Börnin byrja sjö ára að læra brotareikning Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 29. september 2015 07:00 Ásta Roth skólastjóri með nemendum í skólanum. VÍSIR/GVA Hjá Reykjavík International School læra nemendur alfarið eftir alþjóðlegri námsskrá. Ásta Roth, skólastjóri skólans, segir eftirspurn eftir alþjóðlegu námi aukast ár frá ári. Til ársins 2012 hafi allir grunnskólar þurft að vinna námsskrá sína samkvæmt aðalnámskrá grunnskólanna. „Reykjavík var síðasta evrópska höfuðborgin til þess að setja á fót alþjóðlegan skóla, við urðum að kippa því í liðinn því sá hópur sem hefur þörf fyrir alþjóðlegt nám stækkar ár frá ári.“ Skólinn starfar í Hamraskóla þar sem honum bauðst húsnæði í kjölfar sameininga í Grafarvogi. „Aðstaðan er frábær. Við starfrækjum skóla fyrir börn frá fimm ára aldri til fimmtán ára, en stefnum á að útskrifa börnin en í framtíðinni stefnum við á að bjóða upp á nám til átján ára aldurs, og útskrifa nemendur átján ára að erlendri fyrirmynd.“ Ásta segir mjög erfitt fyrir börn fjölskyldna sem flytjast hingað til lands vegna tímabundinnar atvinnu að aðlagast í íslenskum grunnskólum. „Það er bara svo miklu erfiðara fyrir þessi börn að halda námi sínu áfram og þurfa að læra allt námsefnið á íslensku. Hér kennum við á ensku en kennum auðvitað íslensku líka.“ Stærðfræði og raungreinakennsla í skólanum hefur vakið eftirtekt. „Við kennum sömu stærðfræði og er kennd í Singapúr sem hefur gefið góða raun, börnin standa mjög sterkt að vígi og mér finnst tilefni til að þýða þetta námsefni sem við erum að nota yfir á íslensku. Börnin eru sjö ára þegar þau byrja að læra brotareikning, mér fannst það fyrst töluvert snemmt en námsefnið er svo vandað að það gengur virkilega vel,“ segir Ásta. Raungreinakennsla hefst strax í upphafi skólagöngu og er þar einnig kennt námsefni frá Singapúr. Námið í skólanum er fyrst og fremst einstaklingsmiðað, Ásta hefur leyfi fyrir 60 nemendum á landsvísu. „Börnin taka svokölluð Map-próf sem eru viðurkennd víða um heim, en býðst einnig að taka samræmd próf í íslensku ef þau eða foreldrar þeirra vilja.“ Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira
Hjá Reykjavík International School læra nemendur alfarið eftir alþjóðlegri námsskrá. Ásta Roth, skólastjóri skólans, segir eftirspurn eftir alþjóðlegu námi aukast ár frá ári. Til ársins 2012 hafi allir grunnskólar þurft að vinna námsskrá sína samkvæmt aðalnámskrá grunnskólanna. „Reykjavík var síðasta evrópska höfuðborgin til þess að setja á fót alþjóðlegan skóla, við urðum að kippa því í liðinn því sá hópur sem hefur þörf fyrir alþjóðlegt nám stækkar ár frá ári.“ Skólinn starfar í Hamraskóla þar sem honum bauðst húsnæði í kjölfar sameininga í Grafarvogi. „Aðstaðan er frábær. Við starfrækjum skóla fyrir börn frá fimm ára aldri til fimmtán ára, en stefnum á að útskrifa börnin en í framtíðinni stefnum við á að bjóða upp á nám til átján ára aldurs, og útskrifa nemendur átján ára að erlendri fyrirmynd.“ Ásta segir mjög erfitt fyrir börn fjölskyldna sem flytjast hingað til lands vegna tímabundinnar atvinnu að aðlagast í íslenskum grunnskólum. „Það er bara svo miklu erfiðara fyrir þessi börn að halda námi sínu áfram og þurfa að læra allt námsefnið á íslensku. Hér kennum við á ensku en kennum auðvitað íslensku líka.“ Stærðfræði og raungreinakennsla í skólanum hefur vakið eftirtekt. „Við kennum sömu stærðfræði og er kennd í Singapúr sem hefur gefið góða raun, börnin standa mjög sterkt að vígi og mér finnst tilefni til að þýða þetta námsefni sem við erum að nota yfir á íslensku. Börnin eru sjö ára þegar þau byrja að læra brotareikning, mér fannst það fyrst töluvert snemmt en námsefnið er svo vandað að það gengur virkilega vel,“ segir Ásta. Raungreinakennsla hefst strax í upphafi skólagöngu og er þar einnig kennt námsefni frá Singapúr. Námið í skólanum er fyrst og fremst einstaklingsmiðað, Ásta hefur leyfi fyrir 60 nemendum á landsvísu. „Börnin taka svokölluð Map-próf sem eru viðurkennd víða um heim, en býðst einnig að taka samræmd próf í íslensku ef þau eða foreldrar þeirra vilja.“
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira