pakka í vörn. Þegar menn spila á móti liði eins og Spánverjum, sem eru númer tvö á heimslistanum, og Serbum, sem voru í úrslitum á HM í fyrra, er líklegt að litla Ísland verði í vandræðum.“Hörður Axel Vilhjálmsson er á EM en Brynjar Þór Björnsson rétt missti af mótinu.vísir/andri marinóErfitt andlega fyrir strákana Íslenska liðið er búið að vera mikið saman í sumar og spila á tveimur æfingamótum. Allir í liðinu eru að upplifa eitthvað nýtt með landsliðinu, en hvernig hefur það verið að vera svona mikið saman? „Samveran er búin að vera mjög skemmtileg. Þetta er samheldinn hópur. Menn eru mjög duglegir að gera eitthvað saman. Það er enginn bara í sínu horni að horfa á bíómyndir,“ sagði Arnar. „Það vill til að við erum með mikið af gömlum mönnum sem lærðu að vera saman í hóp áður en Facebook varð til og svoleiðis. Það hjálpar rosalega mikið. Menn eru mikið að spila og svo er farið út og setið á kaffihúsum.“ Aðeins tólf íslenskir körfuboltamenn fá að upplifa drauminn að spila á stórmóti en upphaflegi æfingahópurinn taldi 21 leikmann. Á lokasprettinum voru svo Brynjar Þór Björnsson, Sigurður Þorvaldsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson skornir frá hópnum. „Það var auðvitað mjög erfitt andlega fyrir strákana að missa góða vini sína úr hópnum. Ég veit samt að einhverjir af þeim sem voru skornir frá hópnum ætla að koma út og styðja liðið,“ sagði Arnar, en Körfuknattleikssambandið ætlar að bjóða þessum þremur síðustu sem tóku þátt í stærstum hluta undirbúningsins með til Berlínar. „Það er rosalega vel og ríkumannlega gert hjá KKÍ. Þessir strákar eru hluti ástæðunnar að við komumst hingað. Þeir eru enn hluti af þessu liði þó þeir komust ekki í síðustu tólf. Það er samt bara jákvætt fyrir íslenskan körfubolta að eiga svona góða leikmenn fyrir utan hóp,“ sagði Arnar.Ægir Þór Steinarsson og strákarnir okkar eiga erfiða leiki fyrir höndum.vísir/andri marinóEitt besta tækifærið til að vinna leik Fyrsti leikur á EM verður gegn Þýskalandi. Stórstjarnan og NBA-meistarinn Dirk Nowitzki verður með Þjóðverjum á mótinu, en hann ætlar að reyna að kveðja landsliðið með Evrópumeistaratitli. „Þeir eru með nokkra veikleika sem við teljum okkur geta sótt á,“ sagði Arnar um möguleikana gegn Þjóðverjum, en það er leikur þar sem Ísland telur sig geta unnið sigur. „Þeir eru með hægan stóran mann sem hefur oft hentað okkur best. Maður hefur líka heyrt að þeir ætli í einhverja tilfæringar og munu mæta með lítið lið á móti okkur. Við þurfum að undirbúa okkur fyrir það líka.“ „Við förum brattir inn í þennan leik og við ætlum að vinna hann. Þetta er eitt besta tækifærið okkar til að vinna leik.“ „Ef Þjóðverjar spila eins og þeir hafa verið að gera getum við unnið þá. Við vorum túristar í dag en við ætlum að láta það duga. Á morgun ætlum við að halda áfram að vera íþróttamenn í Berlín og ná úrslitum,“ sagði Arnar Guðjónsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Fótbolti Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira