Viðskipti innlent

Ekki opnað hjá Griffli strax

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skiptibókamarkaður.
Skiptibókamarkaður. Vísir/Anton
Ákveðið hefur verið að Penninn-Eymundsson taki alfarið yfir skiptibækur af Griffli.

Frá því að mikill bruni gjöreyðilagði húsnæði Griffils í Skeifunni í júlí síðastliðnum hefur Penninn-Eymundsson tekið við inneignarnótum frá Griffli og verður því haldið áfram.

Í tilkynningu segir að Griffill muni hins vegar ekki verða opnaður á vorönn. Penninn-Eymundsson mun taka við skiptibókum af lager Griffils.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×