„Ef þessi hnullungur hefði lent í hausnum á einhverjum þá hefði hann ekkert verið til frásagnar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. nóvember 2015 10:29 Eiður Arnarsson, bassaleikari, sagði á Facebook-síðu sinni frá heldur óskemmtilegu atviki sem hann varð vitni að í vikunni við Rauðarárstíg: „Lagði bílnum mínum við Rauðarástíg, hinum megin við götuna á móti Gallerí Fold. Gekk yfir götuna og var komin á gangstéttina vestan megin á Rauðarárstígnum þegar kvað við mjög hávær sprenging í húsagrunni austan megin. Horfði því næst á hnefastóran grjóthnullung lenda úr töluverðri hæð ofan á jeppa á miðri götunni, nkl þar sem ég hafði gengið yfir ca 5 sekúndum áður. Bíllinn minn og amk tveir aðrir litu út eins og þeim hefði verið ekið í gegnum blöndu af moldroki og gosmekki.“ Eiður var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði að augljóslega hefði verið að sprengja fyrir húsgrunni á svæðinu. Hann sagði tilviljun bara hafa ráðið því að enginn slasaðist eða hreinlega dó. „Ef þessi hnullungur hefði lent í hausnum á einhverjum þá hefði hann ekkert verið til frásagnar,“ sagði Eiður. Aðspurður hvort að bílarnir hefðu skemmst mikið sagði hann: „Ég er ekki viss en bílstjórinn á jeppanum sem fékk hnullunginn ofan á sig hann náttúrulega stoppaði og um leið og byrjaði að öskra og æpa eðlilega. Það sá held ég mjög lítið á honum [bílnum] að vísu sem er ótrúlegt en sennilega til marks um vel smíðaðan bíl. En ef blessaður maðurinn hefði verið á blæjubíl í góðu veðri þá hefði hann ekki getað skoðað eitt eða neitt frekar.“ Drullu og sandi rigndi yfir bíl Eyþórs og sagði hann að það hefði tekið um korter að strjúka mestu drulluna af bílnum. Hann hafi ekki strax áttað sig á hvað atvikið var alvarlegt. „Ég kveikti ekki almennilega á þessu fyrr en leið á daginn og ákvað að setja þetta á Facebook til að fá einhver viðbrögð því ég hafði heyrt eitthvað þarna á staðnum að þetta hefði líka gerst einum eða tveimur dögum áður. Þá afsakaði verktakinn sig með því að þetta væri bara ryk úr gúmmímottum sem hafð farið þarna yfir en það er ennþá gríðarlega mikið ryk í gúmmímottunum,“ sagði Eiður. Viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan.Lenti í magnaðri uppákomu í dag. Lagði bílnum mínum við Rauðarástíg, hinum megin við götuna á móti Gallerí Fold. Gekk...Posted by Eiður Arnarsson on Tuesday, 3 November 2015 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Eiður Arnarsson, bassaleikari, sagði á Facebook-síðu sinni frá heldur óskemmtilegu atviki sem hann varð vitni að í vikunni við Rauðarárstíg: „Lagði bílnum mínum við Rauðarástíg, hinum megin við götuna á móti Gallerí Fold. Gekk yfir götuna og var komin á gangstéttina vestan megin á Rauðarárstígnum þegar kvað við mjög hávær sprenging í húsagrunni austan megin. Horfði því næst á hnefastóran grjóthnullung lenda úr töluverðri hæð ofan á jeppa á miðri götunni, nkl þar sem ég hafði gengið yfir ca 5 sekúndum áður. Bíllinn minn og amk tveir aðrir litu út eins og þeim hefði verið ekið í gegnum blöndu af moldroki og gosmekki.“ Eiður var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði að augljóslega hefði verið að sprengja fyrir húsgrunni á svæðinu. Hann sagði tilviljun bara hafa ráðið því að enginn slasaðist eða hreinlega dó. „Ef þessi hnullungur hefði lent í hausnum á einhverjum þá hefði hann ekkert verið til frásagnar,“ sagði Eiður. Aðspurður hvort að bílarnir hefðu skemmst mikið sagði hann: „Ég er ekki viss en bílstjórinn á jeppanum sem fékk hnullunginn ofan á sig hann náttúrulega stoppaði og um leið og byrjaði að öskra og æpa eðlilega. Það sá held ég mjög lítið á honum [bílnum] að vísu sem er ótrúlegt en sennilega til marks um vel smíðaðan bíl. En ef blessaður maðurinn hefði verið á blæjubíl í góðu veðri þá hefði hann ekki getað skoðað eitt eða neitt frekar.“ Drullu og sandi rigndi yfir bíl Eyþórs og sagði hann að það hefði tekið um korter að strjúka mestu drulluna af bílnum. Hann hafi ekki strax áttað sig á hvað atvikið var alvarlegt. „Ég kveikti ekki almennilega á þessu fyrr en leið á daginn og ákvað að setja þetta á Facebook til að fá einhver viðbrögð því ég hafði heyrt eitthvað þarna á staðnum að þetta hefði líka gerst einum eða tveimur dögum áður. Þá afsakaði verktakinn sig með því að þetta væri bara ryk úr gúmmímottum sem hafð farið þarna yfir en það er ennþá gríðarlega mikið ryk í gúmmímottunum,“ sagði Eiður. Viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan.Lenti í magnaðri uppákomu í dag. Lagði bílnum mínum við Rauðarástíg, hinum megin við götuna á móti Gallerí Fold. Gekk...Posted by Eiður Arnarsson on Tuesday, 3 November 2015
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira