Innlent

Myndir af átta þúsund ósáttum Íslendingum á Austurvelli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mörg þúsund manns mótmæltu við Austurvöll í dag.
Mörg þúsund manns mótmæltu við Austurvöll í dag. vísir/stefán
Sjö til átta þúsund manns komu saman til friðsamlegra mótmæla á Austurvelli í dag og kröfðust afsagnar ríkisstjórnarinnar vegna stefnu hennar og athafna í Evrópumálum.

Skorað var á þingmenn stjórnar jafnt sem stjórnarandstöðu að verja lýðræðið í landinu og vanþóknun lýst á bréfi utanríkisráðherra til Evrópusambandsins.

Sjá einnig: Nokkur þúsund mótmælendur söfnuðust saman

Áætlað er að um átta þúsund manns hafi safnast saman á Austurvelli í dag. Á fundinum tóku fjórir ræðumenn til máls; þau Illugi Jökulsson rithöfundur, Jóna Sólveig Elínardóttir alþjóðastjórnmálafræðingur, Jórunn Frímannsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi og Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur. Auk þess komu tónlistarmennirnir KK og Hemúllinn fram.

Hér að neðan má sjá myndir sem Stefán Karlsson, ljósmyndari 365, tók í dag. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×