Innlent

Börnum vikið úr leikskólum vegna skulda foreldra

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Hvert atvik er skoðað vel að sögn Haraldar L. Haraldssonar.
Hvert atvik er skoðað vel að sögn Haraldar L. Haraldssonar.
Einu til tveimur börnum er vikið tímabundið úr leikskólum Hafnarfjarðarbæjar ár hvert vegna vangreiddra skólagjalda foreldra. Árlega standa ríflega hundrað foreldrar ekki við gerða samninga og greiða ekki leikskólagjöld á réttum tíma. Þetta kemur fram á Gaflari.is.

Í samningi sem foreldrar undirrita þegar barn hefur leikskólagöngu kemur fram að eftir tveggja mánaða vanskil verði því sagt upp leikskólavistinni. Flestir standa þó við gerða samninga eða semja um skuldir sínar.

Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri segir í samtali við Gaflara að gæta þurfi jafnræðis á meðan tekið sé gjald fyrir leikskóladvöl. Hvert einstakt atvik sé skoðað vel og að félagsþjónustan fari vel yfir mál þeirra foreldra sem ekki bregðast við viðvörunarbréfi áður en til aðgerða er gripið. Viðeigandi úrræðum sé beitt geti foreldrið ekki greitt gjöldin. Helst vildi hann þó lækka leikskólagjöldin eða afnema þau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×