Umfjöllun: Noregur - Ísland 27-28 | Björgvin skellti í lás á lokakaflanum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. nóvember 2015 20:30 Íslenska liðið tryggði sér sigurinn með góðum endaspretti. Vísir/Ernir Íslenska handboltalandsliðið lagði það norska að velli, 27-28, í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi. Ásamt heimamönnum og Íslandi taka Danmörk og Frakkland þátt í mótinu. Norðmenn voru með yfirhöndina lengst af en íslenska liðið átti frábæran endasprett þar sem Björgvin Páll Gústavsson fór á kostum en hann varði alls 24 skot í leiknum. Björgvin skellti hreinlega í lás á lokamínútum og varði sjö af níu síðustu skotum Norðmanna. Hann kórónaði svo stórleik sinn með því að verja dauðafæri frá Thomas Kristensen á lokasekúndunum þegar hann gat jafnað metin í 28-28. Ísland var í vandræðum lengi vel en íslensku strákarnir voru fjórum mörkum undir, 25-21, þegar 11 mínútur voru eftir af leiknum. Íslenska liðið vann hins vegar þessar síðustu 11 mínútur leiksins 7-2 og tryggði sér þar með sigurinn. Aron Pálmarsson var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk en þar af komu sex í fyrri hálfleik. Guðjón Valur Sigurðsson kom næstur með sex mörk. Þegar liðin gengu til búningsherbergja var staðan 15-15 en íslenska liðið gat vel við unað að vera með jafna stöðu í hálfleik. Vörnin var slök en það var íslenska liðinu til happs að Björgvin var í góðum gír í markinu og varði alls 10 skot í fyrri hálfleik, eða 40% þeirra skota sem hann fékk á sig. Annars var það Aron sem hélt íslenska liðinu á floti í upphafi leiks en Veszprém-maðurinn sá bara um markaskorunina framan af. Aron skoraði sex af fyrstu sjö mörkum Íslands og átti stoðsendinguna í hinu markinu. Norðmenn komust nokkrum sinnum fjórum mörkum yfir en um miðjan fyrri hálfleik fóru þeir að tínast út af og íslenska liðið nýtti sér liðsmuninn ágætlega. Vörnin opnaðist reyndar nokkrum sinnum illa í yfirtölunni en sóknarleikurinn var góður og batnaði með innkomu Rúnars Kárasonar og Ólafs Bjarka Ragnarssonar sem komu inn fyrir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Arnór Atlason sem fundu sig ekki. Rúnar skoraði þrjú mörk með sínum frægu þrumuskotum og þökk sé þeim og góðri markvörslu Björgvins tókst íslenska liðinu að jafna. Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn eins og þann fyrri - á hælunum. Norðmenn voru duglegir að keyra í bakið á íslensku strákunum sem voru afar seinir til baka. Noregur skoraði sex af fyrstu átta mörkum seinni hálfleiks og komst fjórum mörkum yfir, 21-17, þegar átta mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum. Íslenska liðið var í vandræðum næstu mínúturnar en þó alltaf í seilingarfjarlægð og lenti aldrei meira en fjórum mörkum undir. Það var svo í stöðunni 25-21 sem Ísland gaf virkilega í og náði að tryggja sér sigurinn. Eins og áður sagði var Aron markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk. Guðjón Valur kom næstur með sex mörk en fyrirliðinn skoraði tvö síðustu mörk Íslands í leiknum. Rúnar átti einnig flottan leik með fjögur mörk og Kári Kristjánsson spilaði vel í sínum 100. landsleik; skoraði þrjú mörk og fiskaði eitt víti í seinni hálfleik. Ísland mætir Frakklandi á laugardaginn og lýkur svo leik í Gulldeildinni gegn Guðmundi Guðmundssyni og lærisveinum hans í danska landsliðinu á sunnudaginn. Handbolti Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið lagði það norska að velli, 27-28, í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi. Ásamt heimamönnum og Íslandi taka Danmörk og Frakkland þátt í mótinu. Norðmenn voru með yfirhöndina lengst af en íslenska liðið átti frábæran endasprett þar sem Björgvin Páll Gústavsson fór á kostum en hann varði alls 24 skot í leiknum. Björgvin skellti hreinlega í lás á lokamínútum og varði sjö af níu síðustu skotum Norðmanna. Hann kórónaði svo stórleik sinn með því að verja dauðafæri frá Thomas Kristensen á lokasekúndunum þegar hann gat jafnað metin í 28-28. Ísland var í vandræðum lengi vel en íslensku strákarnir voru fjórum mörkum undir, 25-21, þegar 11 mínútur voru eftir af leiknum. Íslenska liðið vann hins vegar þessar síðustu 11 mínútur leiksins 7-2 og tryggði sér þar með sigurinn. Aron Pálmarsson var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk en þar af komu sex í fyrri hálfleik. Guðjón Valur Sigurðsson kom næstur með sex mörk. Þegar liðin gengu til búningsherbergja var staðan 15-15 en íslenska liðið gat vel við unað að vera með jafna stöðu í hálfleik. Vörnin var slök en það var íslenska liðinu til happs að Björgvin var í góðum gír í markinu og varði alls 10 skot í fyrri hálfleik, eða 40% þeirra skota sem hann fékk á sig. Annars var það Aron sem hélt íslenska liðinu á floti í upphafi leiks en Veszprém-maðurinn sá bara um markaskorunina framan af. Aron skoraði sex af fyrstu sjö mörkum Íslands og átti stoðsendinguna í hinu markinu. Norðmenn komust nokkrum sinnum fjórum mörkum yfir en um miðjan fyrri hálfleik fóru þeir að tínast út af og íslenska liðið nýtti sér liðsmuninn ágætlega. Vörnin opnaðist reyndar nokkrum sinnum illa í yfirtölunni en sóknarleikurinn var góður og batnaði með innkomu Rúnars Kárasonar og Ólafs Bjarka Ragnarssonar sem komu inn fyrir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Arnór Atlason sem fundu sig ekki. Rúnar skoraði þrjú mörk með sínum frægu þrumuskotum og þökk sé þeim og góðri markvörslu Björgvins tókst íslenska liðinu að jafna. Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn eins og þann fyrri - á hælunum. Norðmenn voru duglegir að keyra í bakið á íslensku strákunum sem voru afar seinir til baka. Noregur skoraði sex af fyrstu átta mörkum seinni hálfleiks og komst fjórum mörkum yfir, 21-17, þegar átta mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum. Íslenska liðið var í vandræðum næstu mínúturnar en þó alltaf í seilingarfjarlægð og lenti aldrei meira en fjórum mörkum undir. Það var svo í stöðunni 25-21 sem Ísland gaf virkilega í og náði að tryggja sér sigurinn. Eins og áður sagði var Aron markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk. Guðjón Valur kom næstur með sex mörk en fyrirliðinn skoraði tvö síðustu mörk Íslands í leiknum. Rúnar átti einnig flottan leik með fjögur mörk og Kári Kristjánsson spilaði vel í sínum 100. landsleik; skoraði þrjú mörk og fiskaði eitt víti í seinni hálfleik. Ísland mætir Frakklandi á laugardaginn og lýkur svo leik í Gulldeildinni gegn Guðmundi Guðmundssyni og lærisveinum hans í danska landsliðinu á sunnudaginn.
Handbolti Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Sjá meira