Innlent

Fólk er ekki að flýja Sigmund Davíð

Jakob Bjarnar skrifar
Þremenningarnir í forsætisráðuneytinu fegnir mjög nýjustu upplýsingum frá Hagstofu Íslands.
Þremenningarnir í forsætisráðuneytinu fegnir mjög nýjustu upplýsingum frá Hagstofu Íslands.

„Þá getur fólk hætt að fabúlera um að ungt fólk sé að flýja ríkisstjórn og "Kafkaíska" spillingu á Íslandi miklu meira en áður. Hagstofan segir nefnilega að það sé barasta ekkert þannig,“ segir hægri hönd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra; Jóhannes Þór Skúlason á Facebooksíðu sinni.

Hann vitnar í frétt frá Hagstofunni þar sem fram kemur að engar marktækar breytingar eru í flutningsjöfnuði fyrstu ársfjórðunga 2015.

Og Sigurður Már Jónsson upplýsingafulltrúi ríkistjórnarinnar telur einnig vert að blása á landsflóttatal og spekileka, hann vitnar í sömu frétt á Facebook.

„Þá liggur það fyrir. Hagstofan bendir á að sé hlutfall íslenskra ríkisborgara sem flytja til og frá landinu á mismunandi aldursbili (af heildarfjölda aðfluttra og brottfluttra) árið 2015 borið saman við sambærilegt hlutfall áranna 1986 til 2014 fæst niðurstaðan að engar markverðar breytingar hafi átt sér stað árið 2015. Aukinn fjöldi brottfluttra er ekki umfram það sem telja má eðlilega sveiflu miðað við fyrri ár. Þessi niðurstaða á við hvort sem horft er til búferlaflutninga hjá einstaklingum eða kjarnafjölskyldum. Ekki sést neinn munur sé horft til þeirra sem eru yngri en 40 annars vegar og eldri en 45 hins vegar,“ segir Sigurður Már.

Þá getur fólk hætt að fabúlera um að ungt fólk sé að flýja ríkisstjórn og "Kafkaíska" spillingu á Íslandi miklu meira en áður. Hagstofan segir nefnilega að það sé barasta ekkert þannig.

Posted by Jóhannes Þór on 27. nóvember 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×