Innlent

Dagpeningum ríkisins breytt

Sveinn Arnarsson skrifar
Opinberir starfsmenn þurfa stundum að ferðast starfa sinna vegna.
Opinberir starfsmenn þurfa stundum að ferðast starfa sinna vegna. Fréttablaðið/GVA
Gisting og fæði ríkisstarfsmanns í einn sólarhring á ferðalagi innanlands kostar 33.100 krónur. Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið dagpeninga til greiðslu kostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum. Ákvörðunin tók gildi um mánaðamótin og koma í stað reglna sem frá því í október á síðasta ári.

Gisting fyrir ríkisstarfsmann í einn sólarhring kostar 22.000 krónur og fæði fyrir hvern heilan dag kostar heilar 10.900 krónur en 5.450 fyrir hálfan.

Samkvæmt þessu kostar fæði eins ríkisstarfsmanns því 327.000 krónur á mánuði á ferðalagi innanlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×