Fjögurra ára fangelsi fyrir hnífsstunguárás Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. júní 2015 16:38 Héraðsdómur Reykjavíkur vísir/pjetur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag tæplega fertugan karlmann, Styrmi Haukdal Snæfeld Kristinsson, í fjögurra ára fangelsi fyrir líkamsárás. Dómurinn taldi sannað að Styrmir hefði stungið mann í brjóstið við fyrir utan smáhýsi við Fiskislóð í Reykjavík með þeim afleiðingum að fjögurra sentimetra skurðsár myndaðist á brjósti hægra megin. Lögregla var kölluð á vettvang þann 10. janúar síðastliðinn eftir að hafa fengið tilkynningu um að maður hefði verið stunginn með hníf í brjóstkassann skammt frá fiskislóð. Á upptökum úr öryggismyndavél sést hvar Styrmir og brotaþoli takast á og brúka meðal annars nálægar tunnur, skóflur og grindur til verksins. Báðir aðilar voru undir áhrifum eiturlyfja þegar atvikið átti sér stað. Í yfirheyrslum játaði Styrmir að hafa stungið brotaþola með hníf en hafi ekki ætlað að bana honum. Engin vitni voru að atburðinum önnur en mennirnir tveir sem áttust við og hefur hnífurinn ekki fundist. Sakaferill Styrmis er langur. Hann hefur alls ellefu sinnum verið dæmdur fyrir brot gegn almennum hegninarlögum og umferðarlögum. Fimm sinnum hefur hann gengist undir sátt vegna brota gegn sömu lögum. Hann hefur fimm sinnum verið dæmdur í fangelsi fyrir líkamsárás, fyrst árið 1994, og setið vel á fjórða ár innan veggja fangelsa landsins. Í dómsorði segir að árásin hafi verið alvarleg og að brotaþoli hafi varist henni allan tímann. Þykir fjögurra ára fangelsi hæfileg refsing en til frádráttar því komi gæsluvarðhald frá 13. janúar til 26. mars. Að auki var Styrmi gert að greiða brotaþola eina milljón króna í skaðabætur og allan málskostnað. Dóminn í heild sinni má lesa hér. Uppfært 22.55: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar stóð að Styrmir hefði verið sakfelldur fyrir tilraun til manndráps, en hið rétta er að hann hlaut dóm fyrir líkamsárás. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Tengdar fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps úti á Granda Hin meinta árás átti sér stað fyrir utan smáhýsi við Fiskislóð þann 10. janúar síðastliðinn. 21. apríl 2015 23:15 Maður stunginn úti á Granda í nótt Lögreglan hafði í nógu að snúast. 11. janúar 2015 09:14 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag tæplega fertugan karlmann, Styrmi Haukdal Snæfeld Kristinsson, í fjögurra ára fangelsi fyrir líkamsárás. Dómurinn taldi sannað að Styrmir hefði stungið mann í brjóstið við fyrir utan smáhýsi við Fiskislóð í Reykjavík með þeim afleiðingum að fjögurra sentimetra skurðsár myndaðist á brjósti hægra megin. Lögregla var kölluð á vettvang þann 10. janúar síðastliðinn eftir að hafa fengið tilkynningu um að maður hefði verið stunginn með hníf í brjóstkassann skammt frá fiskislóð. Á upptökum úr öryggismyndavél sést hvar Styrmir og brotaþoli takast á og brúka meðal annars nálægar tunnur, skóflur og grindur til verksins. Báðir aðilar voru undir áhrifum eiturlyfja þegar atvikið átti sér stað. Í yfirheyrslum játaði Styrmir að hafa stungið brotaþola með hníf en hafi ekki ætlað að bana honum. Engin vitni voru að atburðinum önnur en mennirnir tveir sem áttust við og hefur hnífurinn ekki fundist. Sakaferill Styrmis er langur. Hann hefur alls ellefu sinnum verið dæmdur fyrir brot gegn almennum hegninarlögum og umferðarlögum. Fimm sinnum hefur hann gengist undir sátt vegna brota gegn sömu lögum. Hann hefur fimm sinnum verið dæmdur í fangelsi fyrir líkamsárás, fyrst árið 1994, og setið vel á fjórða ár innan veggja fangelsa landsins. Í dómsorði segir að árásin hafi verið alvarleg og að brotaþoli hafi varist henni allan tímann. Þykir fjögurra ára fangelsi hæfileg refsing en til frádráttar því komi gæsluvarðhald frá 13. janúar til 26. mars. Að auki var Styrmi gert að greiða brotaþola eina milljón króna í skaðabætur og allan málskostnað. Dóminn í heild sinni má lesa hér. Uppfært 22.55: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar stóð að Styrmir hefði verið sakfelldur fyrir tilraun til manndráps, en hið rétta er að hann hlaut dóm fyrir líkamsárás. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Tengdar fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps úti á Granda Hin meinta árás átti sér stað fyrir utan smáhýsi við Fiskislóð þann 10. janúar síðastliðinn. 21. apríl 2015 23:15 Maður stunginn úti á Granda í nótt Lögreglan hafði í nógu að snúast. 11. janúar 2015 09:14 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Ákærður fyrir tilraun til manndráps úti á Granda Hin meinta árás átti sér stað fyrir utan smáhýsi við Fiskislóð þann 10. janúar síðastliðinn. 21. apríl 2015 23:15