Enginn kannast við fund í ráðhúsinu Sveinn Arnarsson skrifar 21. febrúar 2015 00:01 Haraldur Líndal Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, vill ekki tjá sig um málið. Ástæða þess að Hafnarfjarðarbær leitaði til Vodafone um símagögn bæjarins er ágreiningur um hvort fundur hafi verið haldinn laugardaginn 15. nóvember í fyrra í ráðhúsi bæjarins. Á þann fund var starfsmaður hafnarinnar boðaður og mætti hann í ráðhúsið þennan dag. Tveir einstaklingar sátu fundinn með honum en ekki er enn vitað hvaða einstaklingar voru þar á ferðinni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var fundurinn á efri hæð ráðhússins á gangi þar sem ágætis setustofa er fyrir hendi. Sá staður er mjög nálægt skrifstofu bæjarstjóra Haraldar Líndal Haraldssonar. Þennan laugardag var hafnarstjóri, Már Sveinbjörnsson, í útlöndum og vissi ekki af fundinum í ráðhúsinu. Á fundinum með starfsmanni hafnarinnar var aðallega farið yfir vaktir sem starfsmenn Hafnarfjarðarhafnar ganga, sem og viðhald á bryggjunni. Einnig var farið á fundinum yfir rekstur hafnarinnar og starfsmaðurinn spurður nokkuð ítarlega um stjórnun Más hafnarstjóra. Þessir þættir sem spurt er um eru allir rekstrarlegs eðlis. Hafnarfjarðarhöfn er svokallað B-fyrirtæki innan Hafnarfjarðar, rekið eingöngu á sjálfsaflafé og skilar tekjum í sveitarsjóð því reksturinn stendur undir sér og meira til.Sjá einnig: Könnuðu hverja kjörnir fulltrúar töluðu við í símaRósa Guðbjartsdóttir Bíður niðurstöðu Persónuverndar. Hún neitaði að svara hvort hún hefði vitað um innanhússrannsóknina þegar hún stóð yfir.Enginn vill kannast við fundinnMenn innan bæjarkerfisins vilja ekkert kannast við það að þessi fundur hafi nokkurn tímann átt sér stað og enginn innan stjórnsýslunnar virðist kannast við að hafa kallað hafnarstarfsmanninn á fund til sín, þennan umrædda laugardag 15. nóvember 2014. Þegar hafnarstarfsmaðurinn fór síðan að tala um þennan fund og ræða við samstarfsmenn sína um fundinn í ráðhúsinu fóru hjólin að snúast á bæjarskrifstofum Hafnarfjarðarbæjar.„Aðgangskerfið lá niðri“Til þess að komast inn í ráðhús Hafnarfjarðarkaupstaðar á laugardegi þarf að hafa sérstakt aðgangskort. Ef aðgangskort er ekki fyrir hendi er ekki hægt að komast inn í ráðhúsið. Húsið er rammlæst og háþróað aðgangsstýrikerfi að húsinu veitir upplýsingar um hverjir eru í húsinu á hverjum tíma. Hins vegar hefur komið fram í viðtölum við starfsmenn Hafnarfjarðarkaupstaðar að svo virðist sem aðgangsstýrikerfið hafi „legið niðri“ á nákvæmlega þeim tíma sem fundurinn fór fram. Ekki er hægt að finna út í gögnum bæjarins hverjir hafi verið í húsinu þennan dag og ekki hægt að sjá á myndavélum hverjir gengu þar um. Hins vegar er vitað að bæjarstjóri sjálfur var í húsinu þegar fundurinn var haldinn.Áminntur fyrir ósæmilega hegðun í starfi Á fundi hafnarstjórnar var ákveðið að áminna starfsmanninn vegna ósæmilegrar hegðunar í starfi. Ekki var nánar tilgreint hvað fólst í orðunum „ósæmileg hegðun í starfi“ en að endingu var samþykkt að maðurinn, sem er við það að fara á eftirlaun, yrði áminntur. Sú áminning er talin vera fyrir þær sakir að hann hafi ekki sagt satt og rétt frá um fundinn 15. nóvember. Hafnarstjórn fól hafnarstjóranum að áminna starfsmann sinn. Már taldi hann hins vegar ekki hafa unnið til áminningar með nokkrum hætti og neitaði að veita hana.Már Sveinbjörnsson hefur starfað sem hafnarstjóri í á þriðja áratug. Hann harðneitaði að áminna starfsmann sinn því hann hafði ekkert til saka unniðFréttablaðið/Gva Áminntur af bæjarfulltrúa Að endingu var svo ákveðið að formaður hafnarstjórnar, bæjarfulltrúinn Unnur Lára Bryde, áminnti starfsmann persónulega fyrir ósæmilega hegðun í starfi. Afhenti Unnur, pólitískt skipuð, starfsmanni hafnarinnar þá áminningu þrátt fyrir að hafa lítið sem ekkert umboð til þess að geta áminnt starfsmenn bæjarfélagsins. Enn er ekki vitað af hverju maðurinn var áminntur og enginn vill tjá sig um áminninguna.Bréf frá Félagi skipstjórnarmanna Stéttarfélag hafnarstarfsmannsins, Félag skipstjórnarmanna, sendi Hafnarfjarðarbæ harðort bréf vegna áminningarinnar og bað bæjaryfirvöld um að afturkalla hana hið snarasta og biðja starfsmanninn afsökunar. Í bréfinu eru vinnubrögðin gagnrýnd og fullyrt að starfsmaðurinn hafi ekki unnið það sér til saka að verða áminntur fyrir störf sín. Á síðasta fundi hafnarstjórnar 17. febrúar var málið gagnvart hafnarstarfsmanninum látið niður falla og honum sent bréf þar sem áminningin er afturkölluð. Ekki er beðist afsökunar eins og Félag skipstjórnarmanna óskaði eftir.Enginn vill tjá sig Hvorki bæjarstjóri, Haraldur Líndal Haraldsson, né oddvitar meirihlutaflokkanna vilja tjá sig um málið og segja það starfsmannamál. Því sé ekki hægt að ræða það mál í fjölmiðlum. Hins vegar hefur bæjarstjóri sagt í ræðustól í bæjarstjórn Hafnarfjarðar að málið hafi verið það alvarlegt að það varðaði öryggi bæjarins og því þurfti að grípa til þeirra aðgerða að kalla eftir gögnum hjá Vodafone. Tengdar fréttir Bæjarstjóri játar að hafa skoðað símtalaskrár Bæjarfulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði segja skýringar bæjaryfirvalda ekki duga til þess að þeir kalli aftur kvörtun til Persónuverndar vegna skoðunar á símanotkun þeirra. Engin svör bárust frá bænum við spurningum Fréttablaðsins. 19. febrúar 2015 06:30 Vigdís telur Samfylkinguna standa á bak við símahleranir í Hafnarfirði Hið dularfulla símamál í Hafnarfirði tekur óvænta stefnu. 20. febrúar 2015 09:45 Vinnuveitanda geta verið settar skorður Póst- og fjarskiptastofnun segir meðferð gagna hjá vinnuveitendum kunna að vera settar skorður í almennum persónuverndarlögum. 21. febrúar 2015 12:00 Könnuðu hverja kjörnir fulltrúar töluðu við í síma Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði skoðuðu símtalaskrár bæjarfulltrúa án vitundar og samþykkis þeirra. Þrír bæjarfulltrúar hafa sent Persónuvernd kvörtun vegna málsins. 18. febrúar 2015 07:00 Töldu sig hafa staðið rétt að því að kanna símtölin Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri í Hafnarfirði segir að það geti vel verið að upplýsa hefði átt bæjarfulltrúa um að símanúmer þeirra hefðu sætt rannsókn. 18. febrúar 2015 19:00 Hafði enga fyrirfram vitneskju í símamáli „Við höfðum enga fyrirfram vitneskju um þetta, ekki nokkra einustu,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar og forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, um símtalamálið í Hafnarfirði. 20. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Ástæða þess að Hafnarfjarðarbær leitaði til Vodafone um símagögn bæjarins er ágreiningur um hvort fundur hafi verið haldinn laugardaginn 15. nóvember í fyrra í ráðhúsi bæjarins. Á þann fund var starfsmaður hafnarinnar boðaður og mætti hann í ráðhúsið þennan dag. Tveir einstaklingar sátu fundinn með honum en ekki er enn vitað hvaða einstaklingar voru þar á ferðinni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var fundurinn á efri hæð ráðhússins á gangi þar sem ágætis setustofa er fyrir hendi. Sá staður er mjög nálægt skrifstofu bæjarstjóra Haraldar Líndal Haraldssonar. Þennan laugardag var hafnarstjóri, Már Sveinbjörnsson, í útlöndum og vissi ekki af fundinum í ráðhúsinu. Á fundinum með starfsmanni hafnarinnar var aðallega farið yfir vaktir sem starfsmenn Hafnarfjarðarhafnar ganga, sem og viðhald á bryggjunni. Einnig var farið á fundinum yfir rekstur hafnarinnar og starfsmaðurinn spurður nokkuð ítarlega um stjórnun Más hafnarstjóra. Þessir þættir sem spurt er um eru allir rekstrarlegs eðlis. Hafnarfjarðarhöfn er svokallað B-fyrirtæki innan Hafnarfjarðar, rekið eingöngu á sjálfsaflafé og skilar tekjum í sveitarsjóð því reksturinn stendur undir sér og meira til.Sjá einnig: Könnuðu hverja kjörnir fulltrúar töluðu við í símaRósa Guðbjartsdóttir Bíður niðurstöðu Persónuverndar. Hún neitaði að svara hvort hún hefði vitað um innanhússrannsóknina þegar hún stóð yfir.Enginn vill kannast við fundinnMenn innan bæjarkerfisins vilja ekkert kannast við það að þessi fundur hafi nokkurn tímann átt sér stað og enginn innan stjórnsýslunnar virðist kannast við að hafa kallað hafnarstarfsmanninn á fund til sín, þennan umrædda laugardag 15. nóvember 2014. Þegar hafnarstarfsmaðurinn fór síðan að tala um þennan fund og ræða við samstarfsmenn sína um fundinn í ráðhúsinu fóru hjólin að snúast á bæjarskrifstofum Hafnarfjarðarbæjar.„Aðgangskerfið lá niðri“Til þess að komast inn í ráðhús Hafnarfjarðarkaupstaðar á laugardegi þarf að hafa sérstakt aðgangskort. Ef aðgangskort er ekki fyrir hendi er ekki hægt að komast inn í ráðhúsið. Húsið er rammlæst og háþróað aðgangsstýrikerfi að húsinu veitir upplýsingar um hverjir eru í húsinu á hverjum tíma. Hins vegar hefur komið fram í viðtölum við starfsmenn Hafnarfjarðarkaupstaðar að svo virðist sem aðgangsstýrikerfið hafi „legið niðri“ á nákvæmlega þeim tíma sem fundurinn fór fram. Ekki er hægt að finna út í gögnum bæjarins hverjir hafi verið í húsinu þennan dag og ekki hægt að sjá á myndavélum hverjir gengu þar um. Hins vegar er vitað að bæjarstjóri sjálfur var í húsinu þegar fundurinn var haldinn.Áminntur fyrir ósæmilega hegðun í starfi Á fundi hafnarstjórnar var ákveðið að áminna starfsmanninn vegna ósæmilegrar hegðunar í starfi. Ekki var nánar tilgreint hvað fólst í orðunum „ósæmileg hegðun í starfi“ en að endingu var samþykkt að maðurinn, sem er við það að fara á eftirlaun, yrði áminntur. Sú áminning er talin vera fyrir þær sakir að hann hafi ekki sagt satt og rétt frá um fundinn 15. nóvember. Hafnarstjórn fól hafnarstjóranum að áminna starfsmann sinn. Már taldi hann hins vegar ekki hafa unnið til áminningar með nokkrum hætti og neitaði að veita hana.Már Sveinbjörnsson hefur starfað sem hafnarstjóri í á þriðja áratug. Hann harðneitaði að áminna starfsmann sinn því hann hafði ekkert til saka unniðFréttablaðið/Gva Áminntur af bæjarfulltrúa Að endingu var svo ákveðið að formaður hafnarstjórnar, bæjarfulltrúinn Unnur Lára Bryde, áminnti starfsmann persónulega fyrir ósæmilega hegðun í starfi. Afhenti Unnur, pólitískt skipuð, starfsmanni hafnarinnar þá áminningu þrátt fyrir að hafa lítið sem ekkert umboð til þess að geta áminnt starfsmenn bæjarfélagsins. Enn er ekki vitað af hverju maðurinn var áminntur og enginn vill tjá sig um áminninguna.Bréf frá Félagi skipstjórnarmanna Stéttarfélag hafnarstarfsmannsins, Félag skipstjórnarmanna, sendi Hafnarfjarðarbæ harðort bréf vegna áminningarinnar og bað bæjaryfirvöld um að afturkalla hana hið snarasta og biðja starfsmanninn afsökunar. Í bréfinu eru vinnubrögðin gagnrýnd og fullyrt að starfsmaðurinn hafi ekki unnið það sér til saka að verða áminntur fyrir störf sín. Á síðasta fundi hafnarstjórnar 17. febrúar var málið gagnvart hafnarstarfsmanninum látið niður falla og honum sent bréf þar sem áminningin er afturkölluð. Ekki er beðist afsökunar eins og Félag skipstjórnarmanna óskaði eftir.Enginn vill tjá sig Hvorki bæjarstjóri, Haraldur Líndal Haraldsson, né oddvitar meirihlutaflokkanna vilja tjá sig um málið og segja það starfsmannamál. Því sé ekki hægt að ræða það mál í fjölmiðlum. Hins vegar hefur bæjarstjóri sagt í ræðustól í bæjarstjórn Hafnarfjarðar að málið hafi verið það alvarlegt að það varðaði öryggi bæjarins og því þurfti að grípa til þeirra aðgerða að kalla eftir gögnum hjá Vodafone.
Tengdar fréttir Bæjarstjóri játar að hafa skoðað símtalaskrár Bæjarfulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði segja skýringar bæjaryfirvalda ekki duga til þess að þeir kalli aftur kvörtun til Persónuverndar vegna skoðunar á símanotkun þeirra. Engin svör bárust frá bænum við spurningum Fréttablaðsins. 19. febrúar 2015 06:30 Vigdís telur Samfylkinguna standa á bak við símahleranir í Hafnarfirði Hið dularfulla símamál í Hafnarfirði tekur óvænta stefnu. 20. febrúar 2015 09:45 Vinnuveitanda geta verið settar skorður Póst- og fjarskiptastofnun segir meðferð gagna hjá vinnuveitendum kunna að vera settar skorður í almennum persónuverndarlögum. 21. febrúar 2015 12:00 Könnuðu hverja kjörnir fulltrúar töluðu við í síma Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði skoðuðu símtalaskrár bæjarfulltrúa án vitundar og samþykkis þeirra. Þrír bæjarfulltrúar hafa sent Persónuvernd kvörtun vegna málsins. 18. febrúar 2015 07:00 Töldu sig hafa staðið rétt að því að kanna símtölin Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri í Hafnarfirði segir að það geti vel verið að upplýsa hefði átt bæjarfulltrúa um að símanúmer þeirra hefðu sætt rannsókn. 18. febrúar 2015 19:00 Hafði enga fyrirfram vitneskju í símamáli „Við höfðum enga fyrirfram vitneskju um þetta, ekki nokkra einustu,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar og forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, um símtalamálið í Hafnarfirði. 20. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Bæjarstjóri játar að hafa skoðað símtalaskrár Bæjarfulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði segja skýringar bæjaryfirvalda ekki duga til þess að þeir kalli aftur kvörtun til Persónuverndar vegna skoðunar á símanotkun þeirra. Engin svör bárust frá bænum við spurningum Fréttablaðsins. 19. febrúar 2015 06:30
Vigdís telur Samfylkinguna standa á bak við símahleranir í Hafnarfirði Hið dularfulla símamál í Hafnarfirði tekur óvænta stefnu. 20. febrúar 2015 09:45
Vinnuveitanda geta verið settar skorður Póst- og fjarskiptastofnun segir meðferð gagna hjá vinnuveitendum kunna að vera settar skorður í almennum persónuverndarlögum. 21. febrúar 2015 12:00
Könnuðu hverja kjörnir fulltrúar töluðu við í síma Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði skoðuðu símtalaskrár bæjarfulltrúa án vitundar og samþykkis þeirra. Þrír bæjarfulltrúar hafa sent Persónuvernd kvörtun vegna málsins. 18. febrúar 2015 07:00
Töldu sig hafa staðið rétt að því að kanna símtölin Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri í Hafnarfirði segir að það geti vel verið að upplýsa hefði átt bæjarfulltrúa um að símanúmer þeirra hefðu sætt rannsókn. 18. febrúar 2015 19:00
Hafði enga fyrirfram vitneskju í símamáli „Við höfðum enga fyrirfram vitneskju um þetta, ekki nokkra einustu,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar og forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, um símtalamálið í Hafnarfirði. 20. febrúar 2015 07:00