„Aðstandendur verða að taka á sig byrðarnar“ Hjörtur Hjartarson skrifar 5. mars 2015 19:30 Ef heimaþjónusta verður ekki efld og hjúkrunarrýmum fjölgað á næstu árum, endar með því að öldruðum verður vísað til aðstandenda þar sem hið opinbera mun ekki hafa bolmagn til að annast þá sem á aðstoð þurfa að halda. Þetta segir yfirmaður hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Fram kom í fréttum hjá okkur í gær að hátt í sjötíu aldraðir sjúklingar væru fastir á Landspítalanum vegna skorts á hjúkrunarrýmum, margir hverjir mánuðum saman. Forstjóri Landspítalans benti á að lausnin fælist ekki eingöngu í að fjölga hjúkrunarheimilum, styðja þurfi betur við aldraða einstaklinga sem geta og vilja, búið í heimahúsi. Nýtt verkefni sem velferðarsvið Reykjavíkur hefur umsjón með miðar einmitt að því. „Markmiðið hjá okkur er að fólk geti verið sjálfstætt og gert hlutina sjálft. Við viljum koma inn með massíva þjónustu í takmarkaðan tíma og svo stígum við aftur út þegar við sjáum að viðkomandi er fær um þetta,“ segir Berglind Magnúsdóttir, forstöðumaður Heimaþjónustu Reykjavíkurborgar.Berglind MagnúsdóttirUm tilraunarerkefni til 9 mánaða er að ræða og er það fjármagnað af heilbrigðisráðuneytinu. Hugmyndafræðin á bak við verkefnið kemur frá Danmörku og snýst um að virkja eldri borgara og styrkja þá til að vera virkir þátttakendur í eigin lífi eins lengi og mögulegt er. „Þetta er eitt af því sem er svo mikilvægt, að fólk upplifi að það geti gert hlutina sjálft en geti jafnframt leitað sér hjálpar gerist þess þörf,“ segir Berglind.Íslenska þjóðin er að eldast. Því er spáð að eftir um fimm áratugi verði næstum því fjórðungur landsmanna, 67 ára og eldri og fimmti hver Íslendingur 85 ára og eldri. Því er ljóst að fjölga þarf úrræðum fyrir aldraða og efla þau sem fyrir eru. „Við þurfum að spýta í lófana ef við ætlum ekki að lenda í gífurlegum vandræðum á næstu árum.“„Hvað gerist ef þetta heldur áfram eins og það hefur gert á undanförnum árum?“„Það er ljóst að einhverntímann kemur að þolmörkunum hjá spítalanum ef það hefur ekki þegar gerst og þá eru það aðstandendur sem munu taka þessar byrðar,“ segir Berglind. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Ef heimaþjónusta verður ekki efld og hjúkrunarrýmum fjölgað á næstu árum, endar með því að öldruðum verður vísað til aðstandenda þar sem hið opinbera mun ekki hafa bolmagn til að annast þá sem á aðstoð þurfa að halda. Þetta segir yfirmaður hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Fram kom í fréttum hjá okkur í gær að hátt í sjötíu aldraðir sjúklingar væru fastir á Landspítalanum vegna skorts á hjúkrunarrýmum, margir hverjir mánuðum saman. Forstjóri Landspítalans benti á að lausnin fælist ekki eingöngu í að fjölga hjúkrunarheimilum, styðja þurfi betur við aldraða einstaklinga sem geta og vilja, búið í heimahúsi. Nýtt verkefni sem velferðarsvið Reykjavíkur hefur umsjón með miðar einmitt að því. „Markmiðið hjá okkur er að fólk geti verið sjálfstætt og gert hlutina sjálft. Við viljum koma inn með massíva þjónustu í takmarkaðan tíma og svo stígum við aftur út þegar við sjáum að viðkomandi er fær um þetta,“ segir Berglind Magnúsdóttir, forstöðumaður Heimaþjónustu Reykjavíkurborgar.Berglind MagnúsdóttirUm tilraunarerkefni til 9 mánaða er að ræða og er það fjármagnað af heilbrigðisráðuneytinu. Hugmyndafræðin á bak við verkefnið kemur frá Danmörku og snýst um að virkja eldri borgara og styrkja þá til að vera virkir þátttakendur í eigin lífi eins lengi og mögulegt er. „Þetta er eitt af því sem er svo mikilvægt, að fólk upplifi að það geti gert hlutina sjálft en geti jafnframt leitað sér hjálpar gerist þess þörf,“ segir Berglind.Íslenska þjóðin er að eldast. Því er spáð að eftir um fimm áratugi verði næstum því fjórðungur landsmanna, 67 ára og eldri og fimmti hver Íslendingur 85 ára og eldri. Því er ljóst að fjölga þarf úrræðum fyrir aldraða og efla þau sem fyrir eru. „Við þurfum að spýta í lófana ef við ætlum ekki að lenda í gífurlegum vandræðum á næstu árum.“„Hvað gerist ef þetta heldur áfram eins og það hefur gert á undanförnum árum?“„Það er ljóst að einhverntímann kemur að þolmörkunum hjá spítalanum ef það hefur ekki þegar gerst og þá eru það aðstandendur sem munu taka þessar byrðar,“ segir Berglind.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira