Óskarsleikkona í íslenskri mynd Adda Soffia Ingvarsdottir skrifar 28. mars 2015 11:00 Emmanuelle Riva var tilnefnd til Óskarsverðlauna 2013 og fékk BAFTA-verðlaunin sama ár. Vísir/Getty „Hún er rosalega spennt að koma hingað, hún hefur ekki komið áður,“ segir Guðrún Edda Þórhannesdóttir, framleiðandi hjá DUO Pictures. Hingað til lands er væntanleg franska leikkonan Emmanuelle Riva, sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Amour árið 2013. Hún mun fara með hlutverk í kvikmyndinni Þá og þegar, elskan.Guðrún Edda Þórhannesdóttir. Vísir/GVARiva er 88 ára gömul, en lætur aldurinn ekki stoppa sig. „Það er mjög merkilegt að hún taki að sér íslenska kvikmynd, en hún varð svo hrifin af verkefninu hennar Kristínar að hún vildi vera með. Þetta eru aðallega innisenur sem hún verður í,“ segir Guðrún. Leikstjóri myndarinnar er Kristín Jóhannesdóttir, sem gerði Svo á jörðu, sem á himni. „Það er langt síðan Kristín gerði mynd, svo þetta verður spennandi. Með þeim í myndinni verður einnig leikmyndahönnuðurinn Laszlo Rajk sem er algjör stjarna í kvikmyndaheiminum.“ Myndin, sem verður meðal annars á íslensku og frönsku, verður tekin upp í haust og er Riva væntanleg til landsins í október. Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Lífið Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Lífið Uppáhalds atriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Víkingar fengu son í jólagjöf Lífið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Fleiri fréttir Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
„Hún er rosalega spennt að koma hingað, hún hefur ekki komið áður,“ segir Guðrún Edda Þórhannesdóttir, framleiðandi hjá DUO Pictures. Hingað til lands er væntanleg franska leikkonan Emmanuelle Riva, sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Amour árið 2013. Hún mun fara með hlutverk í kvikmyndinni Þá og þegar, elskan.Guðrún Edda Þórhannesdóttir. Vísir/GVARiva er 88 ára gömul, en lætur aldurinn ekki stoppa sig. „Það er mjög merkilegt að hún taki að sér íslenska kvikmynd, en hún varð svo hrifin af verkefninu hennar Kristínar að hún vildi vera með. Þetta eru aðallega innisenur sem hún verður í,“ segir Guðrún. Leikstjóri myndarinnar er Kristín Jóhannesdóttir, sem gerði Svo á jörðu, sem á himni. „Það er langt síðan Kristín gerði mynd, svo þetta verður spennandi. Með þeim í myndinni verður einnig leikmyndahönnuðurinn Laszlo Rajk sem er algjör stjarna í kvikmyndaheiminum.“ Myndin, sem verður meðal annars á íslensku og frönsku, verður tekin upp í haust og er Riva væntanleg til landsins í október.
Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Lífið Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Lífið Uppáhalds atriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Víkingar fengu son í jólagjöf Lífið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Fleiri fréttir Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira