Innlent

Timbri fyrir 250 þúsund stolið á Suðurnesjum

Bjarki Ármannsson skrifar
Lögreglustöðin á Suðurnesjum.
Lögreglustöðin á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm
Þjófnaður á umtalsverðu magni timburs var tilkynntur til lögreglunnar á Suðurnesjum nýverið. Verðmæti timbursins er talið um 250 þúsund krónur, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. Var því staflað upp og skilið við það en það horfið þegar átti að nota það.

Þá hafði lögreglan á Suðurnesjum afskipti af fimm ökumönnum vegna gruns um fíkniefnaakstur í vikunni. Einn ökumannanna var réttindalaus og á heimil annars fundust sterar og leifar af meintu amfetamíndufti á vigt í eldhúsi. Staðfestu sýnatökur á lögreglustöð neyslu hans á amfetamíni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×