Innlent

Veitir afslátt af þagnarskyldu

Sveinn Arnarsson skrifar
Róbert Marshall er flutningsmaður frumvarpsins um vernd uppljóstrara.
Róbert Marshall er flutningsmaður frumvarpsins um vernd uppljóstrara. Vísir/Gva
Persónuvernd leggst gegn lagafrumvarpi Róberts Marshall um miðlun upplýsinga og vernd uppljóstrara sem lagt var fram á þingi 25. mars síðastliðinn.

Persónuvernd gerir alvarlegar athugasemdir við ákvæði frumvarpsins um að gefinn verði einhvers konar afsláttur af þagnarskylduákvæðum laga en í frumvarpinu er kveðið á um að ekki verði refsað fyrir brot á trúnaði og eða þagnarskyldu.

Persónuvernd telur að skýra þurfi nánar þessi ákvæði í frumvarpinu.

Telur stofnunin að verði frumvarpið samþykkt geti læknar og heilbrigðisstarfsmenn til að mynda sagt frá högum sjúklinga sinna. Það stangist alvarlega á við ákvæði stjórnarskrár Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu um friðhelgi einkalífsins.



Persónuvernd telur það afar varhugavert að veita slíka óskilgreinda undanþágu frá refsingu fyrir að rjúfa friðhelgi einkalífsins og telur farsælast að frumvarpið verði ekki samþykkt í núverandi mynd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×