Innlent

Farþegaþota hringsólaði yfir Akureyri en lenti loks í Keflavík

Gissur Sigurðsson skrifar
Farþegum var svo boðið upp á rútufar til Akureyrar, en ekki fylgir sögunni hvort allir farþegarnir þáðu það.
Farþegum var svo boðið upp á rútufar til Akureyrar, en ekki fylgir sögunni hvort allir farþegarnir þáðu það.
Farþegaþota á vegum Primera, sem var að koma frá Tenerife og ætlaði að lenda á Akureyri í gærkvöldi, hætti við lendingu eftir að hafa sveimað yfir vellinum í mikilli ókyrrð í um það bil 40 mínútur, að sögn eins farþegans.

Var þá flogið til Keflavíkur og lent þar. Farþegum var svo boðið upp á rútufar til Akureyrar, en ekki fylgir sögunni hvort allir farþegarnir þáðu það.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×