Drengur með sjaldgæft heilkenni varð fyrir grófu einelti Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 5. mars 2015 18:47 Fjórtán ára drengur í Hafnarfirði lenti í grófu einelti í Setbergsskóla í Hafnarfirði en hann fæddist með sjaldgæft heilkenni. Móðir drengsins segir ofbeldið hafa viðgengist árum saman og skólinn hafi ekki tekið á málinu fyrr en hún klagaði í skólaskrifstofuna. Birkir Emil Thor-Björnsson er bara fjórtán ára en hefur reynt meira en margir upplifa á heilli mannsævi. Goldenhar-heilkennið er sjaldgæfur fæðingargalli sem leggst yfirleitt á andlitið en hefur líka áhrif á vöxt, gang og jafnvægi. Birkir gengur í Setbergsskóla í Hafnarfirði, og þurfti að þola gróft einelti, alla sína skólatíð. Hann segir að bekkjakennarinn fyrstu þrjú árin hafi haft stjórn á bekknum og tekið fyrir eineltið að mestu leyti en þegar sá hætti hafi ofsóknirnar hafist en þær náðu hámarki þegar hann var í fimmta og sjötta bekk. Birkir Emil hugleiddi sjálfsvíg á þessum tíma en hann mátti þola barsmíðar, hótanir og ýmsa niðurlægingu. Móðir hans segir skólayfirvöld hafa viljað halda málinu innan skólans og þagga það niður en í raun ekki tekið fast á því fyrr en hún leitaði til skólaskrifstofunnar í Hafnarfirði. Nýr bekkjarkennari tók svo á málinu í fyrra og eineltinu linnti. Síðasta alvarlega atvikið var þó þegar hópur barna hrakti hann skólausan úr skólahúsnæðinu og elti hann með farsíma á lofti, og sagðist ætla að taka af honum myndir og setja á Facebook-síðu til að sýna heiminum að hann væri ljótur. Birkir er ánægður með nýja kennarann sinn sem hann segir að haldi uppi góðum aga í bekknum auk þess að vera góður kennari og skemmtilegur. Hann segist ekki reiðubúinn að fyrirgefa börnunum sem beittu hann ofbeldi þótt það hafi oft verið stungið uppá því. Hann svari því bara neitandi. Hann getur því aftur notið þess að ganga í skóla en hann er góður námsmaður og dreymir um að verða stjörnufræðingur í framtíðinni. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Fjórtán ára drengur í Hafnarfirði lenti í grófu einelti í Setbergsskóla í Hafnarfirði en hann fæddist með sjaldgæft heilkenni. Móðir drengsins segir ofbeldið hafa viðgengist árum saman og skólinn hafi ekki tekið á málinu fyrr en hún klagaði í skólaskrifstofuna. Birkir Emil Thor-Björnsson er bara fjórtán ára en hefur reynt meira en margir upplifa á heilli mannsævi. Goldenhar-heilkennið er sjaldgæfur fæðingargalli sem leggst yfirleitt á andlitið en hefur líka áhrif á vöxt, gang og jafnvægi. Birkir gengur í Setbergsskóla í Hafnarfirði, og þurfti að þola gróft einelti, alla sína skólatíð. Hann segir að bekkjakennarinn fyrstu þrjú árin hafi haft stjórn á bekknum og tekið fyrir eineltið að mestu leyti en þegar sá hætti hafi ofsóknirnar hafist en þær náðu hámarki þegar hann var í fimmta og sjötta bekk. Birkir Emil hugleiddi sjálfsvíg á þessum tíma en hann mátti þola barsmíðar, hótanir og ýmsa niðurlægingu. Móðir hans segir skólayfirvöld hafa viljað halda málinu innan skólans og þagga það niður en í raun ekki tekið fast á því fyrr en hún leitaði til skólaskrifstofunnar í Hafnarfirði. Nýr bekkjarkennari tók svo á málinu í fyrra og eineltinu linnti. Síðasta alvarlega atvikið var þó þegar hópur barna hrakti hann skólausan úr skólahúsnæðinu og elti hann með farsíma á lofti, og sagðist ætla að taka af honum myndir og setja á Facebook-síðu til að sýna heiminum að hann væri ljótur. Birkir er ánægður með nýja kennarann sinn sem hann segir að haldi uppi góðum aga í bekknum auk þess að vera góður kennari og skemmtilegur. Hann segist ekki reiðubúinn að fyrirgefa börnunum sem beittu hann ofbeldi þótt það hafi oft verið stungið uppá því. Hann svari því bara neitandi. Hann getur því aftur notið þess að ganga í skóla en hann er góður námsmaður og dreymir um að verða stjörnufræðingur í framtíðinni.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira