Innlent

Fangelsismálastofnun flutt á nýjan stað

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Páll Winkel fangelsismálastjóri er ánægður með betri aðstöðu á nýjum stað.
Páll Winkel fangelsismálastjóri er ánægður með betri aðstöðu á nýjum stað. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Fangelsismálastofnun er flutt úr Borgartúni 7 í rýmra húsnæði að Austurströnd 5 þar sem Landlæknir var til ársins 2011. Sérstök viðtalsherbergi eru á nýja staðnum.

„Í Borgartúni komu skjólstæðingar í misjöfnu ástandi inn á skrifstofur starfsfólks og jafnvel undir áhrifum fíkniefna. Það gátu skapast óþægilegar aðstæður,“ segir Páll.

Hann getur þess að til standi að sameina stofnanir sem eru með skrifstofur í Borgartúni 7. „Fjármálaráðuneytið kannaði afstöðu okkar til að flytja og við vildum auðvitað vera liðleg,“ segir fangelsismálastjóri. Ríkið gerði árið 2002 óuppsegjanlegan leigusamning við Neshús ehf. um húsnæðið að Austurströnd, sem er 937 fm, til 25 ára. Mánaðarleigan er um 2,3 milljónir króna. Húsnæðið við Austurströnd 5 hefur staðið autt um nokkurt skeið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×