Framleiðslustjóri SagaFilm: „Sálfræðingar höfnuðu öllu samstarfi“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. mars 2015 13:00 "Ásakanir um að The Biggest Loser sé snákaolíusölumennska eru afar ósmekklegar,“ segir Þórhallur. vísir/gva og mynd/youtube „Hvers vegna í ósköpunum má ekki sýna alls konar líkama í sjónvarpi?“ spyr Þórhallur Gunnarsson, framleiðslustjóri SagaFilm, en fyrirtækið sér um framleiðslu á þáttunum The Biggest Loser Ísland. Þórhallur segir að þátttakendur The Biggest Loser sé tólf til fjórtán manna hópur sem glímt hafi við ofþyngd í einhvern tíma og fær tækifæri til að lifa á heilsuhóteli um stund. Þar æfi það undir handleiðslu þrautreyndra þjálfara og stundi að auki jóga, útivist, fari í göngutúra auk þess að fá ráðgjöf um næringu, fjármál, meðvirkni, hollustu og heilbriði. „Það er enginn neyddur í neitt. Það mega allir fara heim þegar þeir vilja og þau mega segja nei. Þátttakendur bera ábyrgð á sér sjálfir og það er best að spyrja þá sjálfa hvernig þeim leið. Ég reikna með að þau svari því þannig að þetta hafi verið hrikalega erfitt í byrjun en hafi síðan orðið auðveldara og líðan þeirra betri.“Þórhallur Gunnarsson, framleiðslustjóri sjónvarpssviðs SagaFilmvísir/gvaSálfræðingar höfnuðu samstarfi „Þegar fyrsta þáttaröðin fór af stað fordæmdu sálfræðingar þáttinn án þess að kynna sér af eigin raun hvaða starf er unnið á Ásbrú. Þrátt fyrir það þá buðum við sálfræðingum nú að vera viðstödd og rannsaka þátttakendur svo þeir gætu séð þetta með eigin augum í stað þess að vísa í erlendar rannsóknir. Þeir sálfræðingar sem við ræddum við höfnuðu tilboði okkar.“ Þórhallur var meðal áhorfenda á málþingi sem sálfræðinemar við HR héldu um þáttinn. Hann segir að tveimur frummælendanna hafi verið tíðrætt um erlendar rannsóknir án þess að vísa nokkuð í hvar þær rannsóknir voru gerðar, hvenær þær voru gerðar eða af hverjum þær voru framkvæmdar.Sífellt vísað í huldurannsóknir „Það voru 1.300 einstaklingar sem sóttu um þátttöku í fyrstu þáttaröðinni og aðeins örlítið brot þeirra komst að. Við þiggjum alla þá aðstoð sem okkur býðst við að hjálpa því fólki sem kemur til okkar en það er erfitt þegar vilji til samstarfs er lítill,“ segir Þórhalldur. Á málþinginu kom fram gagnrýni á þáttinn. Meðal annars að aðstandendur hans hefðu ekkert í hendi nema dæmisögur fyrri þátttakenda og einhverjir líktu þeim við snákaolíusölumenn. Einnig hafi því verið haldið fram að stærstur hluti þeirra sem léttist myndi alltaf fara í sama farið aftur. „Alltaf var talað um einhverjar rannsóknir en aldrei fjallað meir um hvernig þær litu út. Ég verð að segja að mér finnast þetta afar undarlegar fullyrðingar og ekki hvetjandi fyrir þá sem glíma við heilsufarsvandamál. Að við framleiðendurnir sem og Gurrý og Evert séum snákaolíusölumenn var í besta falli ósmekkleg samlíking hjá þeim sálfræðingi sem gaf það í skyn.“Þjálfarar ásamt keppendummynd/sigurjón ragnarÞátttakendurnir eru orðnir að fyrirmyndum okkar „Við eigum núna dæmisögur af fólki sem fór í gegnum fyrstu þáttaröðina og einnig þeim sem eru núna að klára þáttaröð tvö. Þetta fólk getur sagt okkur frá þeim áhrifum sem það hafði á líf þeirra að taka þátt í þessu ferli. Eða eru þau ekki marktæk?“ Þórhallur segir það afar sérstakt að heyra sálfræðinga tala um offeita sem hóp andlega veikra einstaklinga sem séu ekki færir um að taka ákvarðanir um sín eigin mál og sinn eigin líkama. „Af okkar kynnum við þátttakendur The Biggest Loser er hér um að ræða skynsamar manneskjur sem vilja breyta lífi sínu til hins betra. Þau stefni ekki endilega að því að vera að grönn heldur heilbrigð. Þau vilja hafa heilsu til þess að vera með börnunum sínum, stunda nám eða vinnu og njóta tómstunda.“ Eðlilega sé bakgrunnur og aðstæður þeirra ekki eins. Hinsvegar myndist milli þeirra bæði vinátta og samkennd og þau fá stuðning hvert frá öðru við að ná heilsu. Þórhallur segir það mikilvægt upp á framhaldið að gera. „Í raun eru þátttakendur orðnir að fyrirmyndum okkar sem komum að þættinum því hugarfar þeirra er aðdáunarvert,“ segir Þórhallur.Jónas Pálmar á vigtinni í fyrstu þáttaröðinni.Hafði fordóma áður en framleiðslan hófst Áður en SagaFilm hóf framleiðslu á The Biggest Loser segir Þórhallur að hann hafi haft fordóma gagnvart bandarísku þáttunum. Þeir fordómar hafi hins vegar horfið sem dögg fyrir sólu fyrir lifandis löngu. „Ég fylgdist með keppendum og þeim stakkaskiptum sem þeir tóku á meðan dvöl þeirra stóð og það eitt nægði mér.“ Hann segir að fordómar fræðifólksins á málþinginu hafi komið sér á óvart þar sem fyrir fram hafði hann búist við því að þeir ættu að vera nokkuð fordómalausir. „Ég trúi því ekki, og hreinlega vona, að það sem sagt var á málþinginu endurspegli ekki sjónarmið allra sálfræðinga landsins.“Ásakanir um hlutgervingu helber þvættingur „Þetta er svo fjarri sannleikanum,“ segir Þórhallur aðspurður um hvort þættirnir reyni að hlutgera þátttakendur með fyrirkomulagi vigtunarinnar með því að hafa þá fáklædda við þá iðju. „Skýringin fyrir þessu er afar einföld. Þátttakendurnir hafa lengi lagt sig fram við það að fela líkama sinn fyrir öðrum og segjast skammast sín fyrir hann. Áhrifin af þessu er að fólk byrjar fyrr að taka líkama sinn í sátt og hættir að fela hann.“ Þórhallur bendir á að við vigtun séu keppendur klæddir í fatnað sem er viðurkenndur í sundi og í líkamsræktarstöðvum og ef þetta sjokkeri einhverja áhorfendur þá þurfi þeir einfaldlega að skoða hvers lags fordómum þeir séu haldnir. „Af hverju í ósköpunum mega þau ekki koma fram eins og aðrir? Af hverju má eingöngu grannt fólk sjást hálfnakið í sjónvarpi? Af hverju ættu þau að bíða með að sýna sig í stað þess að sýna sig strax eins og þau eru? Hvers vegna ætti einhver að bíða með að sýna sig þangað til að hann passar inn í einhverja fyrirfram mótaða staðalímynd?“ spyr Þórhallur. „Við tökum einfaldlega ekki þátt í því að útskúfa ákveðinn hluta fólks frá sjónvarpi. Það má einfaldlega sýna allar týpur af fólki og við skulum ekki gleyma því að þátttakendur í The Biggest Loser eru orðnir fyrirmyndir marga fyrir hugrekki sitt og vilja til að bæta heilsu sína.“ Tengdar fréttir Aldrei haldið fram að um innlenda vottun væri að ræða „Það er rétt að við vísum í að þættirnir séu vottaðir af læknum, sálfræðingum og næringarfræðingum en höfum aldrei tekið fram að innlenda vottun sé að ræða enda er formatið erlent,“ segir Pálmi Guðmundsson hjá Skjánum. 24. febrúar 2014 17:18 Heitar umræður á The Biggest Loser málþingi: "Verið að senda röng skilaboð“ Sálfræðinemar við HR stóðu fyrir málþingi um The Biggest Loser. 15. mars 2015 09:00 Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Fleiri fréttir Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
„Hvers vegna í ósköpunum má ekki sýna alls konar líkama í sjónvarpi?“ spyr Þórhallur Gunnarsson, framleiðslustjóri SagaFilm, en fyrirtækið sér um framleiðslu á þáttunum The Biggest Loser Ísland. Þórhallur segir að þátttakendur The Biggest Loser sé tólf til fjórtán manna hópur sem glímt hafi við ofþyngd í einhvern tíma og fær tækifæri til að lifa á heilsuhóteli um stund. Þar æfi það undir handleiðslu þrautreyndra þjálfara og stundi að auki jóga, útivist, fari í göngutúra auk þess að fá ráðgjöf um næringu, fjármál, meðvirkni, hollustu og heilbriði. „Það er enginn neyddur í neitt. Það mega allir fara heim þegar þeir vilja og þau mega segja nei. Þátttakendur bera ábyrgð á sér sjálfir og það er best að spyrja þá sjálfa hvernig þeim leið. Ég reikna með að þau svari því þannig að þetta hafi verið hrikalega erfitt í byrjun en hafi síðan orðið auðveldara og líðan þeirra betri.“Þórhallur Gunnarsson, framleiðslustjóri sjónvarpssviðs SagaFilmvísir/gvaSálfræðingar höfnuðu samstarfi „Þegar fyrsta þáttaröðin fór af stað fordæmdu sálfræðingar þáttinn án þess að kynna sér af eigin raun hvaða starf er unnið á Ásbrú. Þrátt fyrir það þá buðum við sálfræðingum nú að vera viðstödd og rannsaka þátttakendur svo þeir gætu séð þetta með eigin augum í stað þess að vísa í erlendar rannsóknir. Þeir sálfræðingar sem við ræddum við höfnuðu tilboði okkar.“ Þórhallur var meðal áhorfenda á málþingi sem sálfræðinemar við HR héldu um þáttinn. Hann segir að tveimur frummælendanna hafi verið tíðrætt um erlendar rannsóknir án þess að vísa nokkuð í hvar þær rannsóknir voru gerðar, hvenær þær voru gerðar eða af hverjum þær voru framkvæmdar.Sífellt vísað í huldurannsóknir „Það voru 1.300 einstaklingar sem sóttu um þátttöku í fyrstu þáttaröðinni og aðeins örlítið brot þeirra komst að. Við þiggjum alla þá aðstoð sem okkur býðst við að hjálpa því fólki sem kemur til okkar en það er erfitt þegar vilji til samstarfs er lítill,“ segir Þórhalldur. Á málþinginu kom fram gagnrýni á þáttinn. Meðal annars að aðstandendur hans hefðu ekkert í hendi nema dæmisögur fyrri þátttakenda og einhverjir líktu þeim við snákaolíusölumenn. Einnig hafi því verið haldið fram að stærstur hluti þeirra sem léttist myndi alltaf fara í sama farið aftur. „Alltaf var talað um einhverjar rannsóknir en aldrei fjallað meir um hvernig þær litu út. Ég verð að segja að mér finnast þetta afar undarlegar fullyrðingar og ekki hvetjandi fyrir þá sem glíma við heilsufarsvandamál. Að við framleiðendurnir sem og Gurrý og Evert séum snákaolíusölumenn var í besta falli ósmekkleg samlíking hjá þeim sálfræðingi sem gaf það í skyn.“Þjálfarar ásamt keppendummynd/sigurjón ragnarÞátttakendurnir eru orðnir að fyrirmyndum okkar „Við eigum núna dæmisögur af fólki sem fór í gegnum fyrstu þáttaröðina og einnig þeim sem eru núna að klára þáttaröð tvö. Þetta fólk getur sagt okkur frá þeim áhrifum sem það hafði á líf þeirra að taka þátt í þessu ferli. Eða eru þau ekki marktæk?“ Þórhallur segir það afar sérstakt að heyra sálfræðinga tala um offeita sem hóp andlega veikra einstaklinga sem séu ekki færir um að taka ákvarðanir um sín eigin mál og sinn eigin líkama. „Af okkar kynnum við þátttakendur The Biggest Loser er hér um að ræða skynsamar manneskjur sem vilja breyta lífi sínu til hins betra. Þau stefni ekki endilega að því að vera að grönn heldur heilbrigð. Þau vilja hafa heilsu til þess að vera með börnunum sínum, stunda nám eða vinnu og njóta tómstunda.“ Eðlilega sé bakgrunnur og aðstæður þeirra ekki eins. Hinsvegar myndist milli þeirra bæði vinátta og samkennd og þau fá stuðning hvert frá öðru við að ná heilsu. Þórhallur segir það mikilvægt upp á framhaldið að gera. „Í raun eru þátttakendur orðnir að fyrirmyndum okkar sem komum að þættinum því hugarfar þeirra er aðdáunarvert,“ segir Þórhallur.Jónas Pálmar á vigtinni í fyrstu þáttaröðinni.Hafði fordóma áður en framleiðslan hófst Áður en SagaFilm hóf framleiðslu á The Biggest Loser segir Þórhallur að hann hafi haft fordóma gagnvart bandarísku þáttunum. Þeir fordómar hafi hins vegar horfið sem dögg fyrir sólu fyrir lifandis löngu. „Ég fylgdist með keppendum og þeim stakkaskiptum sem þeir tóku á meðan dvöl þeirra stóð og það eitt nægði mér.“ Hann segir að fordómar fræðifólksins á málþinginu hafi komið sér á óvart þar sem fyrir fram hafði hann búist við því að þeir ættu að vera nokkuð fordómalausir. „Ég trúi því ekki, og hreinlega vona, að það sem sagt var á málþinginu endurspegli ekki sjónarmið allra sálfræðinga landsins.“Ásakanir um hlutgervingu helber þvættingur „Þetta er svo fjarri sannleikanum,“ segir Þórhallur aðspurður um hvort þættirnir reyni að hlutgera þátttakendur með fyrirkomulagi vigtunarinnar með því að hafa þá fáklædda við þá iðju. „Skýringin fyrir þessu er afar einföld. Þátttakendurnir hafa lengi lagt sig fram við það að fela líkama sinn fyrir öðrum og segjast skammast sín fyrir hann. Áhrifin af þessu er að fólk byrjar fyrr að taka líkama sinn í sátt og hættir að fela hann.“ Þórhallur bendir á að við vigtun séu keppendur klæddir í fatnað sem er viðurkenndur í sundi og í líkamsræktarstöðvum og ef þetta sjokkeri einhverja áhorfendur þá þurfi þeir einfaldlega að skoða hvers lags fordómum þeir séu haldnir. „Af hverju í ósköpunum mega þau ekki koma fram eins og aðrir? Af hverju má eingöngu grannt fólk sjást hálfnakið í sjónvarpi? Af hverju ættu þau að bíða með að sýna sig í stað þess að sýna sig strax eins og þau eru? Hvers vegna ætti einhver að bíða með að sýna sig þangað til að hann passar inn í einhverja fyrirfram mótaða staðalímynd?“ spyr Þórhallur. „Við tökum einfaldlega ekki þátt í því að útskúfa ákveðinn hluta fólks frá sjónvarpi. Það má einfaldlega sýna allar týpur af fólki og við skulum ekki gleyma því að þátttakendur í The Biggest Loser eru orðnir fyrirmyndir marga fyrir hugrekki sitt og vilja til að bæta heilsu sína.“
Tengdar fréttir Aldrei haldið fram að um innlenda vottun væri að ræða „Það er rétt að við vísum í að þættirnir séu vottaðir af læknum, sálfræðingum og næringarfræðingum en höfum aldrei tekið fram að innlenda vottun sé að ræða enda er formatið erlent,“ segir Pálmi Guðmundsson hjá Skjánum. 24. febrúar 2014 17:18 Heitar umræður á The Biggest Loser málþingi: "Verið að senda röng skilaboð“ Sálfræðinemar við HR stóðu fyrir málþingi um The Biggest Loser. 15. mars 2015 09:00 Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Fleiri fréttir Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Aldrei haldið fram að um innlenda vottun væri að ræða „Það er rétt að við vísum í að þættirnir séu vottaðir af læknum, sálfræðingum og næringarfræðingum en höfum aldrei tekið fram að innlenda vottun sé að ræða enda er formatið erlent,“ segir Pálmi Guðmundsson hjá Skjánum. 24. febrúar 2014 17:18
Heitar umræður á The Biggest Loser málþingi: "Verið að senda röng skilaboð“ Sálfræðinemar við HR stóðu fyrir málþingi um The Biggest Loser. 15. mars 2015 09:00