Rök fyrir alþjóðlegri menntun Robert Barber skrifar 19. nóvember 2015 07:00 Nú nær 10 mánuðum eftir að ég hóf störf sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi hef ég síendurtekið upplifað hversu stóran sess alþjóðleg tengsl hafa á Íslandi. Það hefur komið mér á óvart að hitta svo marga Íslendinga sem lagt hafa stund á nám í Bandaríkjunum, Bretlandi og öðrum löndum Evrópu og heimsins. Hver einstaklingur hefur búið yfir einstökum hæfileikum og hefur viðkomandi upplifað eitthvað stærra í sniðum, eitthvað sérstakt. Allir höfðu hlotið alþjóðlega menntun. Í þessari viku er haldið upp á alþjóðlega menntun, en slíkt veitir tækifæri til að viðurkenna ávinning menntunar og nemendaskipta á heimsvísu. Alþjóðleg menntun byggir upp og viðheldur lýðræðislegri, öruggari og farsælli heimi sem Bandaríkjamenn, Íslendingar og alþjóðasamfélagið hafa hag af. Sambönd sem verða til og þróast með alþjóðlegri menntun eru varanleg og endast alla ævina. Alþjóðlegir nemendur auðga kennslustofur, háskólasvæði og samfélög hýsilanda sinna á máta sem heldur áfram löngu eftir að nemendurnir hafa snúið aftur til heimalanda sinna. Þeir þróa með sér skilning á gildum og sjónarmiðum fólksins í hýsilöndum sínum, sem þeir hafa í huga það sem eftir lifir lífs þeirra.Alþjóðleg menntun og efnahagslífið Þegar snúið er heim eftir dvöl erlendis nýtur heimaland alþjóðlega nemandans góðs af reynslu hans, þekkingu og fenginni færni; sömu færni og nauðsynleg er til að stunda samkeppni í hinu hnattvædda hagkerfi nútímans. Tenging landa með alþjóðlegri menntun stuðlar að opnun markaða og auknum viðskiptum. Sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi hef ég gert það að persónulegu markmiði mínu að auka viðskiptatengsl á milli landa okkar tveggja. Ég tel að sú reynsla sem fengin er með menntun í Bandaríkjunum veiti sterkari grunn sem bæði lönd geta notið góðs af. Reynsla sem fengin er með menntun í Bandaríkjunum gagnast bæði Íslandi og Bandaríkjunum. Hún býr nemendur undir atvinnu á 21. öldinni og styður við sterk hagkerfi Bandaríkjanna og Íslands. Alþjóðlegir nemendur sem mennta sig í Bandaríkjunum verða leiðtogar á öllum sviðum og atvinnugreinum. Hugmyndir þeirra og ákvarðanir, sem leiðtoga, endurspegla oft þá alþjóðlegu skarpskyggni sem stuðlar að uppbyggingu betur megandi samfélaga. Nokkrar nýlegar rannsóknir, hjá háskólum í Asíu, Evrópu og Bandaríkjunum, hafa sýnt að nemendur sem stunda nám erlendis hafa hærri tekjur á lífsleiðinni, eru lausnamiðaðri og meira skapandi. Ég leyfi mér að spyrja: Hverjir eru annmarkar þess?Óttinn við mikinn kostnað Þegar leitað er upplýsinga þess efnis hvort Íslendingar hafi velt fyrir sér námi í Bandaríkjunum er algengasti ótti þeirra kostnaður samfara því. Þó það sé satt að ferðalög erlendis geti reynst kostnaðarsöm er boðið upp á nokkur úrræði sem dregið geta úr kostnaði. Fulbright-stofnunin á Íslandi (www.Fulbright.is) veitir námsstyrki til framhaldsnáms í Bandaríkjunum. Að auki rekur stofnunin EducationUSA ráðgjafarmiðstöðina sem veitir upplýsingar um menntunartækifæri í Bandaríkjunum og valkosti fyrir fjárstyrki sem koma til móts við menntunarkostnað í Bandaríkjunum. Ég hvet þig til að heimsækja stofnunina, eða vefsíðu hennar, til að sjá hvað gæti hentað þér. Í mars á hverju ári tekur sendiráðið höndum saman með Fulbright-stofnuninni og fær nokkra bandaríska háskóla í heimsókn til Íslands til að taka þátt í Nordic College Fair. Ég hvet þig til að fylgjast með Facebook-síðu okkar til að fá frekari upplýsingar um þann viðburð, þar sem hann gæti veitt þér frábært tækifæri til að ræða við fulltrúa frá mörgum frábærum bandarískum stofnunum um nám sem gæti hentað þér.Gagnkvæm skipti Viðleitni mín á Íslandi er ekki takmörkuð við að senda fleiri Íslendinga til náms í Bandaríkjunum. Bandaríska utanríkisráðuneytið hvetur fleiri bandaríska nemendur til að íhuga nám erlendis. Ég trúi því að þessi viðleitni sé að virka. Fleiri nemendur, en nokkru sinni fyrr, horfa nú til Íslands sem lands menntunar – hvort sem um er að ræða grunnnám, framhaldsnám eða jafnvel sumarnám. Það hvetur mig til dáða að sjá hvernig þau koma fram fyrir land sitt og segi ég þeim öllum að hann eða hún, eins og ég, eru sendiherrar Bandaríkjanna á meðan þau stunda nám hér. Það eina sem upp á vantar er að fá einhvern til að hjálpa mér að breiða út ágæti hafnabolta hér á Íslandi!Tækifæri lífsins Þó ég hafi ekki verið svo heppinn að stunda nám erlendis fékk ég tækifæri, sem ungur maður nýútskrifaður úr háskóla, að ferðast til níu landa á tveggja mánaða tímabili. Þó að þetta tækifæri hafi víkkað sjóndeildarhring minn efast ég ekki um að reynsla mín hefði aukist með tækifæri til að læra meira, bæði námslega séð og í gegnum menningartengsl við fólk sem var ólíkt mér. Ég er þó ekki í neinum vafa um að tími minn erlendis, bæði sem ungur maður og síðar, hefur hjálpað mér að skilja Bandaríkin betur. Ég hvet Íslendinga til að íhuga þetta tækifæri, tækifæri lífsins, að velja nýja leið til móts við bjarta og alþjóðlega framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Nú nær 10 mánuðum eftir að ég hóf störf sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi hef ég síendurtekið upplifað hversu stóran sess alþjóðleg tengsl hafa á Íslandi. Það hefur komið mér á óvart að hitta svo marga Íslendinga sem lagt hafa stund á nám í Bandaríkjunum, Bretlandi og öðrum löndum Evrópu og heimsins. Hver einstaklingur hefur búið yfir einstökum hæfileikum og hefur viðkomandi upplifað eitthvað stærra í sniðum, eitthvað sérstakt. Allir höfðu hlotið alþjóðlega menntun. Í þessari viku er haldið upp á alþjóðlega menntun, en slíkt veitir tækifæri til að viðurkenna ávinning menntunar og nemendaskipta á heimsvísu. Alþjóðleg menntun byggir upp og viðheldur lýðræðislegri, öruggari og farsælli heimi sem Bandaríkjamenn, Íslendingar og alþjóðasamfélagið hafa hag af. Sambönd sem verða til og þróast með alþjóðlegri menntun eru varanleg og endast alla ævina. Alþjóðlegir nemendur auðga kennslustofur, háskólasvæði og samfélög hýsilanda sinna á máta sem heldur áfram löngu eftir að nemendurnir hafa snúið aftur til heimalanda sinna. Þeir þróa með sér skilning á gildum og sjónarmiðum fólksins í hýsilöndum sínum, sem þeir hafa í huga það sem eftir lifir lífs þeirra.Alþjóðleg menntun og efnahagslífið Þegar snúið er heim eftir dvöl erlendis nýtur heimaland alþjóðlega nemandans góðs af reynslu hans, þekkingu og fenginni færni; sömu færni og nauðsynleg er til að stunda samkeppni í hinu hnattvædda hagkerfi nútímans. Tenging landa með alþjóðlegri menntun stuðlar að opnun markaða og auknum viðskiptum. Sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi hef ég gert það að persónulegu markmiði mínu að auka viðskiptatengsl á milli landa okkar tveggja. Ég tel að sú reynsla sem fengin er með menntun í Bandaríkjunum veiti sterkari grunn sem bæði lönd geta notið góðs af. Reynsla sem fengin er með menntun í Bandaríkjunum gagnast bæði Íslandi og Bandaríkjunum. Hún býr nemendur undir atvinnu á 21. öldinni og styður við sterk hagkerfi Bandaríkjanna og Íslands. Alþjóðlegir nemendur sem mennta sig í Bandaríkjunum verða leiðtogar á öllum sviðum og atvinnugreinum. Hugmyndir þeirra og ákvarðanir, sem leiðtoga, endurspegla oft þá alþjóðlegu skarpskyggni sem stuðlar að uppbyggingu betur megandi samfélaga. Nokkrar nýlegar rannsóknir, hjá háskólum í Asíu, Evrópu og Bandaríkjunum, hafa sýnt að nemendur sem stunda nám erlendis hafa hærri tekjur á lífsleiðinni, eru lausnamiðaðri og meira skapandi. Ég leyfi mér að spyrja: Hverjir eru annmarkar þess?Óttinn við mikinn kostnað Þegar leitað er upplýsinga þess efnis hvort Íslendingar hafi velt fyrir sér námi í Bandaríkjunum er algengasti ótti þeirra kostnaður samfara því. Þó það sé satt að ferðalög erlendis geti reynst kostnaðarsöm er boðið upp á nokkur úrræði sem dregið geta úr kostnaði. Fulbright-stofnunin á Íslandi (www.Fulbright.is) veitir námsstyrki til framhaldsnáms í Bandaríkjunum. Að auki rekur stofnunin EducationUSA ráðgjafarmiðstöðina sem veitir upplýsingar um menntunartækifæri í Bandaríkjunum og valkosti fyrir fjárstyrki sem koma til móts við menntunarkostnað í Bandaríkjunum. Ég hvet þig til að heimsækja stofnunina, eða vefsíðu hennar, til að sjá hvað gæti hentað þér. Í mars á hverju ári tekur sendiráðið höndum saman með Fulbright-stofnuninni og fær nokkra bandaríska háskóla í heimsókn til Íslands til að taka þátt í Nordic College Fair. Ég hvet þig til að fylgjast með Facebook-síðu okkar til að fá frekari upplýsingar um þann viðburð, þar sem hann gæti veitt þér frábært tækifæri til að ræða við fulltrúa frá mörgum frábærum bandarískum stofnunum um nám sem gæti hentað þér.Gagnkvæm skipti Viðleitni mín á Íslandi er ekki takmörkuð við að senda fleiri Íslendinga til náms í Bandaríkjunum. Bandaríska utanríkisráðuneytið hvetur fleiri bandaríska nemendur til að íhuga nám erlendis. Ég trúi því að þessi viðleitni sé að virka. Fleiri nemendur, en nokkru sinni fyrr, horfa nú til Íslands sem lands menntunar – hvort sem um er að ræða grunnnám, framhaldsnám eða jafnvel sumarnám. Það hvetur mig til dáða að sjá hvernig þau koma fram fyrir land sitt og segi ég þeim öllum að hann eða hún, eins og ég, eru sendiherrar Bandaríkjanna á meðan þau stunda nám hér. Það eina sem upp á vantar er að fá einhvern til að hjálpa mér að breiða út ágæti hafnabolta hér á Íslandi!Tækifæri lífsins Þó ég hafi ekki verið svo heppinn að stunda nám erlendis fékk ég tækifæri, sem ungur maður nýútskrifaður úr háskóla, að ferðast til níu landa á tveggja mánaða tímabili. Þó að þetta tækifæri hafi víkkað sjóndeildarhring minn efast ég ekki um að reynsla mín hefði aukist með tækifæri til að læra meira, bæði námslega séð og í gegnum menningartengsl við fólk sem var ólíkt mér. Ég er þó ekki í neinum vafa um að tími minn erlendis, bæði sem ungur maður og síðar, hefur hjálpað mér að skilja Bandaríkin betur. Ég hvet Íslendinga til að íhuga þetta tækifæri, tækifæri lífsins, að velja nýja leið til móts við bjarta og alþjóðlega framtíð.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar