Þrír leikir í úrvalsdeildinni en valinn í enska landsliðið | Hver er þessi Dele Alli? Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. október 2015 13:00 Dele Alli á framtíðina fyrir sér. vísir/getty Dele Alli, 19 ára gamall leikmaður Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, var annar tveggja nýliða í landsliðshópi Englands sem Roy Hodgson tilkynnti í dag. England er nú þegar búið að tryggja sér sæti á EM 2016 líkt og strákarnir okkar í íslenska landsliðinu, en þeir ensku eiga fyrir höndum leiki gegn Eistlandi og Litháen. En hver er þessi Dele Alli sem er kominn í enska landsliðið eftir að spila aðeins fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni?Dele Alli er stór og sterkur og góður með boltann.vísir/gettyDeli Alli heitir fullu nafni Bamidele Jermaine Alli. Hann fæddist 11. apríl 1996 í Milton Keynes á Englandi og gekk í raðir Milton Keynes Dons árið 2007 þegar hann var ellefu ára gamall. Hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir MK Dons sextán ára gamall í nóvember 2012 þegar hann kom inn á sem varamaður í bikarleik. Fyrsta snerting hans með boltann var hælsending. Fyrsta markið fyrir MK Dons skoraði hann ellefu dögum síðar í bikarnum þegar Dons vann Cambridge í endurteknum bikarleik, 6-1. Það var jafnframt hans fyrsti byrjunarliðsleikur. Alli komst í byrjunarliðið hjá MK Dons fyrir tímabilið 2013/2014 og skoraði þá sex mörk í 33 leikjum í C-deildinni. Lið í úrvalsdeildinni voru farin að skoða Alli sem ákvað þó að taka slaginn aftur með Dons á síðustu leiktíð. Fyrsta mark Dele Alli fyrir Tottenham gegn Leicester: MK Dons tók 3,5 milljóna punda tilboði Liverpool í strákinn sumarið 2014, en Alli, sem hefur alla tíð verið stuðningsmaður Liverpool og mikill aðdáandi Steven Gerrard, vildi ekki fara frá sínu félagi. „Ég vildi spila fyrir MK aðeins lengur og fá fleiri leiki í byrjunarliðinu. Ég vissi að með aðeins meiri reynslu væri ég tilbúinn til að fara,“ sagði Alli í viðtali við Four Four Two. Biðin borgaði sig því Alli vakti enn meiri áhuga hjá stóru liðunum þegar hann átti stórleik gegn Manchester United í deildabikarnum á síðustu leiktíð. MK Dons vann leikinn, 4-0. MK Dons gat ekki haldið í strákinn lengur og keypti Tottenham Alli fyrir fimm milljónir punda í janúar á þessu ári. Sú upphæð á eftir að vera hærri þegar árangurstengdar greiðslur fara að skila sér til Dons. Alli var aftur á móti lánaður strax aftur til MK Dons og kláraði hann tímabilið með uppeldisfélaginu. Alli skoraði 16 mörk og gaf níu stoðsendingar og hjálpaði Dons upp í B-deildina. Hann var svo kjörinn efnilegasti leikmaður neðri deildanna á Englandi eftir síðasta tímabil.Dele Alli fór á kostum með MK Dons í fyrra; komst upp um deild og var valinn efnilegasti leikmaðurinn.vísir/getty„Ég get ekki logið, þetta verður erfitt og mikil áskorun. En ég trúi því að ég sé tilbúinn. Að mínu mati fer ég til Tottenham til að spila og ég mun leggja mikið á mig til að komast í byrjunarliðið,“ sagði Alli áður en hann hóf undirbúningstímabilið á White Hart Lane. Hann hefur svo sannarlega gert alla réttu hlutina síðan hann kom til Tottenham. Alli spilaði sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni 8. ágúst þegar hann kom inn á sem varamaður gegn Manchester United og skoraði sitt fyrsta mark gegn Leicester 22. ágúst í 1-1 jafntefli. Alli er í heildina búinn að spila þrjá leiki í úrvalsdeildinni fyrir Tottenham og skora eitt mark, en hann á einnig að baki leiki fyrir öll yngri landslið Englands. Margir eru á því að framtíðin sé björt á enska landsliðinu með unga leikmenn á borð við Harry Kane, Alex Oxlade-Chamberlain, Luke Shaw og Ross Barkley. Dele Alli virðist vera enn eitt ungstirnið. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Sjá meira
Dele Alli, 19 ára gamall leikmaður Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, var annar tveggja nýliða í landsliðshópi Englands sem Roy Hodgson tilkynnti í dag. England er nú þegar búið að tryggja sér sæti á EM 2016 líkt og strákarnir okkar í íslenska landsliðinu, en þeir ensku eiga fyrir höndum leiki gegn Eistlandi og Litháen. En hver er þessi Dele Alli sem er kominn í enska landsliðið eftir að spila aðeins fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni?Dele Alli er stór og sterkur og góður með boltann.vísir/gettyDeli Alli heitir fullu nafni Bamidele Jermaine Alli. Hann fæddist 11. apríl 1996 í Milton Keynes á Englandi og gekk í raðir Milton Keynes Dons árið 2007 þegar hann var ellefu ára gamall. Hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir MK Dons sextán ára gamall í nóvember 2012 þegar hann kom inn á sem varamaður í bikarleik. Fyrsta snerting hans með boltann var hælsending. Fyrsta markið fyrir MK Dons skoraði hann ellefu dögum síðar í bikarnum þegar Dons vann Cambridge í endurteknum bikarleik, 6-1. Það var jafnframt hans fyrsti byrjunarliðsleikur. Alli komst í byrjunarliðið hjá MK Dons fyrir tímabilið 2013/2014 og skoraði þá sex mörk í 33 leikjum í C-deildinni. Lið í úrvalsdeildinni voru farin að skoða Alli sem ákvað þó að taka slaginn aftur með Dons á síðustu leiktíð. Fyrsta mark Dele Alli fyrir Tottenham gegn Leicester: MK Dons tók 3,5 milljóna punda tilboði Liverpool í strákinn sumarið 2014, en Alli, sem hefur alla tíð verið stuðningsmaður Liverpool og mikill aðdáandi Steven Gerrard, vildi ekki fara frá sínu félagi. „Ég vildi spila fyrir MK aðeins lengur og fá fleiri leiki í byrjunarliðinu. Ég vissi að með aðeins meiri reynslu væri ég tilbúinn til að fara,“ sagði Alli í viðtali við Four Four Two. Biðin borgaði sig því Alli vakti enn meiri áhuga hjá stóru liðunum þegar hann átti stórleik gegn Manchester United í deildabikarnum á síðustu leiktíð. MK Dons vann leikinn, 4-0. MK Dons gat ekki haldið í strákinn lengur og keypti Tottenham Alli fyrir fimm milljónir punda í janúar á þessu ári. Sú upphæð á eftir að vera hærri þegar árangurstengdar greiðslur fara að skila sér til Dons. Alli var aftur á móti lánaður strax aftur til MK Dons og kláraði hann tímabilið með uppeldisfélaginu. Alli skoraði 16 mörk og gaf níu stoðsendingar og hjálpaði Dons upp í B-deildina. Hann var svo kjörinn efnilegasti leikmaður neðri deildanna á Englandi eftir síðasta tímabil.Dele Alli fór á kostum með MK Dons í fyrra; komst upp um deild og var valinn efnilegasti leikmaðurinn.vísir/getty„Ég get ekki logið, þetta verður erfitt og mikil áskorun. En ég trúi því að ég sé tilbúinn. Að mínu mati fer ég til Tottenham til að spila og ég mun leggja mikið á mig til að komast í byrjunarliðið,“ sagði Alli áður en hann hóf undirbúningstímabilið á White Hart Lane. Hann hefur svo sannarlega gert alla réttu hlutina síðan hann kom til Tottenham. Alli spilaði sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni 8. ágúst þegar hann kom inn á sem varamaður gegn Manchester United og skoraði sitt fyrsta mark gegn Leicester 22. ágúst í 1-1 jafntefli. Alli er í heildina búinn að spila þrjá leiki í úrvalsdeildinni fyrir Tottenham og skora eitt mark, en hann á einnig að baki leiki fyrir öll yngri landslið Englands. Margir eru á því að framtíðin sé björt á enska landsliðinu með unga leikmenn á borð við Harry Kane, Alex Oxlade-Chamberlain, Luke Shaw og Ross Barkley. Dele Alli virðist vera enn eitt ungstirnið.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn