Börnin byrja sjö ára að læra brotareikning Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 29. september 2015 07:00 Ásta Roth skólastjóri með nemendum í skólanum. VÍSIR/GVA Hjá Reykjavík International School læra nemendur alfarið eftir alþjóðlegri námsskrá. Ásta Roth, skólastjóri skólans, segir eftirspurn eftir alþjóðlegu námi aukast ár frá ári. Til ársins 2012 hafi allir grunnskólar þurft að vinna námsskrá sína samkvæmt aðalnámskrá grunnskólanna. „Reykjavík var síðasta evrópska höfuðborgin til þess að setja á fót alþjóðlegan skóla, við urðum að kippa því í liðinn því sá hópur sem hefur þörf fyrir alþjóðlegt nám stækkar ár frá ári.“ Skólinn starfar í Hamraskóla þar sem honum bauðst húsnæði í kjölfar sameininga í Grafarvogi. „Aðstaðan er frábær. Við starfrækjum skóla fyrir börn frá fimm ára aldri til fimmtán ára, en stefnum á að útskrifa börnin en í framtíðinni stefnum við á að bjóða upp á nám til átján ára aldurs, og útskrifa nemendur átján ára að erlendri fyrirmynd.“ Ásta segir mjög erfitt fyrir börn fjölskyldna sem flytjast hingað til lands vegna tímabundinnar atvinnu að aðlagast í íslenskum grunnskólum. „Það er bara svo miklu erfiðara fyrir þessi börn að halda námi sínu áfram og þurfa að læra allt námsefnið á íslensku. Hér kennum við á ensku en kennum auðvitað íslensku líka.“ Stærðfræði og raungreinakennsla í skólanum hefur vakið eftirtekt. „Við kennum sömu stærðfræði og er kennd í Singapúr sem hefur gefið góða raun, börnin standa mjög sterkt að vígi og mér finnst tilefni til að þýða þetta námsefni sem við erum að nota yfir á íslensku. Börnin eru sjö ára þegar þau byrja að læra brotareikning, mér fannst það fyrst töluvert snemmt en námsefnið er svo vandað að það gengur virkilega vel,“ segir Ásta. Raungreinakennsla hefst strax í upphafi skólagöngu og er þar einnig kennt námsefni frá Singapúr. Námið í skólanum er fyrst og fremst einstaklingsmiðað, Ásta hefur leyfi fyrir 60 nemendum á landsvísu. „Börnin taka svokölluð Map-próf sem eru viðurkennd víða um heim, en býðst einnig að taka samræmd próf í íslensku ef þau eða foreldrar þeirra vilja.“ Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Hjá Reykjavík International School læra nemendur alfarið eftir alþjóðlegri námsskrá. Ásta Roth, skólastjóri skólans, segir eftirspurn eftir alþjóðlegu námi aukast ár frá ári. Til ársins 2012 hafi allir grunnskólar þurft að vinna námsskrá sína samkvæmt aðalnámskrá grunnskólanna. „Reykjavík var síðasta evrópska höfuðborgin til þess að setja á fót alþjóðlegan skóla, við urðum að kippa því í liðinn því sá hópur sem hefur þörf fyrir alþjóðlegt nám stækkar ár frá ári.“ Skólinn starfar í Hamraskóla þar sem honum bauðst húsnæði í kjölfar sameininga í Grafarvogi. „Aðstaðan er frábær. Við starfrækjum skóla fyrir börn frá fimm ára aldri til fimmtán ára, en stefnum á að útskrifa börnin en í framtíðinni stefnum við á að bjóða upp á nám til átján ára aldurs, og útskrifa nemendur átján ára að erlendri fyrirmynd.“ Ásta segir mjög erfitt fyrir börn fjölskyldna sem flytjast hingað til lands vegna tímabundinnar atvinnu að aðlagast í íslenskum grunnskólum. „Það er bara svo miklu erfiðara fyrir þessi börn að halda námi sínu áfram og þurfa að læra allt námsefnið á íslensku. Hér kennum við á ensku en kennum auðvitað íslensku líka.“ Stærðfræði og raungreinakennsla í skólanum hefur vakið eftirtekt. „Við kennum sömu stærðfræði og er kennd í Singapúr sem hefur gefið góða raun, börnin standa mjög sterkt að vígi og mér finnst tilefni til að þýða þetta námsefni sem við erum að nota yfir á íslensku. Börnin eru sjö ára þegar þau byrja að læra brotareikning, mér fannst það fyrst töluvert snemmt en námsefnið er svo vandað að það gengur virkilega vel,“ segir Ásta. Raungreinakennsla hefst strax í upphafi skólagöngu og er þar einnig kennt námsefni frá Singapúr. Námið í skólanum er fyrst og fremst einstaklingsmiðað, Ásta hefur leyfi fyrir 60 nemendum á landsvísu. „Börnin taka svokölluð Map-próf sem eru viðurkennd víða um heim, en býðst einnig að taka samræmd próf í íslensku ef þau eða foreldrar þeirra vilja.“
Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira