Í fyrra átti Jón Jónsson Þjóðhátíðarlagið Ljúft að vera til, sem var eitt vinsælasta lag síðasta árs. Því má ætla að fyrst reynsluboltarnir í Sálinni semja lagið í ár, þá sé von á góðum sumarsmelli.
Þjóðhátíðarþyrstir Íslendingar geta því byrjað að telja niður í lagið sem frumflutt verður í byrjun sumars og til þess að gera biðina bærilegri þá er um að gera að rifja upp stemninguna í brekkunni frá því í fyrra.