Fyrrverandi formaður Framsóknar segir stjórnarflokkana sýna stjórnskipan lýðveldisins fyrirlitningu Heimir Már Pétursson skrifar 14. mars 2015 12:57 Jón Sigurðsson Fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Tveir fyrrverandi formenn Framsóknarflokksins lýsa undrun sinni á hvernig núverandi forysta og stjórnarflokkar halda á Evrópumálunum. Jón Sigurðsson segir utanríkisráðherra troða á stjórnskipaninni með því að fara framhjá utanríkismálanefnd með bréfi sínu til Evrópusambandsins. Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins segir aðferð ríkisstjórnarinnar í tengslum við ESB viðræðurnar athygliverða. Þegar spurt sé hvort viðræðunum sé slitið með bréfi utanríkisráðherra sé því ekki svarað beint af utanríkisráðherranum en hins vegar reyni formaður Sjálfstæðisflokksins að taka af skarið með að svo sé. Í vandræðagangi sínum kasti ríkisstjórnin boltanum til ESB og vonist til að þar á bæ verði kveðið upp úr með það að umræðunum sé slitið. Síðan muni andstæðingar viðræðnanna segja að ESB hafi slitið viðræðum við Ísland. Og Valgerður spyr hvernig eigi að halda fjármagni í landinu eftir að fjármagnsflutningar milli landa innan Evrópu verði gefnir frjálsir? Þetta sé eitt af því sem geri að verkum að Ísland verði að skoða mögulega aðild að Evrópusambandinu. Jón Sigurðsson flokksbróðir hennar og einnig fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins gagnrýnir harðlega að ekkert samráð hafi verið haft við utanríkismálanefnd Alþingis áður en utanríkisráðherra afhenti fulltrúa Evrópusambandsins bréfið á fimmtudag. Hvað finnst þér um þennan nýjasta snúning í evrópumálunum? „Hann er auðvitað mikil vonbrigði að því leyti að það er verið að troða á stjórnskipaninni með því að fara framhjá utanríkismálanefnd og Alþingi,“ segir Jón. Það hafi verið nefndarvika á Alþingi og því hægt um vik að kynna málið í utanríkismálanefnd ef þetta bréf hafi falið í sér formlega yfirlýsingu sem breytti einhverju í jafn mikilvægu máli og samskiptin við Evrópusambandið væru. Ef bréfið breyti hins vegar engu, þá sé það ný skýring á málinu. „En eins og er þá lítur þetta út eins og mikil léttúð, kæruleysi eða fyrirlitning á stjórnskipan lýðveldisins,“ segir Jón.Málið komið í uppnám hjá stjórnarflokkunum Báðir stjórnarflokkarnir séu komnir í versta uppnám með þetta mál. Í ljósi góðs meirihluta stjórnarflokkanna og traustan formann í utanríkismálanefnd sé þetta furðulegt. Þá tekur hann undir með Valgerði Sverrisdóttur að það þjóni ekki hagsmunum Íslands að loka fyrir möguleikann á aðild Íslands að Evrópusambandinu. „Nei ég held að það sé alveg ljóst að það getur ekki þjónað hagsmunum Íslendinga að fækka þeim tækifærum sem þeir hafa. Fækka þeim möguleikum sem þeir hafa. Það hlýtur að vera stefna ríkisstjórnar í fullvalda lýðveldi að reyna að fjölga þeim tækifærum sem þjóðin hefur. Fjölga þeim möguleikum, fjölga þeim leiðum sem eru opnar fyrir valkosti í framtíð,“ segir Jón. Það sé farsælast að þjóðin fái að greiða atkvæði um þessi mál og sú þjóðaratkvæðagreiðsla hljóti einhvern tíma að fara fram. „En mér finnst bara fyrst og fremst núna ljóst að ríkisstjórnin er búin að missa þetta mál eiginlega algerlega út úr höndunum. Og eins og ég segi; ég skil það ekki almennilega. Vegna þess að hún hefur meirihluta í utanríkismálanefnd. Hún hefur meirihluta á Alþingi. Nú þykjast þeir ætla að leysa þetta mál með einföldu bréfi. Þetta er algerlega óskiljanlegt,“ segir Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Alþingi Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Fleiri fréttir Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Sjá meira
Tveir fyrrverandi formenn Framsóknarflokksins lýsa undrun sinni á hvernig núverandi forysta og stjórnarflokkar halda á Evrópumálunum. Jón Sigurðsson segir utanríkisráðherra troða á stjórnskipaninni með því að fara framhjá utanríkismálanefnd með bréfi sínu til Evrópusambandsins. Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins segir aðferð ríkisstjórnarinnar í tengslum við ESB viðræðurnar athygliverða. Þegar spurt sé hvort viðræðunum sé slitið með bréfi utanríkisráðherra sé því ekki svarað beint af utanríkisráðherranum en hins vegar reyni formaður Sjálfstæðisflokksins að taka af skarið með að svo sé. Í vandræðagangi sínum kasti ríkisstjórnin boltanum til ESB og vonist til að þar á bæ verði kveðið upp úr með það að umræðunum sé slitið. Síðan muni andstæðingar viðræðnanna segja að ESB hafi slitið viðræðum við Ísland. Og Valgerður spyr hvernig eigi að halda fjármagni í landinu eftir að fjármagnsflutningar milli landa innan Evrópu verði gefnir frjálsir? Þetta sé eitt af því sem geri að verkum að Ísland verði að skoða mögulega aðild að Evrópusambandinu. Jón Sigurðsson flokksbróðir hennar og einnig fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins gagnrýnir harðlega að ekkert samráð hafi verið haft við utanríkismálanefnd Alþingis áður en utanríkisráðherra afhenti fulltrúa Evrópusambandsins bréfið á fimmtudag. Hvað finnst þér um þennan nýjasta snúning í evrópumálunum? „Hann er auðvitað mikil vonbrigði að því leyti að það er verið að troða á stjórnskipaninni með því að fara framhjá utanríkismálanefnd og Alþingi,“ segir Jón. Það hafi verið nefndarvika á Alþingi og því hægt um vik að kynna málið í utanríkismálanefnd ef þetta bréf hafi falið í sér formlega yfirlýsingu sem breytti einhverju í jafn mikilvægu máli og samskiptin við Evrópusambandið væru. Ef bréfið breyti hins vegar engu, þá sé það ný skýring á málinu. „En eins og er þá lítur þetta út eins og mikil léttúð, kæruleysi eða fyrirlitning á stjórnskipan lýðveldisins,“ segir Jón.Málið komið í uppnám hjá stjórnarflokkunum Báðir stjórnarflokkarnir séu komnir í versta uppnám með þetta mál. Í ljósi góðs meirihluta stjórnarflokkanna og traustan formann í utanríkismálanefnd sé þetta furðulegt. Þá tekur hann undir með Valgerði Sverrisdóttur að það þjóni ekki hagsmunum Íslands að loka fyrir möguleikann á aðild Íslands að Evrópusambandinu. „Nei ég held að það sé alveg ljóst að það getur ekki þjónað hagsmunum Íslendinga að fækka þeim tækifærum sem þeir hafa. Fækka þeim möguleikum sem þeir hafa. Það hlýtur að vera stefna ríkisstjórnar í fullvalda lýðveldi að reyna að fjölga þeim tækifærum sem þjóðin hefur. Fjölga þeim möguleikum, fjölga þeim leiðum sem eru opnar fyrir valkosti í framtíð,“ segir Jón. Það sé farsælast að þjóðin fái að greiða atkvæði um þessi mál og sú þjóðaratkvæðagreiðsla hljóti einhvern tíma að fara fram. „En mér finnst bara fyrst og fremst núna ljóst að ríkisstjórnin er búin að missa þetta mál eiginlega algerlega út úr höndunum. Og eins og ég segi; ég skil það ekki almennilega. Vegna þess að hún hefur meirihluta í utanríkismálanefnd. Hún hefur meirihluta á Alþingi. Nú þykjast þeir ætla að leysa þetta mál með einföldu bréfi. Þetta er algerlega óskiljanlegt,“ segir Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins.
Alþingi Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Fleiri fréttir Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent